Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 567 svör fundust

category-iconTrúarbrögð

Var sólstöðukerfi notað til ákvarða kirkjustaði á Íslandi fyrr á tíð?

Spurningin hljóðaði upphaflega svona: Sæl öll. Var kerfi hér áður til að ákvarða kirkjustaði. Kannski sólstöðu kerfi? Það væri gaman að fá upplýsingar. Þakka, Valdimar. Ekkert bendir til að eitthvert sérstak kerfi hafi legið til grundvallar þegar kirkjustaðir komu til sögunnar í öndverðri kristni hér. Með kirk...

category-iconLæknisfræði

Hvernig er uppbygging kransæða í mannslíkamanum?

Kransæðar eru slagæðar sem liggja á yfirborði hjartans og miðla súrefnisríku blóði til hjartavöðvans. Þær stærstu eru í kringum 2-3 mm í innra þvermáli en greinast síðan í smærri kransæðagreinar sem liggja inn í hjartavöðvann. Síðan taka við slagæðlingar (e. arterioles), hárslagæðlingar og háræðar. Vinstri kra...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er „meme“ og er til íslenskt orð yfir það?

Breski líffræðingurinn Richard Dawkins kom fram með hugtakið meme í bók sinni The Selfish Gene sem kom út árið 1976 og fjallar um hópa, erfðir og náttúruval. Dawkins myndaði orðið meme með því að fella saman enska orðið gene og gríska orðið mimeme (μίμημα „það sem hermt er eftir“)....

category-iconLífvísindi: almennt

Stökkbreytast veirur hraðar en flóknar lífverur?

Öll spurningin hljóðaði svona: Eru stökkbreytingar hraðari hjá veirum sem hafa fá gen, en hjá flóknari lífverum með fleiri gen? Erfðaefni flytur upplýsingar um byggingu og eiginleika lífvera milli kynslóða. Mikill munur er á stærð erfðamengja ólíkra lífvera og forma. Laukar hafa 30 milljarða basa í hverri f...

category-iconStærðfræði

Hvaða gagn er að prímtölum?

Prímtölur eru tölur sem er ekki hægt að leysa upp í eiginlega þætti. Engin tala gengur upp í prímtölu nema hún sjálf og 1, sem er hlutleysa og hefur engin áhrif í margföldun. Oft getur verið þægilegt að fást við tölur sem margar aðrar tölur ganga upp í. Það á til dæmis við töluna 60. Tölurnar 2, 3, 4, 5, 6, 10...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvar var Jómsborg?

Í Jómsvíkinga sögu segir meðal annars frá Jómsvíkingum, alræmdu hernaðarbandalagi danskra víkinga sem hafa aðsetur í svo nefndri Jómsborg. Í sögunni segir að danskur höfðingi að nafni Pálna-Tóki hafi flúið undan Danakonungi og á náðir konungsins í Vindlandi sem gefur honum land í sínu ríki gegn því að hann verji V...

category-iconLæknisfræði

Hvað er hýdroxíklórókín og gagnast það við COVID-19?

Hýdroxíklórókín er gamalt lyf sem er á markaði á Íslandi undir nafninu Plaquenil. Farið var að nota lyfið við malaríu upp úr 1950. Enn eldra náskylt lyf er klórókín sem kom á markað upp úr 1930 og er ekki á markaði hér. Þessi tvö lyf hafa svipaðar verkanir og eru, auk þess að gagnast við sumum tegundum malaríu, no...

category-iconLæknisfræði

Hvernig er vitað hvort COVID-19 smit sé óvirkt? Hvað þýðir það að sýni sé jákvætt en smit óvirkt?

Í heild var seinni spurningin svona: Um Covid: "Alls voru fimm sýni jákvæð af þeim 1.875 sýnum sem greind voru úr landamæraskimuninni í gær. Fjögur reynust óvirk." (RÚV, 14.07.2020). Hvað þýðir það að sýni sé jákvætt en smit óvirkt? Til þess að mæla hvort einstaklingur hafi smitast af SARS-CoV-2 veirunni sem ...

category-iconFöstudagssvar

Eru Grýla, Leppalúði og jólakötturinn til í dag?

Nokkrir lesendur af yngri kynslóðinni hafa spurt Vísindavefinn um Grýlu. Það sem helst brennur á krökkunum er hvort hún sé enn á lífi og hvað hún sé þá eiginlega gömul? Nemendur í Hamraskóla vilja síðan fá að vita um allt í senn: Grýlu, Leppalúða og sjálfan jólaköttinn! Við Vísindavefinn starfar þverfaglegt jól...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvaða áhrif hefði það fyrir lífið á jörðinni ef öllum skordýrum væri eytt?

Núna er um ein milljón tegunda skordýra þekkt í heiminum[1] og gert er ráð fyrir að tegundirnar geti verið um fimm milljónir. Um 80% tegunda skordýra eru óþekkt, aðallega í frumskógum hitabeltisins. Bandaríski skordýrafræðingurinn Edward O. Wilson áætlaði að um tíu milljarðar milljarða (e. ten quintillion) skordýr...

category-iconVísindavefurinn

Metaðsókn að Vísindavef HÍ árið 2021

Samkvæmt vefmælingu Matomo heimsóttu 3 milljónir og 69 þúsund gestir Vísindavefinn árið 2021[1] og hafa notendur aldrei verið fleiri. Árið áður voru heimsóknir 2,9 milljónir og aukningin milli ára er því um 4,5%. Flettingar jukust um 5,3% milli ára. Þær voru rétt um 4,3 milljónir árið 2021 en 4 milljónir árið 2020...

category-iconLífvísindi: almennt

Geta menn fengið fuglaflensu?

Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað er fuglaflensa? er fuglaflensa einfaldlega inflúensa í fuglum sem orsakast af mörgum mismunandi tegundum inflúensuveiru A. Ef fugl smitast samtímis af tveimur eða fleiri inflúensuveirum (til dæmis mannaveiru og fuglaveiru) geta veirurnar skipst á erfðaefni. Slík ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað er dagslátta stór í fermetrum?

Spurningin Ólafs hljóðaði svona: Góðan dag. Hugtakið dagslátta var notað yfir skika í túni sem einn maður gat slegið á einum degi með orfi og ljá. Spurningin er: Hvað er dagslátta stór í m2 eða stór hluti af hektara? Þessari spurningu er ekki hægt að svara með nákvæmum hætti. Eins og einn spyrjandi nefnir v...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað eru póstmódernískar bókmenntir?

Hugtakið póstmódernískar bókmenntir hefur verið notað til að lýsa textum sem bregðast við síðnútímanum og hinu póstmóderna ástandi; í þeim er heildræn merking og leitin að henni gefin upp á bátinn eða tekin sérstaklega til umfjöllunar. Póstmódernísk verk birta samkvæmt slíkum viðmiðum ekki bara brotakenndan heim, ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hverjar voru meginuppsprettur þekkingar um kristna trú á fyrstu öldum kristni á Íslandi?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hverjar voru meginuppsprettur þekkingar um kristna trú á fyrstu öldum kristni á Íslandi? Þ.e.a.s. hvernig lærði fólk um inntak trúarbragðanna? Hver kenndi þeim það? Á grundvelli hvaða rita? Á hvaða tungumáli? Og hver kenndi „kennurunum“? Gyðingdómur, kristni og íslam eiga samme...

Fleiri niðurstöður