Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2341 svör fundust
Eru einhver íslensk orð fengin að láni úr færeysku?
Færeysk orð í íslensku munu býsna fá. Fyrirspurnir til fræðimanna hér á landi voru allar neikvæðar. Menn höfðu ekki heyrt um eða rekist á slík orð. Ég hafði þá samband við færeyskan málfræðing á Fróðskaparsetri og minnti hann mig á sögu sem Jóhan Hendrik Winther Poulsen prófessor sagði stundum, og í minni áheyrn, ...
Er samningur gildur ef rangt orð finnst í honum?
Það er óskrifuð meginregla samningaréttar að samninga skal halda. Um þetta er til orðatiltæki á latínu: pacta sunt servanda.[1] En þó svo að meginreglan sé að samningar séu gildir samkvæmt efni sínu, þá geta komið upp aðstæður sem gera það að verkum að samningur sé þá þegar ógildur og skuldbindur ekki samningsaðil...
Hvað fer fram í vinstra heilahveli og hvað fer fram í því hægra?
Við fyrstu sýn virðast heilahelmingarnir tveir, vinstra og hægra heilahvel (e. hemisphere), vera nákvæmlega eins. Við nánari athugun kemur þó í ljós að líffærafræðilegur munur er á þeim. Til dæmis er stærðarmunur á einstökum heilastöðvum, þótt hann sé reyndar nokkuð einstaklingsbundinn. Hægra heilahvelið er yfirle...
Hvað er Harðskafi?
Nýjasta bók Arnaldar Indriðasonar ber þetta nafn og sagt er í fréttum af útkomu hennar að hún heiti eftir fjalli fyrir austan. Örnefnið er að minnsta kosti til á fimm stöðum sem hér skulu nefndir: Fjall upp af Eskifirði (Múlasýslur, bls. 370; Eskja I, bls. 74; Árbók 2005:42, 119). Bratt og hátt hamrafjall með...
Er Bretland land eða heiti á mörgum löndum saman?
Það má leggja fleiri en eina merkingu í orðið „land“ en í þessu svari er gert ráð fyrir að það merki sjálfstætt ríki þótt það sé kannski þröng skilgreining. Samkvæmt Íslenskri orðabók Eddu er Bretland heiti á ríki sem nær yfir svæðin England, Skotland, Wales og Norður-Írland auk eyja í grennd. Á ensku kallast ...
Hvað er seiðskratti?
Orðið seiðskratti hefur stundum verið notað um fjölkunnuga menn, þá sem kunnu að efla (fremja, gera eða magna) seið. Seiður er gamalt orð yfir ákveðið afbrigði fjölkynngi (forneskju). Hann er víða nefndur í íslenskum miðaldabókmenntum og hefur jafnan verið tengdur hinum heiðna guði Óðni, sem nefndur hefur verið „g...
Er femínismi það sama og kvenfrelsi?
Hugtökin femínismi og kvenfrelsi hafa frá upphafi kvennahreyfingarinnar verið tengd hvort öðru. Femínismi er hugsjón um það samfélagslega réttlæti sem felst í jafnrétti kynjanna. Krafan um kvenfrelsi hefur gjarnan verið miðuð við það félagslega frelsi sem karlar hafa yfir að ráða. Hugtökin eru þannig bæði háð því ...
Í hvaða málaætt germanskra mála finnast heiti á líkamshlutum eins og heila, enni, mænu og vélinda?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Ég veit að flestir líkamshlutar okkar eiga sér samsvörun í germönskum málum. En sum þeirra virðast ekki falla í þann flokk. Hvaðan koma heiti eins og heili, enni, mæna, vélinda, lófi, il, þind og bris? Germönsk mál skiptast í þrjár málaættir, norðurgermönsk mál (ís...
Af hverju heita hillur „hillur” en ekki „ujkur”?
Þegar orð eru búin til eru oftast notaðir til þess orðstofnar sem fyrir eru í málinu. Þeir eru ýmist teknir beint án hljóðbreytinga eða orðin eru mynduð með hjálp þeirra möguleika, sem málið ræður yfir, til dæmis hljóðvarpi. Orðið hilla er eitt slíkra orða. Orð sömu eða svipaðrar merkingar eru til í grannmálunu...
Er til eitthvert hvorugkynsorð sem er ekki eins í öllum föllum, í eintölu og fleirtölu?
Flest hvorugkynsorð beygjast eftir sterkri beygingu. Dæmi um slík orð eru land, barn, ríki. Þessi orð beygjast þannig: Nf.et. land barn ríki Þf. land barn ríki Þgf. landi barni ríki Ef. lands barns ríkis Nf.ft. lönd börn ...
Hvað eru að jafnaði mörg atkvæði í orði í íslensku ritmáli?
Mér vitanlega hefur ekki verið gerð á því aðgengileg könnun hversu mörg atkvæði orð í íslensku hafa að meðaltali. Aftur á móti rannsakaði Magnús Snædal dósent hversu mörg atkvæði geti verið í orði og birti hann niðurstöður sínar í tímaritinu Íslenskt mál 14:173-207 undir heitinu „Hve langt má orðið vera”. Könnun h...
Hver er uppruni orðsins sími?
Upphafleg spurning var í heild sem hér segir:Hver er uppruni orðsins sími? Er þetta gamalt orð eða nýsmíði? Ef þetta er gamalt orð, hver var þá upphafleg merking þess? Ef þetta er nýtt orð, hver var þá hugsunin á bak við þá smíði?Orðið sími er gamalt í málinu. Það var þó einkum notað í hvorugkyni, síma, í merki...
Hvar og hvenær var tokkaríska töluð og af hverjum? Er eitthvert tungumál komið af tokkarísku?
Svar í hnotskurn: Tokkarísku málin tvö, sem yfirleitt eru táknuð “A” og “B” eða kölluð austur- og vesturtokkaríska, voru töluð af afkomendum indóevrópsks þjóðflokks í norðanverðri Tarim-lægð, sem er á sjálfstjórnarsvæðinu Sinkíang í Vestur-Kína. Tokkarísku málheimildirnar eru frá því um 500 til 900 eftir Krist...
Hvað er þúsundfætla með marga fætur?
Þúsundfætlur hafa allt að 200 pör af fótum. Tvö pör eru á hverjum lið fyrir utan fyrsta liðinn (höfuðið), sem er fótalaus, og næstu þrjá liði, sem eru með eitt par af fótum hver. Einnig er hver liður (fyrir utan fyrstu fjóra) með tvö pör af innri líffærum, svo sem tvö pör af taugahnoðum og tvö pör af slagæðum...
Af hverju segjum við að klukkan sé fjögur en ekki klukkan er fjórar?
Þegar við tilgreinum tímasetningu notum við töluorð í hvorugkyni – segjum klukkan er eitt / tvö / þrjú / fjögur. Við sem eigum íslensku að móðurmáli tökum yfirleitt ekki eftir því að þetta sé neitt skrítið en það veldur oft heilabrotum hjá þeim sem eru að læra íslensku sem annað mál. Lýsingarorð og beygjanleg töl...