Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5207 svör fundust
Hvaða rannsóknir hefur Jón Ólafsson stundað?
Jón Ólafsson er prófessor við Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Hann sinnir kennslu og rannsóknum á sviði menningarfræði við Íslensku- og menningardeild og í Rússlandsfræðum við Mála- og menningardeild. Jón er fæddur í Reykjavík 1964. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð vorið 1984 og BA-prófi...
Hvaða rannsóknir hefur Þorgerður H. Þorvaldsdóttir stundað?
Þorgerður H. Þorvaldsdóttir, var sagn- og kynjafræðingur og sjálfstætt starfandi fræðimaður í ReykjavíkurAkademíunni og sérfræðingur hjá Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands. Hún vann að fjölbreyttum rannsóknarverkefnum, sem flest snérust með einum eða öðrum hætti um jafnrétti í víðum skilningi, kynjaða menningu og ky...
Hvað hefur vísindamaðurinn Viggó Þór Marteinsson rannsakað?
Viggó Þór Marteinsson er sérfræðingur í örverufræði og lektor við Matvæla- og næringardeild Háskóla Íslands ásamt því að vera faglegur leiðtogi á sviði rannsókna og nýsköpunar hjá Matís ohf. Örverufræði er fag sem tengist þverfaglega öðrum fræðasviðum eins og líffræði, líftækni, matvælafræði, jarðfræði, læknis...
Hvers konar tónlistarstefna er impressjónismi?
Hugtakið impressjónismi tengdist í upphafi myndlist franskra málara á síðasta fjórðungi 19. aldar. Þá tóku ýmsir listamenn upp á því að mála verk sem brutu gegn hefðbundnum stíl frásagnarmyndlistar. Í stað þess að láta málverkin túlka hefðbundna goðsögu eða annars konar frásögn, lögðu þeir aðaláherslu á ýmis konar...
Hvað er expressjónismi í tónlist?
Hugtakið expressjónismi kom fyrst fram í myndlist en var síðar tengt við stefnu í tónlist. Stefnan spratt fram við upphaf 20. aldar, meðal annars sem andóf gegn impressjónisma, enda hugtökin andstæð. Impression merkir áhrif og er þar átt við áhrif hins ytri veruleika á listamanninn. Expression merkir hins vegar tj...
Hvaða áhrif hafði kreppan mikla á Ísland og Íslendinga?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Hvað gerðist í kreppunni á Íslandi árið 1929? Einnig hefur verið spurt:Kreppan mikla á Íslandi, hvaða áhrif hafði hún á heimili og atvinnulíf? Hvaða áhrif hafði kreppan (um 1930) á Ísland? Á fyrstu áratugum 20. aldar var Ísland komið í hóp þeirra landa sem mesta utanrí...
Hefur hár aldur og hægari líkamsstarfsemi áhrif á það hvernig við skynjum hraða tímans?
Í stuttu máli má segja að skynjun fólks á hraða tímans sé mjög breytileg, bæði eftir aldri, virkni og öðrum aðstæðum. Við vitum til dæmis að til er aldrað fólk sem er ekki síður frískt og nýtur lífsins en þeir sem yngri eru. En hjá hverjum og einum verða þó ákveðnar aldurstengdar breytingar sem hægja á hreyfingum ...
Hvað snýr upp og hvað niður í veröldinni samkvæmt Biblíunni annars vegar og raunvísindum hins vegar?
Vísindavefnum hafa borist margar spurningar um efni sem tengist þessu. Meðal annars bendum við þá á eftirfarandi svör:Samrýmist það vísindalegri hugsun að lífverur hafi þróast úr dauðum efnum án sköpunar?Hvað gerist ef vísindin sanna að Guð er ekki til og var aldrei til?Hvenær kviknaði líf á jörðinni og hvers vegn...
Af hverju þurfa mæður alltaf að vera svona forvitnar og tilætlunarsamar?
Auðvelt væri að svara þessari spurningu út frá almennu viðhorfi og ef til vill fordómum um „eðli kynjanna” sem svo oft er vísað til í daglegu lífi. Kunnara er en frá þurfi að segja að konur eru til dæmis almennt álitnar forvitnari - í merkingunni rýnandi eða hnýsinn - en karlar. Þær eru álitnar málglaðari, skrafhr...
Gerði Elísabet I Englandsdrottning eitthvað merkilegt?
Elísabet I hefur af sumum verið álitin „farsælasti stjórnandi Englands“. Hún fæddist árið 1533 og var dóttir Hinriks VIII Englandskonungs og Önnu Boleyn. Hinrik var þá nýskilinn við fyrri eiginkonu sína, Katrínu frá Aragóníu, sem hann hafði verið giftur í rúmlega tuttugu ár. Öll börn þeirra höfðu fæðst andvana eða...
Hvað getið þið sagt mér um köfun sjófugla?
Nafnið sjófuglar á við fugla sem lifa í nánum tengslum við sjóinn. Fæða þeirra er að mestu eða öllu leyti sjávarfang og varpstöðvar eru yfirleitt við strandlengjuna. Sjófuglum má skipta í þrjá hópa eftir því hvort þeir nota fætur, vængi eða hvoru tveggja til sundsins (Storer, 1960b). Fuglar sem nota vængi til sund...
Getur maður dáið úr fuglaflensu?
Hvað er fuglaflensa? Hverjar eru líkurnar á að fuglaflensa berist til Íslands? Hverjar eru líkurnar á að fuglaflensuveiran stökkbreytist þannig að hún smitist manna á milli? Hver eru einkenni fuglaflensu? Hvernig smitast menn af fuglaflensu? Er til lækning við fuglaflensu? Er hætta á að fuglaflensan verði að...
Getið þið sagt mér allt um blettatígur?
Á erlendum tungum er blettatígurinn (Acinonyx jubatus) nefndur 'cheetah' sem upprunnið er úr hindí og þýðir sá blettótti. Hann er eini meðlimur undirættarinnar Acinonychinae enda byggingarlag hans frábrugðið öðrum kattardýrum. Bæði er hann grannvaxinn og hlutfallslega lappalengri en aðrir kettir. Fjölmörg önnur lí...
Hvert var helsta hlutverk klaustra á miðöldum?
Hér verður aðallega fjallað um nunnuklaustrin tvö á Íslandi: Kirkjubæjarklaustur og Reynistaðarklaustur. Frá því snemma á miðöldum voru klaustur helstu menningarstofnanir í Vestur-Evrópu. Þau geymdu og ávöxtuðu arf frá tímum Grikkja og Rómverja sem fléttaðist svo saman við kristnar kenningar. Sögur af helgum mö...
Hvernig dó Napóleon? Var honum byrlað eitur?
Napóleon Bónaparte (1769-1821), keisari Frakklands, er gjarnan talinn einn mesti hersnillingur allra tíma. Þeim sem vilja fræðast nánar um ævi hans er bent á svar sama höfundar við spurningunni Hver var Napóleon Bónaparte og hvað gerði hann svona merkan? Dauði Napóleons þykir líka áhugaverður og mikið hefur verið ...