Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 7064 svör fundust
Hver uppgötvaði kol?
Það er ekki hægt að segja til um hver var fyrstur manna til að gera sér grein fyrir því hvaða not mætti hafa af kolum. En í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvað eru steinkol og til hvers eru þau notuð? segir meðal annars: Kínverjar fóru að nota kol kringum Krists burð, Hopi-indíánar í vesturríkjum B...
Er hvíthol til?
Í svari Tryggva Þorgeirssonar við spurningunni "Hvað eru hvíthol?" segir: Hvíthol (e. white hole) eru algjörlega ímynduð fyrirbæri, það er reist á tilgátum, og líklegt er að þau séu ekki til í raun og veru. Samkvæmt kenningum eru hvíthol andstæður svarthola og senda frá sér agnir í stað þess að gleypa þær eins og...
Ég var að grúska í gamalli símaskrá frá 1941 og þar er mikið talað um símnefni, hvað er það?
Símnefni var stytt nafn eða sérstök nafnmynd fyrirtækis notuð til sparnaðar í símskeytum. Greiða þurfti fyrir hvert orð og kom sér þá vel að geta notað styttinguna. Í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans er til dæmis þetta dæmi úr tímaritinu Ægi frá 1914:Símnefni Jakobs Gunnlögssonar í Khöfn er: Starfsemi, Köbenhavn. ...
Hvað eru Doppler-hrif og hvernig getum við séð að stjarna er á leið til okkar eða frá?
Upphafleg spurning var sem hér segir:Hvað eru Doppler-hrif og hvernig getum við séð að stjarna er á leið til okkar eða frá? Eru það sömu áhrif sem sýna okkur að bíll er að nálgast eða fara burt?Margir hafa veitt því athygli að sírenuhljóð sjúkrabíls eru ekki þau sömu þegar hann nálgast okkur og þegar hann fjarlægi...
Valda kannabisefni varanlegum skemmdum á neytanda (ekki lungum)?
Neysla á kannabis fer oftast þannig fram að hann er reyktur. Þess vegna er eðlilegt að umfjöllun um skaðsemi kannabis miðist við það heilsutjón, sem kann að leiða af kannabisreykingum. Í kannabisplöntunni er urmull af efnum, sem berast út í reykinn þegar plantan er reykt. Sum þeirra ummyndast og breytast í ný efna...
Hvað eru öldrunarsjúkdómar?
Með hugtakinu öldrunarsjúkdómar er átt við sjúkdóma sem fyrst og fremst gera vart við sig á efstu árum og leiða til andlegrar eða líkamlegrar hrörnunar. Annað hugtak sem vert er að gefa gaum í þessu sambandi er aldurstengdar breytingar. Þá er átt við að allir vefir líkamans sýna einhvers konar breytingar sem te...
Hvað er firring (sem Karl Marx kallaði svo) og finnst hún í samfélaginu í dag?
Nú orðið er firring eitt kunnasta hugtak Marx, en raunar var svo ekki fyrrum. Ritin þar sem Marx fjallar beinlínis um það í skipulegu máli birtust æði seint, og stjórnmálahreyfingar sem störfuðu í hans nafni á 20. öld sýndu því lengst af lítinn áhuga. Síðar breyttist þetta, uns firring varð um tíma eins konar tísk...
Er eitthvert mark takandi á spádómum og þess háttar?
Spurningin í heild var sem hér segir:Er eitthvert mark takandi á spádómum, draumaráðningum og þess háttar?en síðari hlutanum verða gerð sérstök skil í öðru svari um drauma. Fleiri spurningar um svipuð efni hafa borist og er þeim jafnframt svarað hér. Meðal þessara spurninga má nefna:Er hægt að spá fyrir um fram...
Hversu hratt breiðast áhrif þyngdarafls út?
Hér er svarað eftirtöldum spurningum:Hversu hratt breiðast áhrif þyngdarafls út? (Björn Reynisson)Hvað er hlutur lengi að finna fyrir þyngdaráhrifum annars hlutar? „Samstundis“ eða með hraða ljóssins? (Jón Pétursson)Hversu hratt ferðast þyngdarkrafturinn? (Benjamín Sigurgeirsson)Verkar þyngdarafl í geimnum samstun...
Hvað var Gestapo og hvað gerðu menn þar?
Gestapo er stytting fyrir Geheime Staatspolizei sem þýðir Leynilögregla ríkisins. Hún var upphaflega mynduð innan prússnesku lögreglunnar, sem var sjálfstæð stofnun innan samnefnds héraðs í Þýskalandi fyrir stríð, og var henni ætlað að rannsaka og beita sér gegn andstæðingum nasista og Þriðja ríkisins. Síðar var s...
Er hægt að ferðast aftur í tímann?
Að ferðast fram í tímann er litlum vandkvæðum bundið, um þess háttar ferðalög er til að mynda hægt að lesa um í svari sama höfundar við spurningunni Er hægt að ferðast fram í tímann? Það er hins vegar miklu stærra vandamál að komast til baka og ekki er víst að tímaferðalög til fortíðarinnar séu yfirleitt möguleg. ...
Hvað er hnetuofnæmi og er til einhver lækning við því?
Hnetur skiptast almennt í jarðhnetur (e. peanuts, svo sem salthnetur) annars vegar og trjáhnetur hins vegar (svo sem heslihnetur, valhnetur, pekanhnetur, möndlur). Hnetur eru með algengustu ofnæmisvökum í fæðu og er jarðhnetan þeirra þekktust. Yfirleitt beinist ofnæmið að einni tegund af hnetum en þó er til að ei...
Af hverju er ekki bara hægt að skera æxlið í burtu þegar menn fá krabbamein?
Eðlilegt að spurt sé. Við heyrum gjarnan af því að einhver sem við könnumst við hafi greinst með krabbamein og að sá hafi í kjölfarið farið í aðgerð til þess að fjarlægja æxlið. Oft heyrum við líka ekki annað en að vel hafi til tekist enda viðkomandi í flestum tilvikum alveg eins og hann á að sér í framhaldinu, þe...
Er algengara að fá ofnæmi þegar maður eldist?
Ofnæmi getur komið fram hvenær sem er á ævinni, jafnvel á fósturskeiði. Það fer eftir ofnæminu sem um ræðir hvort það er algengara á unga aldri eða seinna á ævinni. Sumt fæðuofnæmi kemur fram á fyrsta æviárinu, til dæmis mjólkurofnæmi, eggjaofnæmi og hnetuofnæmi. Oft vaxa börn upp úr fæðuofnæmi eftir nokkur ár en ...
Hvað veldur sykurfalli og hverjar eru afleiðingar þess á líðan einstaklings?
Blóðsykurfall (e. hypoglycemia), einnig kallað insúlínviðbragð (e. insulin reaction) eða insúlínlost (e. insulin shock), er ástand sem einkennist af lágum blóðsykri (glúkósa í blóði). Oft er miðað við blóðsykurgildi undir 4 mmól/l, en þetta getur verið einstaklingsbundið og mikilvægt að þeir sem eru með sykursýki ...