Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8492 svör fundust
Getið þið gefið mér einhverjar upplýsingar um útfærslu landhelginnar og þorskastríðið?
Saga landhelgismálsins og þorskastríðanna getur talist löng eða stutt, eftir því hvernig á það er litið. Þorskastríðin voru í raun þrjú og áttu sér stað á árunum eftir seinni heimsstyrjöld. Á hinn bóginn hefur öldum saman verið deilt um landhelgi og fiskveiðiréttindi hér við land. Þegar Ísland komst undir vald ...
Af hverju fljóta hlutir?
Allir hlutir hafa eðlismassa en eðlismassa hlutar er hlutfallið á milli massa hlutarins og rúmmáls hans. Vatn hefur eðlismassann 1 kg/l en það þýðir að 1 lítri af vatni er 1 kg að þyngd. Þeir hlutir sem eru með meiri eðlismassa en vatn sökkva þá í vatni en hlutir sem eru með minni eðlismassa fljóta. Sumar olíur...
Hvernig var menntun í Róm til forna? Var það bara yfirstéttin og drengir sem fengu æskilega menntun?
Menntun Rómverja gat verið nokkuð mismunandi eftir stétt og samfélagsstöðu og tók auk þess breytingum í aldanna rás. Í fyrstu voru börn menntuð heima hjá sér en snemma var farið að fela sérstökum kennurum að mennta börnin. Á 3. öld f.Kr. voru komnir sérstakir barnaskólar sem fólk gat sent börnin í en einnig var al...
Hvernig komst Adolf Hitler til valda?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað varð til þess að Hitler komst til valda? Þetta er ágætis spurning enda fróðlegt að skoða hvernig Þýskaland gat breyst úr lýðræðisríki í einræðisríki á innan við tveimur árum. Í svarinu verður stiklað á stóru en sagan er auðvitað mun flóknari. Nánast allir einræðisherrar...
Hvernig myndast svarthol í geimnum?
Talið er að massamiklar stjörnur endi æviskeið sitt sem svarthol. Slík svarthol verða til er kjarnar stjarnanna, sem eru orðnir geysiþéttir, falla saman undan eigin massa. Stór svarthol geta einnig myndast á svipaðan hátt í miðjum vetrarbrauta og dulstirna. Í þriðja lagi kunna lítil svarthol að hafa orðið til í Mi...
Er merkjanlegur áherslumunur í fréttaflutningi milli fjölmiðla, svo sem dagblaða, útvarps og sjónvarps?
Segja má að miðlarnir hafi áhrif á fréttaflutning á tvennan hátt, annars vegar hvað er í fréttum og hins vegar hvernig fréttir eru settar fram. Í eðli sínu er prentmiðlarnir og ljósvakamiðlarnir mjög ólíkir miðlar sem gera þar af leiðandi ólíkar kröfur til notenda sinna. Prentmiðlarnir, dagblöð og tímarit, ha...
Er anarkismi pólitísk stefna? Ef svo er, hvernig þá?
Hugtakið anarkismi, eða stjórnleysisstefna, er í stjórnmálafræði notað yfir þá hugsjón að samfélagið geti, og skuli, stjórnast án miðstýrðs ríkisvalds. Stjórnleysi í þessum skilningi felur ekki í sér fullkomið skipulagsleysi eða upplausn, heldur hitt að skipulagið sé að öllu leyti sjálfsprottið. Þannig merkir grís...
Hver var Ludwig Wittgenstein og hvert var framlag hans til heimspekinnar?
Ludwig Wittgenstein fæddist í Vínarborg þann 26. apríl 1889. Hann stundaði nám í vélaverkfræði en fékk áhuga á heimspekilegum undirstöðum stærðfræðinnar og hóf nám í rökfræði hjá Bertrand Russell við Cambridge-háskóla. Í fyrri heimsstyrjöldinni var hann í austurríska hernum en að stríði loknu gaf hann út bókina Tr...
Af hverju dó tasmaníutígurinn út?
Tasmaníutígurinn (Thylacinus cynocephalus), líka kallaður tasmaníuúlfur, var stærsta ránpokadýr nútímans. Heimkynni hans voru á Papúa Nýju-Gíneu og meginlandi Ástralíu auk eyjunnar Tasmaníu sem tegundin er kennd við. Talið er að tasmaníutígurinn hafi verið horfinn af meginlandi Ástralíu fyrir um tvö þúsund áru...
Hvernig er hægt að láta jöfnuna 5 + 5 + 5 = 550 standast með því að bæta við einu striki?
Hægt er að láta útreikningana 5 + 5 + 5 = 550 standast á að minnsta kosti tvennan hátt með því að bæta við einu striki. Í fyrsta lagi má setja strik þvert á "jafnt og" merkið til að fá út "ekki jafn og" merkið og þá stendur 5 + 5 + 5 er ekki jafnt og 550 sem er alveg rétt. Skemmtilegri aðferð er þó sú ...
Hvar getur maður fundið nánari skilgreiningu á E-efnum, til dæmis E 440, E 330, E 104, hvað þau innihalda nákvæmlega?
E-efni eða aukefni eru notuð við framleiðslu matvæla til að hafa áhrif á bragð, lit, geymsluþol og fleira. Aukefnum eru gefin E-númer þegar vísindanefnd Evrópusambandsins (ESB) hefur viðurkennt efnin og ESB sett samræmdar reglur um notkun þeirra. E-merking aukefna er því trygging fyrir því að fjallað hefur verið u...
Hver er uppruni orðatiltækisins „að komast upp með eitthvað”, og af hverju er sagt „komast upp”?
Ekki er ljóst hversu gamalt orðasambandið komast upp með e-ð er í málinu. Það virðist ekki koma fyrir í fornu máli og dæmi Orðabókar Háskólans eru fremur ung. Þó hefur það verið notað alla síðustu öld. Sagnarsambandið koma e-u/e-m upp er þekkt í fornu máli í fleiri en einni merkingu. Það getur til dæmis merkt ...
Hvernig lítur hreysiköttur út?
Hreysikötturinn (Mustela erminea) er rándýr af marðardýraætt. Hann lifir á norðlægum slóðum allt í kringum norðurpólinn í Evrasíu og Norður-Ameríku. Útbreiðslusvæði hans nær vel suður fyrir barrskógabeltið á sumum svæðum, til dæmis suður á sléttur Mið-Asíu, það er að segja til Úsbekistan og Tadsjikistan sem áður ...
Hvort eru geisladiskar lesnir ofan frá eða neðan í geislaspilurum?
Geisladiskar eru lesnir neðan frá í geislaspilurum. Þannig er rangt að tala um að setja geisladisk undir geislann, rétt eins og talað er um að láta hljómplötu undir nálina. Réttara er að segjast setja diskinn yfir geislann. Annar munur á geisladiskum og hljómplötum er sá að geisladiskar eru lesnir frá miðju ...
Af hverju fær maður bauga undir augun?
Það geta verið nokkrar ástæður fyrir baugum undir augum. Húðin undir augunum er mjög þunn og með aldrinum þynnist hún. Hún virðist þá dekkri en ella vegna smárra æða sem verða þá greinilegri og gefa húðinni dökkan blæ. Einnig getur litarefnið melanín sem meðal annars veldur því að við verðum sólbrún valdið því ...