Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5550 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju vex mosi svona hægt?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvað er mosi lengi að vaxa og af hverju vex hann svona hægt? Ársvöxtur mosa er mjög breytilegur og mælingar á lengdarvexti sýna allt frá örfáum mm upp í 7 cm á ári. Umhverfisaðstæður skýra að mestu breytileikann í vexti mosa þó að hámarksvöxtur fari eitthvað eftir te...

category-iconLæknisfræði

Hvað getið þið sagt mér um sjúkdóminn hjarnahvítukyrking?

Hjarnahvítukyrkingur (e. leukodystrophy) er flokkur sjaldgæfra arfgengra taugasjúkdóma sem einkennast af hrörnun hvíta efnis heilans vegna ófullkomins vaxtar eða þroska mýlisslíðursins (e. myelin sheath) umhverfis taugunga (e. neurons). Margir sjúkdómar teljast til hjarnahvítukyrkinga og einkenni og framgangur þe...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað hefur vísindamaðurinn Steinunn Kristjánsdóttir rannsakað?

Steinunn Kristjánsdóttir er prófessor í fornleifafræði við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Helstu rannsóknasvið hennar eru miðaldafornleifafræði, norræn fornleifafræði, kirkjusaga, klausturfornleifafræði, kynjafornleifafræði, þróun húsagerða og miðlun vísindalegrar þekkingar. Steinunn stjórnaði fo...

category-iconLögfræði

Hvað er stríðsglæpamaður?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað er stríðsglæpamaður? Hvað þarftu að vera búinn að gera til þess að vera þekktur sem stríðsglæpamaður? Einfaldast er að svara spurningunni þannig að stríðsglæpamenn eru þeir sem hafa verið sakfelldir fyrir stríðsglæpi af viðurkenndum dómstól. Hér á landi mætti þess vegna v...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu lítið gat kemst stari í gegn um til að gera sér hreiður?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað má gatið vera stórt eða lítið svo starinn komist í gegn til að gera sér til hreiður? Of mikið nábýli við starann (Sturnus vulgaris) þykir lítt eftirsóknarvert því hann ber með sér fuglafló sem getur lagst á fólk og valdið óþægindum. Þess vegna fylgir því sjaldnast...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um dýralífið í Namibíu?

Namibía er eitt þurrasta land í Afríku sunnan Sahara. Engu að síður er þar fjölbreytt vistkerfi, allt frá eyðimörkum til gresjusvæða og votlendis. Dýralíf í landinu ber að mörgu leyti svipmót dæmigerðrar fánu suðurhluta Afríku en þar finnast óvenju margar einlendar tegundir (e. endemic), það er tegundir sem finnas...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvaðan komu veirur og hvenær urðu þær til?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver er uppruni veira og hver er saga þeirra? Hafa þær alltaf verið til? Allt líf á jörðinni er af einum meiði. Þetta staðfesta nokkrar staðreyndir, erfðaefnið (DNA) og táknmálið er það sama í öllum lífverum,[1] og örvhentar amínósýrur (e. left handed amino acids) eru ...

category-iconSálfræði

Hver var Sigmund Freud, hverjar eru kenningar hans um mannshugann og hvert er gildi þeirra í dag?

Sigmund Freud (1856-1939) var geð- og taugalæknir sem starfaði á seinni hluta 19. aldar og fyrri hluta 20. aldar. Freud var jafnframt einn helsti upphafsmaður sálgreiningar (e. psychoanalysis), en það er safn hugmynda sem lýtur að starfsemi hugans, geðrænum kvillum, uppbyggingu og starfsemi samfélagsins, greiningu...

category-iconHeimspeki

Hvaða áhrif hafði Aristóteles á miðöldum og fyrir hvað var hann þekktur?

Aristóteles var þekktastur og áhrifamestur heimspekinga á miðöldum og með nokkrum rétti mætti kalla 12. og 13. öld aldir Aristótelesar. Þegar Tómas frá Akvínó vísar til Aristótelesar í ritum sínum lætur hann sér nægja að kalla hann “heimspekinginn” – allir vita við hvern er átt. Rit Aristótelesar voru uppgötvuð sm...

category-iconVísindi almennt

Getur orðið sjálfsíkviknun í fólki, samanber móður Jakobs ærlega?

Í fyrsta kafla sögunnar Jakob ærlegur eftir enska rithöfundinn Frederick Marryat (1792-1848), segir frá drykkfelldri móður aðalsöguhetjunnar. Þegar yngri bróðir Jakobs drukknar huggar faðir Jakobs eiginkonu sína með því að færa henni stóran tebolla af gini. Eins og segir í sögunni þurfti hún að „fá nokkrum sinnum ...

category-iconUnga fólkið svarar

Getið þið sagt mér sögu Titanic?

Eitt þekktasta og mannskæðasta sjóslys allra tíma varð 15. apríl árið 1912 þegar risaskipið RMS Titanic fórst með um 1.500 manns. Titanic var á þessum tíma eitt stærsta gufuknúna farþegaskip í heimi. Skipið var 269 m langt og 28 metra breitt, eigin þyngd þess var 46.328 tonn en mögulegur heildarþungi skipsins,...

category-iconLæknisfræði

Hvað getur orsakað mænuskaða og er hægt að lækna hann?

Ýmislegt getur orsakað mænuskaða, svo sem áverkar á andliti, hálsi, höfði, brjóstkassa eða baki. Slíkt getur hent eftir bílslys, lendingu á höfði, árekstur í íþróttum, fall úr mikilli hæð, eftir dýfingaslys, rafstuð eða mikinn snúning um miðju líkamans. Auk þess mætti nefna áverka eftir byssukúlu eða hnífsstungu. ...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað getið þið sagt mér um bókasafn Alexanders mikla, átti hann margar bækur?

Engum sögum fer af neinu bókasafni í persónulegri eigu Alexanders mikla. Á hans tíma var sennilega merkasta bókasafn heims einkabókasafn Aristótelesar, kennara hans. Þegar á fimmtu öld f.Kr. var orðinn til markaður fyrir bókasölu í Aþenu og hægt að fá þar ódýrar bækur. Eflaust hafa sumir eignast fleiri bækur en...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig væri heimurinn ef allir væru grænmetisætur?

Spurning Kristjáns hljóðaði svona: Ef allir jarðarbúar væru grænmetisætur, væri þá nóg til af landi til að rækta allt fyrir jarðarbúa? Maðurinn hefur lengi stundað ósjálfbæra landnýtingu[1]. Það þýðir að land er víða mjög illa farið vegna ofbeitar og búskapur hefur ekki verið stundaður í sátt og samlyndi við...

category-iconLæknisfræði

Hvenær voru fyrstu þungunarprófin framkvæmd á Íslandi og með hvaða hætti?

Skriflegar heimildir um notkun þungunarprófa á Íslandi á síðustu öld eru af mjög skornum skammti. Það sem hér fer á eftir er að miklu leyti byggt á munnlegum upplýsingum sem íslenskir læknar, meinatæknar, lyfjafræðingar og leikmenn hafa gefið eftir minni. Þungunarhormónið hCG (e. human chorionic gonadotropin) h...

Fleiri niðurstöður