Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvað eru kraftar Londons?
Venjulegar sameindir (e. molecules) eru óhlaðnar sem heild og þess vegna verka ekki milli þeirra neinir rafkraftar af venjulegustu gerð, það er að segja svokallaðir Coulomb-kraftar milli hlaðinna efniseinda. Hins vegar er jákvæð hleðsla í atómkjörnum sameindarinnar og jafnstór neikvæð hleðsla í rafeindum hennar sa...
Eru til tenntir fuglar?
Nú á dögum finnast engir tenntir fuglar. Margir fræðimenn telja að gen sem stuðla að tannvexti hafi stökkbreyst og orðið óvirk í fuglum fyrir um 70 milljónum ára. Steingerðar leifar af mörgum forsögulegum fuglategundum benda til þess að þær hafi verið tenntar líkt og áar þeirra skriðdýrin. Öglir (Archaeopteryx), s...
Hvaða efni eru snefilefni?
Snefilefni er þýðing á enska hugtakinu 'trace element' og er samheiti yfir nokkur frumefni sem finna má í mjög litlu magni í pöntu- og dýraríkinu. Til að geta flokkað frumefni sem snefilefni verður magn þess af heildarmagni frumefna lífverunnar að vera minna en 0,01%. Þessi frumefni, sem flest eru málmar, eiga...
Hvernig eru lifnaðarhættir adeliemörgæsa?
Adeliemörgæsin (Pygoscelis adeliae) er meðal smæstu núlifandi tegunda mörgæsa í heiminum, um 3-5 kg að þyngd og um 70 cm á hæð. Heimkynni adeliemörgæsarinnar er Suðurskautslandið og nokkrar aðliggjandi eyjar og er hún eina mörgæsin fyrir utan keisaramörgæsina (Aptenodytes forsteri) sem verpir á Suðurskautsland...
Hvað eru LIBOR-vextir?
Skammstöfun LIBOR stendur fyrir London Interbank Offered Rate. Hún vísar til þeirra vaxta sem bjóðast á lánum á millibankamarkaði í London. Reiknaðir eru LIBOR-vextir fyrir nokkra af helstu gjaldmiðlum heims. Sem dæmi má nefna að þann 24. febrúar 2005 voru LIBOR-vextir til eins mánaðar í evrum 2,10%, í pundum 4,85...
Hvað eru kemísk efni?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvað eru kemísk efni? Eru þau í snyrtivörum? Eru kemísk efni hættuleg? Í daglegu tali heyrist oft talað um kemísk efni. Þessi nafngift er villandi þar sem "kemískt" merkir "efnafræðilegt" og kemísk efni eru því einfaldlega efni. Svo virðist sem hugtakið sé aðallega no...
Hvað eru útfjólubláir geislar?
Útfjólublá geislun er rafsegulgeislun með styttri bylgjulengd og hærri orku en sýnilegt ljós. Við sjáum ekki útfjólubláa geisla með berum augum en sumir fuglar, fiskar og skordýr geta greint þessa geislun. Í rófi rafsegulbylgna er útfjólublá geislun milli sýnilegs ljóss og röntgengeislunar. Bylgjulengd útfjólub...
Hver eru einkenni ebóluveirunnar?
Við eigum svar við þessari spurningu. Þú getur lesið það með því að smella hér. Í svarinu kemur fram að veiran dragi nafn sitt af ánni Ebólu í Austur-Kongó þar sem veiran kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1976. Þar segir ennfremur: Ebóla veldur því að frumur og vefir skemmast. Fyrstu einkenni ebólublæðingarsó...
Úr hverju eru neglurnar?
Neglur eru gerðar úr dauðum frumum rétt eins og hárið á okkur. Í nöglunum eru dauðar hyrnisfrumur húðþekkjunnar þéttpakkaðar, en hyrni er prótín sem er meginuppistaðan í hári, fjöðrum fugla, hornum dýra og klóm. Neglurnar á okkur gegna sama hlutverki og klær á öðrum dýrum, við getum til dæmis klórað okkur með þ...
Eru bleikháfar hættulegir mönnum?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Er til bleikháfur og ef svo er hversu hættulegur er hann mönnum? Samkvæmt Sjávardýraorðabók Gunnars Jónssonar fiskifræðings gengur hákarlategundin Carcharhinus leucas undir heitinu bleikháfur á íslensku. Tegundin er þó kunnari undir heitinu nautháfur sem er bein þýðing á enska h...
Hvað eru bráðger börn?
Hugtakið bráðger er notað yfir börn sem talin eru búa yfir óvenju miklum hæfileikum í samanburði við jafnaldra sína. Nákvæmlega á hvaða sviðum þessir hæfileikar liggja eða hversu mikið börnin taka fram úr því sem þykir í meðallagi er þó ekki ljóst. Fjölmargar skilgreiningar hafa verið settar fram til að reyna að ú...
Hvernig eru kívíávextir ræktaðir?
Kívíávextir, eða loðber, eru aldin klifurplantna af ættkvíslinni Actinidia; Wikipedia nefnir Actinidia deliciosa og Encyclopædia Britannica Actinidia chinensis. Hægt er að lesa meira um kívíávöxtinn í svarinu Úr hvaða tveimur ávöxtum er kívíávöxtur búinn til? eftir EMB. Einnig má benda á svar Jóns Más Halldórsso...
Hvernig eru kyrkislöngur flokkaðar?
Í dýrafræðinni er ekki til sérstakur flokkunarhópur fyrir kyrkislöngur, heldur vísar heitið til slangna sem kremja og kreista bráð sína til dauða frekar en að bíta hana og lama með eitri. Stærstu slöngur heims eru kyrkislöngur og þær eru jafnframt meðal þyngstu skriðdýra á eftir krókódílum og stærstu skjaldbökum. ...
Hvernig dýr eru sæapar?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Hvernig dýr eru sæapar eða "seamonkeys" og hvar lifa þau? Dýr það sem á ensku nefnist Sea-Monkey mætti kannski kalla sæapa á íslensku. Um er að ræða ræktað afbrigði af saltkefa (Artemia salina), en það er smávaxið krabbadýr af ættbálki tálknfætlna (Branchiopoda) og ættkvísl s...
Hvað eru stjörnurnar margar?
Enginn veit nákvæmlega hvað stjörnurnar í alheiminum eru margar. Aftur á móti er vitað að fjöldi þeirra er ótrúlega mikill. Í svarinu Hvað eru margar stjörnur í geimnum? eftir Sævar Helga Bragason og Tryggva Þorgeirsson kemur fram að gróft áætlað séu stjörnurnar í sýnilegum alheimi 20.000 milljarðar milljarða ...