Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1056 svör fundust
Hvað er að gera dauðaleit að einhverju?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvaðan kemur orðatiltækið „að gera dauðaleit“ að einhverju? Þegar einhver persóna skilar sér ekki heim á tilsettum tíma er yfirleitt fyrst farið að spyrjast fyrir um hana í nærumhverfi en síðan tekur við leit ef grunur leikur á að ekki sé allt með felldu. Fólk tekur si...
Hvernig mynduðust Vatnsdalshólar?
Í byrjun síðustu aldar kom Þorvaldur Thoroddsen fram með hugmyndir um myndun Vatnsdalshóla, yst í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu. Taldi hann að hólarnir væru af jökulrænum uppruna og hefðu myndast við það að skriða féll á jökul sem svo bar efnið fram og myndaði jökulgarða þar sem nú eru Vatnsdalshólar. Á fj...
Er vitað hvernig Skessugarður myndaðist?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Er vitað hvernig Skessugarður inn við Sænautafell/Grjótháls myndaðist og er fleiri slíkar myndanir að finna víðar á landinu? Skessugarður er mikill ruðningshryggur gerður úr ferlegu, dílóttu stórgrýti og liggur þvert yfir Grjótgarðsháls frá vestri til austurs, vestan við Grjótg...
Hvað er rafdrægni?
Rafdrægni (einnig kallað rafneikvæðni, e. electronegativity) er mælikvarði á tilhneigingu frumeindar til að draga til sín rafeindir úr efnatengi. Bandaríski efnafræðingurinn Linus Pauling (1901-1994) setti fram hugmyndina um rafdrægni árið 1932 en þessi eiginleiki er reiknaður út frá öðrum eiginleikum frumeindanna...
Af hverju heitir hlaupár þessu nafni?
Með hlaupári er átt við almanaksár sem er einum degi lengra en venjulegt ár, og er þá 366 dagar en ekki 365. Í svokölluðum nýja stíl (gregoríanska tímatalinu) er hlaupár þegar talan fjórir gengur upp í ártalinu. Undanskilin reglunni eru aldamótaár, en þau eru ekki hlaupár nema talan 400 gangi upp í ártalinu. Aukad...
Voru geðsjúkdómar jafnalgengir fyrr á tímum eins og núna?
Geðlæknisfræðin hefur gjörbreyst á síðustu áratugum. Sennilega er tíðni ákveðinna geðsjúkdóma hin sama nú og áður eins og geðklofa og geðhvarfa, en mörg önnur vandamál hafa aukist allverulega. Geðlækningar sinna núna alls konar tilvistarvandamálum, kvíða, fælni og samskiptavandamálum. Þessi vandamál hafa sennilega...
Átti Hitler konu og börn?
Adolf Hitler (1889-1945), leiðtogi þýska nasistaflokksins og kanslari Þýskalands, átti eiginkonu í tæpa tvo sólahringa. Þann 29. apríl 1945 gekk hann í hjónaband með Evu Braun (1912-1945), ástkonu sinni til margra ára. Þann 30. apríl sviptu þau sig lífi, hún tók inn blásýru en talið er að Hitler hafi skotið sig s...
Hversu löng er „langa hríð“?
Í heild hljóðaði spurninginni svona:Getur orðtakið „langa hríð“ vísað til margra ára eða jafnvel áratuga í nútímaíslensku? Væntanlega hefur þetta átt við um nokkra daga í mesta lagi. Orðið hríð hefur margar merkingar og meðal þeirra er merkingin ‘tímaskeið, stund, lota’. Það þekkist einnig í öðrum Norðurlandam...
Breytist kennitala einstaklings ef hann skiptir um kyn?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Sæl verið þið. Nú skiptir einstaklingur um kyn. Breytist kennitalan við það? Kennitala er tíu stafa auðkennisnúmer sem allir einstaklingar skráðir hjá Þjóðskrá Íslands hafa. Hver kennitala er einstök, en það merkir að engar tvær kennitölur eru eins. Öll börn sem fæðast...
Hvar er Páskaeyja?
Páskaeyja (e. Easter Island) er 166 km2 eyja á Kyrrahafi. Hún er tæplega 4.000 km fyrir vestan Síle í Suður-Ameríku og hefur verið undir stjórn Síle síðan 1888. Eyjan kom upp úr hafinu fyrir rúmum 10.000 árum. Fornleifar benda til þess að eyjan hafi verið uppgötvuð af Pólýnesíumönnum um 400 árum eftir Krist. Hæ...
Hvað standa jarðgöng lengi?
Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er það haft að leiðarljósi við jarðgangagerð að gatið sem slíkt með styrkingum standi í hundrað ár, og sem dæmi má nefna að í Noregi eru til 100 ára gömul göng í notkun. Þá er líklega hægt að endurstyrkja, setja fleiri bolta og sprauta steypu. Rafmagnsbúnaðurinn í göngum endis...
Eru guðstrú og vísindahyggja með öllu ósamrýmanleg?
Stutta svar höfundar er nei, það er guðstrú og vísindahyggja eru ekki með öllu ósamrýmanleg. Svar við spurningunni er þó umdeilanlegt og hlýtur að vera háð reynsluheimi og jafnvel trú eða trúleysi þess sem svarar. Í því tilliti er rétt að taka fram að umrætt svar er frá raunvísindamanni á sviði efna- og eðlisfræði...
Hvað var að gerast í sögu heimspekinnar um 1918?
Saga heimspekinnar er ákaflega margbrotin og getur reynst þrautinni þyngra að átta sig á hvað var efst á baugi á ákveðnu árabili. Þetta á sérstaklega við um upphaf tuttugustu aldar enda voru þá umbrotatímar og mikil gerjun átti sér stað. Þær hræringar má skoða í samhengi við það sem var helst að gerast í raunvísin...
Eru til margar gerðir af marglyttum? Eru þær miseitraðar og hvers vegna svíður okkur í hörundið undan þeim?
Til eru fjölmargar tegundir af marglyttum, sennilega um 200. Sumar tegundir geta orðið allt að 2 metrar í þvermál. Brennihvelja (Cyanea capillata) er ein stærsta marglyttutegund heims, getur orðið allt að 2 metrar í þvermál. Þessi tegund finnst við Ísland en ekki svona stórir einstaklingar. Ástæðan fyrir þv...
Er 1997 prímtala?
Kannski er fróðlegt fyrir lesendur að sjá hvernig hægt er að fara að til að komast að því hvort tiltekin tala er prímtala. Við byrjum á að hugsa okkur að talan sé skrifuð sem margfeldi tveggja náttúrlegra talna:1997 = n ∙ mþar sem n er náttúrleg tala stærri en einn og m þá sömuleiðis. Önnur af tölunum n ...