Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 541 svör fundust

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hefur neysla á sojaafurðum áhrif á öryggi pillunnar?

Sumar plöntuafurðir, eins og sojabaunir, innihalda svokölluð ísóflavón-efnasambönd sem stundum eru kölluð plöntuestrógen, því að þau líkjast estrógeni sem myndast í eggjastokkum kvenna. Estrógen, sem er samheiti yfir nokkur efnasambönd með svipaða verkun, er einnig annað aðalefnið í flestum getnaðarvarnarpillum, a...

category-iconHugvísindi

Er munur á orðunum sólhvörf og sólstöður eða merkja þau það sama?

Kvenkynsorðið sólstöður þekkist þegar í fornu máli og sama er að segja um hvorugkynsorðið sólhvörf í sömu merkingu. Í ritinu Stjórn, gamalli biblíuþýðingu frá 14. öld, segir til dæmis um sólstöður: sólin gengr þann tíma upp ok aukast hennar gangr eptir þá sólstöðuna sem á vetrinn verðr, en þeir sem Arabiam byggja...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig myndaðist Surtsey?

Surtsey myndaðist í neðansjávargosi í nóvember 1963, þar sem fyrir var um 130 m sjávardýpi. Framan af, meðan sjór komst í gíginn, tókust á vatn og glóandi hraunbráð með miklum sprengingum sem mynduðu gosösku og gjall. Eldingar voru tíðar í þessum þætti gossins. Gígurinn var nefndur Surtur en eyjan Surtsey. Um mána...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hefur geimfar lent á Títan?

Huygens-könnunarfarið er evrópski hluti Cassini-Huygens-leiðangursins sem rannsakar Satúrnus og tungl hans. Á jóladag árið 2004 losnaði Huygens frá Cassini geimfarinu og hóf 22 daga langt ferðalag til Títans, stærsta tungls Satúrnusar. Þann 15. janúar 2005 féll kanninn inn í lofthjúp Títans, sveif hægt og rólega n...

category-iconLæknisfræði

Hvað er listería og hver eru einkennin af sýkingu?

Listeria monocytogenes er baktería sem er víða í náttúrunni og finnst hjá fjölda dýrategunda. Hérlendis hefur hún verið til vandræða í sauðfé vegna fósturláts hjá kindum. Til eru 13 tegundir Listeria en einungis Listeria monocytogenes er sjúkdómsvaldandi í mönnum. Helsta smitleið bakteríunnar er með matvælum. L...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær kemur glæpon í íslenskt mál?

Nafnorðið glæpon er ekki gamalt í málinu. Eftir því sem næst verður komist fór það að skjóta upp kollinum í íslensku rétt fyrir miðja 20. öldina. Þá, eins og nú, merkti það 'glæpamann' eða 'bófa' en það hefur yfir sér óformlegan eða slangurkenndan blæ sem trúlega hefur dregið úr líkum á því að það birtist oft á pr...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað felst í útlenda orðinu parkour og er til einhver íslensk þýðing á parkour-hlaupi?

Parkour er upprunnið í Frakklandi og er heitið komið af franska orðinu „parcours“ sem merkir leið. Í stuttu máli snýst parkour um að komast á milli staða eins fljótt og hægt er, nota hindranir og skemmta sér í leiðinni. Parkour má stunda hvar sem er og algengast er að leikvöllurinn sé borgarumhverfi, svo sem veggi...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða skordýr ræðst á ánamaðka og drepur þá?

Höfundi er ekki kunnugt um að skordýr ráðist á ánamaðka til þess eins að drepa þá en vissulega eru til skordýr sem éta ánamaðka. Jarðvegsormar þeir sem við nefnum ánamaðka í daglegu tali, tilheyra allir ættinni Lumbricidae eða ánamaðkaætt og eru af flokki fáburstunga (Oligochaeta). Heimkynni ánamaðkaættar eru f...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig getur venjulegur tölvunotandi kælt örgjörva í -40°C?

Upphitun í örgjörvum (e. microprocessor) er vandamál sem vex með hverri kynslóð og fylgir auknum klukkuhraða þeirra. Hitni örgjörvi of mikið getur hann farið að hegða sér óeðlilega og jafnvel brætt úr sér. Sérstök vifta á móðurborði í nýlegum einkatölvum sér til þess að örgjörvinn haldist innan eðlilegra hitamarka...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig rækja lifir hér við land og hvert er atferli hennar?

Sú rækjutegund sem lifir hér við land kallast nú til dags aðeins rækja en til er eldra heitið stóri kampalampi (lat. Pandalus borealis). Rækjan er dæmigerð kaldsjávartegund og ein af þeim rúmlega 50 tegundum sem tilheyra ættinni Pandalidea. Pandalus borealis er langmest veidda kaldsjávarrækjutegund í heimi. Teg...

category-iconEfnafræði

Hvað er járnblendi og hvernig er það framleitt?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvað er gert í járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga? Hvað er járnblendi, til hvers er það notað og hvernig er það framleitt?Í járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga er framleitt kísiljárn (e. ferrosilicon). Meginafurðin er svokallað 75% kísiljárn, táknað FeSi75, sem innihe...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hver er glæpatíðni á Íslandi og hvernig hefur hún breyst?

Áður en hægt er að svara spurningunni þarf að skilgreina hugtakið glæpatíðni. Í daglegu tali er jafnan talað um afbrot þegar átt er við hegðun sem bönnuð er samkvæmt lögum. Hins vegar má skilja sem svo að glæpur vísi sérstaklega til alvarlegra afbrota og nái því til dæmis ekki yfir það að aka án þess að hafa ökus...

category-iconFöstudagssvar

Útskýrið í stuttu máli hverjir eru helstu kostir og gallar þess að vísindamenn breyti mannkyninu í hreina orku?

Svarið við þessari spurningu liggur nokkuð ljóst fyrir, eins og hér verður rakið. Afstæðiskenning Einsteins segir okkur að á milli massa og orku ríki sambandið E = mc2, þar sem E táknar orku, m stendur fyrir massa, og c er hraði ljóssins. Nú er hraði ljóssins um 300.000 km á sekúndu, svo lítill massi svarar til...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig eyðist Amasonskógurinn og hversu mikið af honum hverfur daglega og á einu ári?

Það var ekki fyrr en upp úr 1970 að regnskógareyðing fór að verða vandamál í Amasonregnskóginum og þá sérstaklega eftir að 5300 km löng hraðbraut (e. Trans Amazonian Highway) var lögð þvert í gegnum skóginn í Brasilíu árið 1972. Með hraðbrautinni jókst aðgangur manna að skóginum og hraði skógareyðingar margfaldaði...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver er hæsti aldur sem Íslendingur hefur náð?

Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað hét (heitir) langlífasti Íslendingurinn og hversu gömul/gamall varð viðkoman? Á Íslandi, eins og í langflestum löndum heims, er langlífi meira hjá konum en körlum og endurspeglast það vel í kynjaskiptingu þeirra Íslendinga sem elstir hafa orðið. Í árslok 2016 höfðu alls 36...

Fleiri niðurstöður