Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5745 svör fundust
Getur einstaklingur, sem er í öðru trúfélagi en þjóðkirkjunni, orðið forseti Íslands?
Um kjörgengi forseta á Íslandi segir í 4. grein stjórnarskrárinnar:Kjörgengur til forseta er hver 35 ára gamall maður, sem fullnægir skilyrðum kosningaréttar til Alþingis, að fráskildu búsetuskilyrðinu. Af þessu má draga þá ályktun að aðild að þjóðkirkjunni sé ekki skilyrði fyrir þann sem sækist eftir þessu æ...
Verður hægt að finna upp tæki sem kælir jafn hratt og örbylgjuofn hitar?
Undir náttúrulegum kringumstæðum streymir varmi milli tveggja misheitra hluta frá þeim heitari og til þess kaldari. Varmastreymið, og þar með hraði kælingar eða hitunar, eykst með varmaleiðni hlutanna og hitastigsmun þeirra. Þess vegna er mögulegt að kæla hluti mjög hratt með því til dæmis að láta þá snerta flöt s...
Er hægt að kafa undir Ísland eða er það fast á jarðskorpunni?
Samkvæmt skilningi jarðfræðinnar er Ísland svonefndur heitur reitur. Slíkir reitir myndast þar sem möttulstrókar rísa úr iðrum jarðar, sumir þeirra ná allt niður að mörkum jarðkjarna á 2.900 km dýpi. Undir Íslandi er möttulstrókur sem er um 200 km í þvermál og nær líklega alveg niður að mörkum möttuls og kjarna...
Hvers vegna ýtir flæði erlends fjármagns inn til landsins undir styrkingu krónunnar?
Erlent fjármagn getur flætt til landsins með ýmsum hætti. Til dæmis þannig að Íslendingar taka lán í erlendum myntum í útlöndum eða útlendingar fjárfesta á Íslandi. Ef féð er notað á Íslandi til að kaupa til dæmis innlendar eignir eða vinnu þarf að greiða fyrir kaupin með krónum. Erlent fjármagn getur flætt til ...
Eru lóðir undir hús virkilega nefndar eftir verkfæri til að mæla þyngd?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hvers vegna eru lóðir (land undir hús) nefndar eftir, að því er virðist, verkfæri til að mæla þyngd. Hver er uppruni orðsins lóð sem land undir hús? Til gamans má nefna að spyrjandi vinnur við að afmarka jarðir, lönd og lóðir Íslands. Nafnorðið lóð er til í tveimur kynjum, ...
Hvaða manngerða farartæki hefur komist hraðast?
Hraðskreiðasta farartæki sem gert hefur verið af mönnum er geimfarið Voyager 1 sem hefur verið á leið út að endimörkum sólkerfisins í um aldarfjórðung. Voyager 1 opnaði nýja sýn í heimi stjörnufræðinnar þegar hann flaug framhjá Júpíter og Satúrnus og Voyager 2 gerði slíkt hið sama þegar hann flaug framhjá Úran...
Getur einstaklingur lært og geymt lærdóm í heilanum endalaust og notfært sér hann?
Vísindamenn vita nú orðið margt um heilann í okkar, til að mynda það að hann getur geymt meira af upplýsingum en við gætum nokkurn tíma þurft að muna. Um þetta má til dæmis lesa í svari Sigurðar J. Grétarssonar við spurningunni Er geymslurými heilans óendanlegt? Við getum þess vegna svarað fyrri hluta spurningari...
Voru Daltonbræðurnir til?
Flestir aðdáendur Lukku-Lákabókanna kannast við Daltonbræður, bófana Ibba, Vibba, Kobba og Jobba, sem eru hver öðrum heimskari. Persónur þeirra eru að mestu uppspuni. Færri vita þó að aðrir fjórir Daltonbræður, sem sagðir eru frændur hinna fyrrnefndu, eru drepnir í einni af fyrstu Lukku-Lákasögunum. Þessir bræður ...
Er ekki einhver mótsögn fólgin í því að ef við ætlum að taka upp evru í stað "lélegrar" krónu þurfi fyrst að gera krónuna að "góðum" gjaldmiðli með því að uppfylla tiltekin skilyrði? Eru til leiðir til að nota upptöku evru til að "losna við lélega krónu"?
Þetta er góð spurning! Það er alveg rétt hjá spyrjanda að til að fá að taka upp evru þarf að uppfylla tiltekin skilyrði sem fela í sér að ná þarf góðum tökum á peningamálum og ríkisfjármálum áður. Skilyrðin nefnast Maastricht-skilyrðin og lesendum er bent á að kynna sér þau. Evrumyntir. Benda má þó á að ákvörð...
Má bræða íslenska mynt til þess að nota málminn úr henni?
Svarið við þessari spurningu er einfalt: Í lögum nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands og lögum nr. 22/1968 um gjaldmiðil Íslands er ekkert ákvæði að finna þar sem lagt er bann við því að eigendur íslenskrar myntar bræði hana og noti málminn í öðrum tilgangi. Því getur hver sem er brætt þá íslensku mynt sem hann á. ...
Tengist nafnorðið spjör sögninni spjara?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hverjar eru orðsifjar nafnorðsins spjör og sagnarinnar spjara? Liggja sifjabönd þar á milli? Tengsl eru milli nafnorðsins spjör ‘flík; tuska, fataleppur,…’ og sagnarinnar spjara ‘klæða sig, fara í spjarir’. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók er uppruninn indóevrópskur sama...
Af hverju heita egg skötunnar pétursskip?
Tindabikkjan sem er skötutegund gerir hylki utan um egg sín og ganga þau undir ýmsum nöfnum. Algengust eru pétursbudda og pétursskip en einnig eru þau nefnd pétursbörur, péturspungur og skötuskip. Orðabók Háskólans á dæmi um pétursskip og pétursbuddu frá síðari hluta 18. aldar en hin virðast öll yngri. Nafnið...
Hvaðan koma páskasiðirnir um kanínur, hænur, egg og annað slíkt?
Upphaflega voru spurningarnar þessar: Af hverju eru málshættir í páskaeggjum? (Þóra Björg) Hvernig tengjast hænur og hænuungar páskum? (Íris Björk) Hverjum datt fyrst í hug að búa til egg úr súkkulaði, fannst honum venjuleg egg ekki nógu góð? (Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson, f. 1989) Hvaðan koma páskaungarnir ...
Hvar myndast fellibyljir helst?
Fellibyljir eru skæðastir og algengastir á Kyrrahafi vestanverðu, norðan miðbaugs, frá dægurlínunni vestur til Filippseyja og Suður-Kína og norður til Japans. Á þessu svæði myndast að meðaltali um 20 fellibyljir á ári. Heldur færri, eða 10-12, myndast austan til á Kyrrahafi undan ströndum Mexíkó. Fellibyljir eru e...
Var vont veður og kalt allt árið 1918?
Upprunalega spurningin var: Hvernig var veðrið allt árið 1918, ekki bara frostaveturinn? Þegar ársins 1918 er minnst í Íslandssögunni þá eru nokkrir atburðir sem iðulega eru nefndir og þá helst að landið varð fullvalda, Katla gaus og spánska veikin herjaði á landsmenn. En ársins er líka minnst fyrir veðurfa...