Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3714 svör fundust

category-iconFélagsvísindi

Hvers vegna lækka verðtryggð lán ekki þegar verðbólga lækkar?

Verðtryggð lán á Íslandi hækka í takti við vísitölu neysluverðs. Sé verðbólga mikil þá hækkar vísitalan hratt og þá lánin líka. Sé verðbólga lítil þá hækkar vísitalan hægt og lánin sömuleiðis. Lánin geta líka lækkað vegna verðtryggingar en til þess að það gerist þá er ekki nóg að verðbólga minnki eða lækki, verðla...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða fisktegundir veiddust í Genesaretvatni þegar Jesús var uppi og hvaða fisktegundir veiðast þar enn?

Frá upphafi skráðrar sögu svæðisins við Genesaretvatn hefur vatnið verið ríkuleg uppspretta fæðu. Fjölmargir sem bjuggu við vatnið réru til fiskjar og hafa gert svo í þúsundir ára. Fornleifarannsóknir hafa leitt í ljós að snemma á bronsöld, eða á tímabilinu 3300-2300 f.Kr., voru stundaður fiskveiðar í vatninu. Eng...

category-iconHugvísindi

Getur verið að Morinsheiði sé kennd við enska ferðalanginn William Morris?

Morinsheiði er á þekktri gönguleið yfir Fimmvörðuháls. Örnefnið Morinsheiði er sérkennilegt og uppruni þess er ekki þekktur. Orðhlutinn Mor- er kunnur, getur merkt ‘smáagnir’, ‘óhreinindi’ og líka ‘mistur’ eða ‘moldrok’. Orðið getur einnig táknað lit og merkir þá það sama og þegar eitthvað er sagt mólitað. Til dæm...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er að vera kostulegur?

Lýsingarorðið kostulegur hefur þekkst í málinu öldum saman. Það var upphaflega notað í merkingunni ,dýrmætur, ágætur, dýrlegur’, til dæmis um kostuliga veislu og kostuligt kramverk (Fritzner II:338). Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr þýðingu Odds Gottskálkssonar á Historíu pínunnar sem gefin var ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað gerist ef maður er stunginn af geitungi?

Fyrir einstaklinga sem eru með ofnæmi fyrir eitri geitunga eða eru óvenjuhræddir við þá eru geitungar vágestir sem hafa óneitanlega áhrif á lífsgæði. Undanfarna tvo áratugi hefur geitungum fjölgað griðalega þökk sé hlýrri veðráttu og aukinni gróðurrækt. Flestir finna fyrir sviða strax eftir stungu geitunga og ...

category-iconHagfræði

Má Seðlabanki Íslands kaupa ríkisskuldabréf?

Seðlabanki Íslands má kaupa ríkisskuldabréf. Það er tekið fram í lögum nr. 36/2001 um bankann, í grein 8. Hins vegar er jafnframt tekið fram í lögunum, í grein 16, að bankanum sé óheimilt að veita ríkissjóði, sveitarfélögum og ríkisstofnunum öðrum en lánastofnunum lán. Það var mikið framfaraskref á sínum tíma þ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvar er helst að finna örnefni tengd þingmönnum?

Örnefni með forliðnum þingmenn eiga yfirleitt við leið þingmanna til þings og frá þingi og þar með einnig oft alfaraveg. Hér verða nefnd nokkur þessara örnefna. Aðeins eitt örnefni er á Suðurlandi, Þingmannagata í Villingaholtshreppi í Flóa en í Hróarsholti í Flóa var um skeið þriggja hreppa þing. Á Vesturlandi...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver var Bessi sem Bessastaðir á Álftanesi heita eftir?

Ekki er vitað með vissu hver sá Bessi (Bersi) var sem Bessastaðir á Álftanesi eru kenndir við. Dönsk fræðikona, Jenny Jochens, telur að Snorri Sturluson hafi nefnt staðinn eftir Bersa Vermundarsyni hinum auðga á Borg, tengdaföður sínum (d. 1202) (Jenny Jochens, 85-86). Danska fræðikonan Jenny Jochens telur að S...

category-iconLæknisfræði

Hvað gerist þegar maður sprautar nefúða í nefið á sér?

Nefholið er klætt slímhúð. Slímið eða horið gegnir mikilvægu hreinsi- og varnarstarfi og okkur nauðsynlegt. Þegar fólk kvefast sýkist slímhúðin og bólgnar. Þá verður slímmyndun mun meiri en vanalega. Afleiðingin er aukið nefrennsli og stundum nefstífla. Hægt er að lesa meira um nefslím í svari Hannesar Petersen v...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvers vegna þarf að framkvæma nákvæma leit á flugfarþegum eftir að þeir eru komnir til Íslands frá Bandaríkjunum?

Um tíma var framkvæmd svonefnd nákvæm leit á flugfarþegum sem komu frá Bandaríkjunum til Íslands en svo er ekki lengur. Ástæðan er sú að Bandaríkin komu til móts við kröfur Evrópusambandsins í þessum efnum. Farþegar frá öðrum löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins, eins og Kanada, Rússlandi og Tyrklandi þurfa hins...

category-iconLífvísindi: almennt

Hversu mikinn koltvísýring hefði gróðurinn sem var á Íslandi áður en landið var numið, getað bundið?

Miðað við það gróðurfar sem var á Íslandi rétt fyrir landnám og áður en landnýting hófst með tilheyrandi skógar- og gróðureyðingu þá má eins búast við því að binding kolefnis hafi verið í lágmarki. Við þessi skilyrði hefur lífmassi gróðurs verið í hámarki og engir möguleikar fyrir skóglendi og önnur gróðurlendi að...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Býr einhver í Tjernobyl í dag?

Þann 26. apríl 1986 urðu sprengingar í einum ofni í Tsjernobyl-kjarnorkuverinu í Úkraínu sem þá var hluti Sovétríkjanna. Afleiðingarnar urðu þær að gríðarmikið magn geislavirkra efna gaus út í andrúmsloftið og dreifðist víða um lönd. Um þetta má lesa í svari Arnar Helgasonar við spurningunni: Hver urðu eftirköst T...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað gerist í vistkerfinu ef mikil fjölgun eða fækkun verður hjá einni tegund?

Orið vistkerfi er notað um hóp af lífverum og umhverfi þeirra sem afmörkuð heild. Ef ein tegund nær að fjölga sér óvenju mikið við náttúrlegar aðstæður þá hafa yfirleitt einhverjir grunnþættir sem snerta hana einnig breyst. Dæmi um þetta er mikil fjölgun snjógæsa undanfarin ár, en hún er rakin til breytinga á ...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er sorg?

Hugtakið sorg er skilgreint sem viðbrögð við missi. Venjulega er átt við missi ástvinar en annar missir getur einnig valdið sorg. Sorgin og sorgarferlið er tilfinningaleg tenging og úrvinnsla á því sem gerðist. Að syrgja tekur tíma og orku en hefur þann tilgang að viðurkenna missinn, aðlagast og endurskilgreina ti...

category-iconHugvísindi

Notaði fólk tannbursta í gamla daga?

Þótt almenn tannburstanotkun hafi ekki fest sig í sessi fyrr en á síðustu öld hefur það þekkst í árþúsundir að hreinsa tennur á einhvern hátt. Fyrr á tímum var til dæmis algengt að nota litlar trjágreinar í þeim tilgangi og eins notuðu menn tuskur til að nudda óhreinindi af tönnum. Heimildum ber ekki alveg sama...

Fleiri niðurstöður