Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2841 svör fundust
Af hverju var Berlínarmúrinn reistur?
Í lok heimsstyrjaldarinnar síðari var Berlín, höfuðborg hins sigraða Þýskalands, skipt á milli sigurvegaranna; Austur-Berlín varð yfirráðasvæði Sovétmanna en vesturhlutinn var undir yfirráðum Breta, Frakka og Bandaríkjamanna. Þessir fyrrum bandamenn í stríðinu, og þá sérstaklega Bandríkjamenn og Sovétmenn, helstu ...
Hvernig vita fornleifafræðingar hvar þeir eiga að grafa þegar þeir leita að fornleifum?
Það getur verið vandaverk að staðsetja uppgraftarsvæði þannig að svör fáist við þeim spurningum sem lagt er upp með í fornleifarannsókn. Stundum er það tiltölulega einfalt, til dæmis þegar rannsaka á byggingar sem ennþá sést móta fyrir, en þá getur samt verið álitamál hversu langt út fyrir veggi uppgröfturinn er l...
Hvenær urðu Forngrikkir að Grikkjum?
Þessa spurningu má skilja á ólíka vegu: Annars vegar þannig að spurt sé hvenær í fornöld (Forn-)Grikkir urðu til sem þjóð – og hvað voru þeir áður en þeir voru Grikkir? Hins vegar þannig að spurt sé hvenær Forngrikkir hættu að vera Forn-Grikkir – og hvað urðu þeir þá í staðinn? Á bilinu 2100 til 1900 f.Kr. flut...
Eru skíðishvalir ófélagslyndir?
Skíðishvalir eru alls ekki ófélagslyndir, enda sést gjarnan til nokkurra dýra saman, oft tveggja til þriggja. Dýr eru talin sýna félagshegðun eða félagslyndi þegar einhvers konar samskipti eiga sér stað milli tveggja eða fleiri einstaklinga. Á fæðusvæðum getur sést til tugi einstaklinga sömu tegundar, svo sem hnúf...
Hver var Paracelsus og hvert var hans framlag til læknisfræðinnar?
Philippus Theophrastus Aureolus Bombastus von Hohenheim, öðru nafni Paracelsus, fæddist í Einsiedeln-héraði í Sviss árið 1493. Skírnarnafn hans var Philippus Theophrastus. Nafnið Aureolus tók hann sér síðar. Faðir hans, Wilhelm Bombastus von Hohenheim, var læknir og mikill áhugamaður um efnafræði og gullgerðarlist...
Hver var Caroline Herschel og hvert var hennar framlag til stjörnufræðinnar?
Caroline Lucretia Herschel (1750-1848) var breskur stjörnufræðingur. Hún er kunnust fyrir að uppgötva átta halastjörnur og dvergvetrabrautina M110 sem er fylgivetrarbraut Andrómeduþokunnar. Caroline var systir stjörnufræðingsins Williams Herschel (1738-1822) sem var tólf árum eldri en hún og er frægur fyrir að haf...
Hvað getið þið sagt mér um þjóðernishreinsanir Króata í Balkanskagastríðinu?
Upphaflegu spurningarnar voru eftirfarandi: Hversu rösklega gengu króatísk stjórnvöld fram í þjóðernishreinsunum á 10. áratug 20. aldar? Hafa króatísk stjórnvöld sýnt iðrun og yfirbót, t.d. með því að bjóða burtreknu fólki að flytja aftur heim til sín? Undanfari þjóðernishreinsana er þjóðernishyggja sem komin ...
Af hverju lyftast kökur í ofninum?
Vísindavefurinn hefur fengið fjölda fyrirspurna um bakstur og lyftiefni. Margar þeirra spurninga eru birtar neðst í þessu svari. Það er ljóst að fjölmargir hafa ekki bara áhuga að bragða á kökunum heldur einnig að skilja betur efnafræði baksturs. Ýmis af þeim hráefnum sem koma við sögu í bakstri hjálpa til við ...
Hver var Olympe de Gouges?
Olympe de Gouges (1748-1793) var franskt leikritaskáld sem barðist fyrir lýðræði og réttindum kvenna. Í dag er iðulega vísað til hennar sem fyrsta franska femínistans og hún hyllt sem byltingarhetja. Olympe de Gouges hét réttu nafni Marie Gouze og fæddist 7. maí 1748 í Montauban í Frakklandi. Opinberlega var hú...
Verða til piparkökur ef piparkökusöngnum í Dýrunum í Hálsaskógi er fylgt?
Stutta svarið er að það verða til kökur ef piparkökusöngnum er fylgt. Þær verða hins hins vegar ekki eins og þær piparkökur sem flestir eiga að venjast. Eins og fram kemur í svari við spurningunni Í flestum piparkökuuppskriftum er enginn pipar, nema kannski á hnífsoddi. Af hverju kallast kökurnar þá piparkökur...
Eru naggrísir ennþá borðaðir í Perú?
Í hugum flestra sem búa á Íslandi eru naggrísir hugguleg gæludýr. Margir íbúar Perú og annarra landa í Suður-Ameríku líta hins vegar fyrst og fremst á naggrísi sem fæðutegund. Naggrísir eru ræktaðir til matar í Perú og víðar. Naggrísir eiga uppruna sinn í Andesfjöllum í Suður-Ameríku. Þeir eru meðalstór nagd...
Eru ormar í berjum hættulegir mönnum?
Í heild hljóðar spurningin svona:Eru ormar í berjum hættulegir mönnum ef þeir eru borðaðir í ferskum berjum? Ef svo er, drepast þeir við frystingu og á hvað löngum tíma? „Ormarnir“ sem stundum sjást á berjum og lyngi eru í raun ekki ormar heldur lirfur skordýra, aðallega fiðrilda. Þetta geta verið mismunandi te...
Í hverju felast „annus mirabilis“ tímamótagreinarnar sem Einstein gaf út árið 1905?
Eins og spyrjandi segir hefur árið 1905 verið kallað „ár kraftaverkanna“ eða „annus mirabilis“ í ævi Alberts Einsteins (1879-1955). Þessi orð eru einnig oft höfð um tímabilið 1665-1667 í starfsferli enska eðlis- og stærðfræðingsins Ísaks Newtons (1642-1727), en hann sagðist síðar hafa gert helstu uppgötvanir sínar...
Hvaða rannsóknir hefur Irma Erlingsdóttir stundað?
Rannsóknasvið Irmu Erlingsdóttur eru franskar bókmenntir og heimspeki, menningarfræði, kynjafræði og samtímasaga. Hún hefur flutt fjölda fyrirlestra um rannsóknir sínar á ráðstefnum og málþingum hérlendis og erlendis. Auk þess að hafa birt greinar og bókakafla á sérsviði sínu hefur Irma þýtt erlenda fræðitexta yfi...
Hvað hefur vísindamaðurinn Pétur Orri Heiðarsson rannsakað?
Pétur Orri Heiðarsson er dósent í lífefnafræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir hans snúast að miklu leyti um að skilja eiginleika og hlutverk prótína og kjarnsýra. Til þess notar hann þverfaglegar aðferðir með rætur í eðlisfræði, efnafræði og líffræði. Megináhersla í rannsóknum Péturs Orra er að n...