Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1376 svör fundust
Úr hverju er kertavax búið til og hver er efnaformúla þess?
Kerti eru gerð úr vaxi og kveikiþræði. Vaxið í kertum er vanlega gert úr parafíni, steríni eða býflugnavaxi, en parafínkertin eru langalgengust til daglegra nota. Býflugnavaxkerti eru eins og nafnið gefur til kynna úr býflugnavaxi (e. beeswax) sem þernur í býflugnabúum búa til og nota í hólfin þar sem hunang bý...
Hvaða gastegundir koma upp úr gosinu í Geldingadölum?
Öll spurningin hljóðaði svona: Góðan daginn, hvaða gastegundir eru að koma upp úr gosinu á Fagradalsfjalli. Hvaða gastegundir berast til höfuðborgarsvæðisins, er það flúoríð, klóríð? Hvaða áhrif hafa slíkar lofttegundir á mannfólkið? Eru þær krabbameinsvaldandi etc.? Eru slík gös mæld í loftgæðamælistöðvum á höfu...
Hvað eru margir íbúar í Bandaríkjunum?
Hinn 1. ágúst 1998 er áætlað að um 270 milljónir hafi búið í Bandaríkjunum eða rétt um 1000 sinnum fleiri en á Íslandi (Íslendingar voru um 275 þúsund 1. desember 1998). Búast má við nákvæmari tölum um fjölda Bandaríkjamanna vegna þess að manntal hefur verið nýframkvæmt þegar þetta er skrifað (í júlí 2000) en ...
Hvers vegna freyða gosdrykkir meira í plastglösum heldur en glerglösum?
Einnig var spurt: Af hverju freyða gosdrykkir meira í bollum en glerglösum? Það sem við köllum kolsýru er einfaldlega lofttegundin koltvíoxíð (einnig nefnd koltvíildi) sem hefur bundist vatni samkvæmt eftirfarandi efnahvarfi: CO2 + H2O ⇌ H2CO3 Þar sem CO2 er koltvíoxíð, H2O er vatn og H2CO3 er k...
Hvernig dó Marilyn Monroe?
Snemma morguns þann 5. ágúst árið 1962 fannst bandaríska kvikmyndastjarnan Marylin Monroe látin á heimili sínu í Brentwood-hverfi í Los Angeles. Hún varð 36 ára gömul. Við hlið líksins fundust tómar flöskur af róandi lyfinu Nembutal (almennt heiti er pentóbarbítal; 5-etýl-5-(1-metýlbútýl)-barbítúrsýra). Dá...
Hvað er vitað um halastjörnuna sem Rosetta-geimfarið á að kanna?
Rosetta er ómannaður rannsóknarleiðangur Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) til halastjörnunnar 67P/Churyumov-Gerasimenko. Rosetta var skotið á loft 2. mars árið 2004 og fer á braut um halastjörnuna í ágúst 2014. Með í för er lítið lendingarfar sem á að lenda á halastjörnunni í nóvember 2014, en þetta er í fyrsta s...
Hvað er kjarnorkugeislun og hvernig fær maður hana?
Kjarnorka er ein tegund orku og nafnið fær hún af því að upptök hennar eru í kjörnum atóma. Að þessu leyti er kjarnorka ekkert öðruvísi en til dæmis efnaorka í bensíni sem verður til þegar sameindir í bensíninu rofna, taka til sín súrefni og atómin raða sér síðan aftur upp í minni sameindir. Í kjarnorkuverum er ke...
Lifa villtir fílar í Kína?
Já, villtir asískir fílar (Elephas maximus) finnast nú á dögum í suðvesturhluta Kína, nánar tiltekið í Yunnan-héraði, aðallega á Xishuangbanna-verndarsvæðinu. Seint á síðustu öld hafði fílum í Kína fækkað verulega, meðal annars vegna þess að gengið var á búsvæði þeirra og vegna ólöglegra veiða. Stífar verndaraðge...
Hvaðan kemur orkan sem býr í vatninu? Þeirri sem er breytt í raforku?
Meirihluti raforku þeirrar sem notuð er á Íslandi er framleidd í svokölluðum vatnsaflsvirkjunum. Hefðbundnar vatnsaflsvirkjanir eru þannig gerðar að stífla er byggð svo að vatn úr einni eða fleiri ám safnast saman í uppistöðulón aftan við stífluna. Úr lóninu liggja göng sem halla niður á við. Vatnið flæðir mjö...
Hvað getið þið sagt mér um Harún al-Rashid?
Harún al-Rashid (Hārūn al-Rashīd ibn Muḥammad al-Mahdī ibn al-Manṣūr al-ʿAbbāsī), var fimmti kalífi veldis Abbasída og ríkti frá 786-809. Hann er þekktastur á Vesturlöndum sem kalífinn sem kemur fyrir í verkinu Þúsund og ein nótt. Verkið er safn af sögum sem eiga...
Hvað þýðir orðið 'öræfi', það er hvernig er það myndað?
Orðið öræfi er notað um óbyggðir, auðnir og hafnleysi og kemur það þegar fyrir í fornu máli. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:1230) er vísað í orðið örhóf í fornu máli í merkingunni ‛oflæti, ofsi; fjöldi, ótal’ og örhæfi ‛óbyggðir, eyðilönd, hafnleysa’. Í myndinni öræfi h...
Hvaða dýr veiddi neanderdalsmaðurinn?
Neanderdalsmenn veiddu sér hreindýr og önnur hjartardýr til matar, loðfíla, birni og nashyrninga, auk þess að borða sitthvað úr jurtaríkinu og annað sem til féll. Sú tegund manna sem kallast venjulega Homo neanderthalensis var uppi á árabilinu frá því fyrir um það bil 120.000 árum og þar til fyrir um 28.000...
Hvernig flyst koltvíoxíð frá vefjum til lungna?
Hér er einnig svar við spurningunni:Hvernig flyst koltvíoxíð með blóði til öndunarfæra? CO2 eða koltvíoxíð er lokaafurð í efnaskiptum vefja. Þetta efni myndast við bruna í frumum (sjá svar sama höfundar um innri öndun) og berst með einföldu flæði frá frumunum sem mynda það í blóðið í nálægum æðum, það er að segja...
Ég er í A-blóðflokki en foreldrar mínir í O, getur það passað?
Spurningin hljóðaði upphaflega svona: Mig langar að heyra hvort það geti passað á ég sé i blóðflokki A en foreldrar minir báðir i O? Já, það er mögulegt, en afar sjaldgæft. Blóðflokkarnir eru fjórir talsins; A, AB, B og O. Fólk í A-blóðflokki hefur A-mótefnisvaka á rauðum blóðkornum sínum, fólk í B-blóðflokki ...
Hvað eru vetnishalíðar?
Halógenar skipa sautjánda flokk lotukerfisins (áður kallaður 7. flokkur). Þeir eru flúor (F), klór (Cl), bróm (Br), joð (I), astat (At) og frumefni númer 117 en enn á eftir að staðfesta tilvist þess og gefa því viðurkennt nafn samkvæmt Alþjóðasamtökum um hreina og hagnýta efnafræði (IUPAC). Samheiti mínushlaðinna ...