Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1261 svör fundust

category-iconStjórnmálafræði

Hvað gerir forseti Íslands og hvaða völd hefur hann?

Hver forseti mótar embættið eftir eigin höfði. Það þarf hann þó að gera innan þeirra marka sem stjórnarskrá, venjur og jafnvel tíðarandi setja honum. Starfssviði og völdum forseta má í grófum dráttum skipta í sex hluta: Formlegt hlutverk í stjórnskipun. Vald til synjunar laga. Pólitískt áhrifavald. Landkynning...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða aðferðum beitum við til málverndar?

Í orðinu málvernd felst hérlendis sú hugsun að efla íslenska tungu og stuðla að varðveislu hennar bæði í rituðu og töluðu máli. Það er gert á ýmsan hátt en þetta mætti nefna sem dæmi:Íslensk málnefnd er lögum samkvæmt málverndar- og málræktarstofnun. Hlutverk hennar er að vera stjórnvöldum til ráðuneytis um íslens...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðsins „að ulla“?

Orðið ulla er oftast notað í barnamáli sem upphrópun. Þá er um það að ræða að reka út úr sér tunguna að einhverjum, ulla á einhvern, oftast með einhverju hljóði, viðkomandi til óvirðingar. Af sama toga eru upphrópanirnar ullabí og ullabjakk sem lýsa viðbjóði, að eitthvað sé óæti, alger óþverri. Orðið ulla er o...

category-iconHugvísindi

Hverjir eru Gyðingar og hver er sérstaða þeirra?

Þegar við tölum um Gyðinga er sennilega bæði átt við trúarbrögð þeirra og tungumál. Gyðingar hafa nefnilega ekki verið sérstakur „kynþáttur” síðan einhvern tíma langt aftur í fornöld. Þeir Gyðingar sem mestu hafa ráðið í Ísrael eru almennt upprunnir frá Austur-Evrópu og eru líffræðilega skyldastir íbúunum þar. Mar...

category-iconLandafræði

Hvort er Mónakó eða Vatíkanið minna ríki?

Þó Mónakó sé aðeins á stærð við Seltjarnarnesbæ er það samt rúmlega fjórum sinnum stærra en Vatíkanið. Vatíkanið eða Páfagarður er minnsta sjálfstæða ríki heims, aðeins 0,44 km2 að flatarmáli. Útsýni yfir Vatíkanið og Róm frá Péturskirkjunni. Eins og sjá má í töflunni hér fyrir neðan eru fimm af tíu minnstu...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvar get ég lesið um einstök lönd heims?

Til Vísindavefsins berast reglulega spurningar um ýmis lönd en fáum þeirra hefur verið svarað hingað til. Ástæðan fyrir því er sú að oftar en ekki eru spurningarnar mjög opnar og svar við þeim væri efni í heila bók eða jafnvel bókaröð. Dæmi um slíkar spurningar eru: Hvað getur þú sagt mér um Panama?Getið þið sagt ...

category-iconLæknisfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Þórunn Rafnar rannsakað?

Þórunn Rafnar er deildarstjóri krabbameinsrannsókna hjá Íslenskri erfðagreiningu (ÍE). Rannsóknir Þórunnar beinast einkum að því að finna erfðaþætti sem hafa áhrif á tilurð og framþróun krabbameins. Krabbamein er gott dæmi um flokk sjúkdóma þar sem upplýsingar um erfðafræðilega áhættu geta nýst til að koma í veg f...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvernig fór fyrsta tungllendingin fram og hvað gerðu geimfararnir á tunglinu?

Apollo 11 var fyrsti mannaði leiðangurinn sem lenti á yfirborði tunglsins. Þetta var fimmta mannaða geimferð Apollo-geimáætlunarinnar og þriðja mannaða tunglferðin. Áður höfðu bæði Apollo 8 og Apollo 10 komist á sporbraut umhverfis þennan næsta nágranna jarðar í geimnum. Apollo 11, eins og önnur Apollo-geimför,...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvenær var þjóðsöngur fyrst fluttur við íþróttaleik?

Þjóðsöngvar eru skilgreindir sem söngvar sem tjá tilfinningar í garð föðurlands, einkum í þeim tilgangi að sameina tilheyrandi þjóð. Þeir hafa táknrænt gildi fyrir viðkomandi þjóð og eru af ýmsum toga, allt frá bænum til hermarsa. Þjóðsöngvar voru í auknum mæli teknir í notkun á 19. öld undir áhrifum þjóðernisróma...

category-iconMálvísindi: íslensk

Eru til einhver séríslensk mannanöfn?

Elstu heimildir um nöfn manna sem fluttust hingað til lands og settust hér að er að finna í Landnámu. Þótt engin vissa sé fyrir því að allir þeir menn sem þar eru nefndir hafi verið til hafa þó landsmenn borið flest þessara nafna um aldir. Til Landnámu og Íslendinga sagna hafa einnig verið sótt nöfn á síðari öldum...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er að vera „forpokaður“ og hver er eiginlega uppruni orðsins? Íslensk orðsifjabók stendur hér á gati.

Sögnin að forpokast merkir að hnigna andlega, glata fjöri og áhuga samkvæmt Íslenskri orðabók (2002:371) og sá sem er forpokaður er þá áhugalaus, gamaldags, oft afturhaldssamur og lítt hugsandi um nýjungar og framfarir. Uppruninn er ekki fulljós. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans um sögnina forpokast er úr ritinu...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðasambandsins að finna einhvern í fjöru?

Orðasambandið að finna einhvern í fjöru í merkingunni ‘gera upp sakirnar við e-n, lúskra á e-m’ er þekkt í málinu frá því á 19. öld. Halldór Halldórsson bendir á í bókinni Íslensk orðtök (1954:179–180) að sá siður að rétta yfir þjófum í fjörum sé ævagamall og eigi rætur að rekja til germanskra réttarreglna. Í f...

category-iconMálvísindi: íslensk

Kvænast samkynhneigðar konur?

Sögnin að kvænast merkir samkvæmt Íslenskri orðabók (2002:842) ‘(um karl) ganga í hjónaband, ganga að eiga konu, kvongast’. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar er vísað frá sögninni kvænast í sögnina að kvongast (1989:530) ‘giftast, fá sér konu’. Sú sögn er leidd af nafnorðinu kvon (eldra kván) í ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er íslenska elsta tungumál í Evrópu? Hve gömul er hún?

Í hnotskurn hljóða svörin við spurningunum tveimur þannig: Nei, íslenska er ekki elsta tungumál í Evrópu. Íslensk málþróun er jafngömul byggð norrænna manna á Íslandi en íslenska og norska urðu ekki aðgreind tungumál fyrr en á 14. öld. Þó nokkur tungumál í Evrópu eru eldri en þetta, og eru þau nánar tilgreind í s...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er ég fáfróður að þekkja ekki muninn á slöngum og snákum eða eru þetta sömu fyrirbærin?

Öll spurningin hljóðaði svona: Ég var að koma úr heimsókn þar sem upp kom umræðan um muninn á snákum og slöngum... Mér leið eins og fávita þegar ég hélt að þetta væri sami flokkur dýra og munurinn enginn, einungis orðið "slanga" óformlegara heiti á því sem er réttnefnt "snákur". Er ég fáfróður að þekkja ekki m...

Fleiri niðurstöður