Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4527 svör fundust
Er hægt að sanna eða staðfesta líffræðilegt kyn fólks með litningaprófi?
Líffræðilegt kyn fólks er flóknara en marga grunar og ekki hægt að skilgreina með því að vísa til eins eiginleika eins og typpis eða brjósta. Sem dæmi þá eru til einstaklingar með eistu, leggöng og brjóst, og aðrir með typpi og eggjastokka. Einnig eru kynvitund og kynhneigð breytileg manna á milli, og fylgja ekki ...
Hvaða jurtir voru notaðar til galdraverka og lækninga?
Margar jurtir voru áður fyrr notaðar til lækninga og ýmis lyf nútímans njóta góðs af gamalli kunnáttu um lækningajurtir. Þá voru jurtir líka notaðar til athafna sem vel má flokka undir hjátrú og galdur. Það yrði efni í langan pistil að fjalla um öll þau grös sem notuð voru í þessum tilgangi en nokkur dæmi skulu hé...
Hvernig losna steinar frá Mars og berast til jarðar?
Líklegast er að steinar sem berast til jarðar frá Mars hafi þeyst frá yfirborði reikistjörnunnar við árekstra stórra loftsteina. Við stærstu árekstra þeytist efni upp í loftið með nægum hraða til að losna frá þyngdarsviði Mars og fara á sporbaug um sólu. Mikið er um stóra loftsteinagíga á yfirborði Mars og því er ...
Er lúpínan dulfrævingur og hvaða fylkingu tilheyrir hún?
Fræplöntum er skipt í tvo hópa; dulfrævinga (Magnoliophyta) sem dylja fræ sín aldini og bera blóm sem innihalda æxlunarfæri þeirra og berfrævinga (Gymnosperm) þar sem fræin eru í könglum. Alaskalúpína (Lupinus nootkatensis). Alaskalúpínan (Lupinus nootkatensis) er dulfrævingur. Dulfrævingar skiptast í einkí...
Gerir prótín eitthvað annað en byggja upp vöðva?
Prótín eru stórar og flóknar sameindir gerðar úr byggingareiningum sem kallast amínósýrur. Allar frumur innihalda prótín í mismiklu magni en þar gegna þau bæði hlutverki byggingarefnis og vinnueininga. Nokkur hundruð amínósýrur eru þekktar en aðeins 20 eru notaðar til að smíða prótín. Amínósýrur tengjast saman með...
Hvert er vitrasta dýr í heimi, fyrir utan manninn?
Flestir fræðimenn eru sammála um það að ekkert samband virðist vera á milli stærðar heila og greindar hjá tegundum. Búrhvalur syndir um með þyngsta heila sem þekkist hjá núlifandi dýri eða um 7,6 kg og heili asíska fílsins er um 7,5 kg, sá þyngsti í landdýri, heili afríska fílsins er um 5,4 kg. Meðalþyngd mannshei...
Hvaða máli skiptir hvort miðstöðvarofnar eru hvítir eða svartir?
Varmaflutningur frá venjulegum miðstöðvarofnum skiptist gróflega til helminga. Annars vegar verður varmageislun frá yfirborði ofnsins til umhverfisins, og hins vegar varmaburður með loftinu sem leikur um ofninn. Ef ofninn væri hins vegar úr póleruðu áli, þá yrði varmaflutningur með geislun nær enginn og hitunar...
Af hverju brotnaði Pangea upp?
Hér er einnig að finna svar við spurningunum:Voru allar heimsálfurnar einu sinni eitt land? Verður nokkurn tíma til aftur meginland eins og Pangea? Pangea varð til seint á perm (en perm-tímabilið var frá 285-250 milljónum ára) við samruna Gondwanalands og Evrameríku. Þetta risameginland náði milli heimskauta og t...
Hvort er auðveldara, esperantó eða ídó? Hvað eiga málin sameiginlegt og hvað er ólíkt?
Esperantó er eins og margir vita tilbúið tungumál og hið útbreiddasta af slíkum málum. Höfundur þess var Ludvic Lazarus Zamenhof (1859–1917), pólskur læknir og málamaður. Nafnið er dregið af dulnefni Zamenhofs en hann skrifaði fyrstu bók sína undir heitinu „D-ro Esperanto“. Esperantó þýðir í raun ‘sá sem vonar’. ...
Heyra fiskar hljóð og hafa þeir eitthvað jafnvægisskyn?
Fiskar hafa kvarnir eða eyrnasteina en það eru litlar steinagnir sem finnast í pokalaga líffærum eða skjóðum í innra eyra allra beinfiska (Osteichthyes). Kvarnirnar eru í þremur vökvafylltum hólfum í innri eyrunum beggja megin við aftari hluta heilans og eru því sex talsins (þrjú pör). Veggir hólfanna eru alsettir...
Hvaða áhrif hefur verð á vörum á kauphegðun og neytendur almennt?
Margir halda því fram að neytendur velji yfirleitt ódýrari vörur en þær dýrari. Frávik frá þeirri reglu eru engu að síður margvísleg. Innan markaðsfræða og skyldra greina ríkir nokkuð almenn sátt um það að verð getur bæði haft aðlaðandi og fælandi áhrif á kauphegðun. Neytendur virðast nota verð sem vísbendingu um ...
Voru þrælar í Róm til forna notaðir í annað en að vera skylmingaþrælar?
Rómverjar notuðu þræla til margvíslegra starfa og skylmingaþrælar voru einungis ein stétt þræla. Upphaflega voru þrælar tiltölulega fáir, þrældómur hjá Rómverjum var þá einhvers konar skuldaánauð auk þess sem foreldrar gátu selt börn sín í þrældóm til þess að losna undan skuldum. Þessu var þó takmörk sett því að í...
Eru verðbætur vextir og þar með fjármagnstekjur?
Sami spyrjandi ítrekaði spurninguna og sendi um leið aðra sem einnig er svarað hér: Get ég vænst svars við spurningu sem ég setti hér inn 2.4. síðastliðinn? Hér er önnur: Getur verðbættur höfðstóll (innláns) verið nokkuð annað en höfuðstóll? Almennt er gerður greinarmunur á vöxtum og verðbótum á verðtryggðu...
Hver orti elstu rímurnar?
Í Flateyjarbók, sem var rituð að mestu árið 1387, er að finna elsta varðveitta rímnatextann. Það er Ólafs ríma Haraldssonar eftir Einar Gilsson lögmann á Norður- og Vesturlandi. Þar sem uppskriftin er elst varðveittra rímnatexta hefur hún verið notuð sem viðmið í umræðunni um aldur rímna enda ljóst að hún muni sjá...
Hvers vegna er hjátrú kringum föstudaginn þrettánda?
Hjátrú tengd föstudeginum þrettánda er meðal útbreiddustu atriða af því tagi í heiminum í dag. Á ensku kallast þessi ótti paraskevidekatriaphobia og er tengt óttanum við töluna þrettán eða triskaidekaphobia. Hugtakið var sett fram af sálfræðingnum Donald Dossey sem sérhæfir sig í að meðhöndla fólk með órökrænan ót...