Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3239 svör fundust

category-iconBókmenntir og listir

Úr hvaða ritum fékk Snorri Sturluson sína vitneskju um fljótið Tanais sem nú kallast Don?

Snorri Sturluson getur fljótsins Tanais í Heimskringlu. Þar segir í upphafi Ynglingasögu: Úr norðri frá fjöllum þeim, er fyrir utan eru byggð alla, fellur á um Svíþjóð, sú er að réttu heitir Tanais; hún var forðum kölluð Tanakvísl eða Vanakvísl; hún kemur til sjávar inn í Svartahaf. Í Vanakvíslum var þá kallað Van...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er kristall og af hverju myndast hann?

Árið 2015 voru 100 ár liðin frá því að feðgarnir Lawrence (1890–1971) og William Bragg (1862–1942) hlutu Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði fyrir að greina innri byggingu kristalla með röntgengeislum. Árið áður hafði Max von Laue (1879–1960) fengið sömu verðlaun fyrir að uppgötva bylgjubeygju (e. diffraction) röntgenge...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað eru triggerpunktar eða trigger points?

Því er ekki endilega auðsvarað hvað triggerpunktar (e. trigger points) eru en á íslensku hefur heitið gikkpunktar verið notað um fyrirbærið. Vandinn við að skilgreina gikkpunkta felst meðal annars í því að ýmsum mismunandi fyrirbærum hefur verið gefið þetta heiti og einnig hafa gikkpunktar fengið mismunandi nöfn á...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru rauðíkornar í útrýmingarhættu og ef svo er, af hverju?

Rauðíkorni eða evrópski rauðíkorninn (Sciurus vulgaris) er tiltölulega algengur í skóglendi um gjörvalla Evrópu og langt austur til Síberíu. Útbreiðsla þessarar tegundar hefur þó breyst talsvert á síðustu hundrað árum og þrátt fyrir að vera enn algengir í Mið-Evrópu eru rauðíkornar á hröðu undanhaldi á Bretlandsey...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað mengar eitt álver mikið í samanburði við bíl?

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:Hvað mengar eitt álver mikið í samanburði við bíl. Til dæmis þegar eitt álver bætist við, hvað jafnast það á við mikla fjölgun í bílaflotanum? Álver og bílar eiga það sameiginlegt að valda bæði staðbundinni og hnattrænni mengun. Með staðbundinni mengun er átt við efni sem f...

category-iconEfnafræði

Finnst grafít á Íslandi?

Grafít (e. graphite) er annað af tveimur kristalformum kolefnis (C), hitt er demantur. Á kvarða Mohs fyrir hörku steinda er grafít mýkst, harka < 1, en demantur harðastur, harka 10. Þetta stafar af grindbyggingu steindanna tveggja, það er hvernig kolefniseindirnar raðast og tengjast saman í kristalnum (sjá mynd hé...

category-iconHugvísindi

Hvað er expressjónismi?

Expressjónismi er stefna í listum sem kom fram við upphaf 20. aldar. Expressjónisminn var andóf gegn natúralisma og impressjónisma, en þær stefnur leituðust við að skrá áhrif umhverfisins á listamanninn. Verk expressjónisma eru mjög huglæg og í þeim er oft hömlulaus sjálfstjáning sem á um leið að birta almenna and...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að sjá súrefni?

Súrefni er tvíatóma sameind. Það er gert úr tveimur súrefnisfrumeindum og sameindaformúla þess er O2. Orðið súrefni er þýðing á erlenda orðinu oxygen. Oxys þýðir 'súr' og gennan 'að mynda' sem vísar til þess að súrefni er efni sem myndar sýrur. Súrefni er einnig kallað ildi, dregið af orðinu eldur, en súrefni er s...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er prótín frumefni?

Hvert frumefni er úr einni gerð frumeinda og er ekki hægt að greina þau niður í smærri einingar með hefðbundnum efnafræðilegum aðferðum eða búa þau til úr öðrum efnum. Dæmi um frumefni sem fjallað hefur verið um á Vísindavefnum eru kolefni (C), súrefni (O), vetni (H), kvikasilfur (Hg), neon (Ne) og járn (Fe). P...

category-iconTrúarbrögð

Hvað merkir táknið XP?

Íslenskar kirkjur eru almennt frekar snauðar af myndlist og trúartáknum. Þó má í mörgum þeirra sjá táknið í ýmsum útfærslum. Oft birtist það þá með alfa (Α) og ómega (Ω), fyrsta og síðasta bókstaf gríska stafrófsins sem algengt er að nota sem tákn fyrir upphaf og endi. Táknið sem um er rætt kallast oft c...

category-iconEfnafræði

Af hverju heitir súrefni þessu nafni?

Íslenska orðið súrefni er þýðing á alþjóðlega frumefnaheitinu oxygenium. Franski efnafræðingurinn Antoine Lavoisier (1743-1794) bjó orðið til og það birtist fyrst á prenti í bók hans Traité Élémentaire de Chimie (Ritgerð um grundvallaratriði efnafræðinnar) árið 1789. Orðið er myndað eftir grísku orðunum oxys (P...

category-iconÞjóðfræði

Hver er uppruni íslenska spaðafaldsins eða skauts í íslenska faldbúningnum?

Spaðafaldurinn er frá seinni hluta 18. aldar. Á vef Þjóðbúningaráðs er honum lýst svona: Hann var úr hvítu lérefti sem var nælt með títuprjónum yfir pappa eða vír. Spaðinn var breiðastur fremst og mjókkaði aftur og niður í faldfótinn sem var festur við litla lérefts- eða prjónahúfu. Utan um faldfótinn og húfuna va...

category-iconSálfræði

Af hverju eru börn matvönd en hætta því svo oftast þegar þau verða eldri?

Áhyggjur af matvendni barna eru eðlilegar og ekki aðeins byggðar á takmörkuðu fæðuvali og afleiðingum þess eins og næringarskorti, heldur einnig á lífsgæðum út frá sálrænum-, sálfélagslegum- og líkamlegum þáttum barnanna og foreldra/forsjáraðila þeirra. Mikil streita getur fylgt því að eiga barn með matvendni og s...

category-iconEfnafræði

Hvað er spennuröð málma og hvernig tengist hún tæringu?

Hér er einnig svarað spurningunum:Er að velta fyrir mér hvort það sé rétt sem mér hefur verið sagt að járn og ál passi illa saman, þ.e að það verði tæring á milli þeirra.Hvernig tengist rafspenna tæringu, og hvaða efni er hægt að nota til að berjast gegn tæringu? Fæ ekki útskýringu neins staðar á veraldarvefnum. ...

category-iconLæknisfræði

Hvað er nárakviðslit og er hægt að lækna það?

Nárakviðslit eru algengust kviðslita. Um 90% sjúklinganna eru karlmenn en þriðjungur karla greinist einhvern tíma á ævinni með slíkt kviðslit. Algengast er að kviðslit greinist hjá börnum og eftir miðjan aldur, oftast vegna fyrirferðar og verkja á nárasvæði en í einstaka tilfellum í kjölfar garnastíflu. Skurðaðger...

Fleiri niðurstöður