Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 488 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig lifir hlébarði?

Hlébarði eða pardusdýr (Panthera pardus) tilheyrir sömu ættkvísl og aðrar stórvaxnar kattategundir. Þar má nefna jagúarinn (Panthera onca), ljónið (Panthera leo) og tígrisdýrið (Panthera tigris). Engin tegund stórra kattardýra er jafn útbreidd og hlébarðinn; þeir finnast um alla Afríku, á Arabíuskaganum, í Íran,...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Ef 80°C heitt vatn sem nýtt er til hitunar kólnar um 25% eykst þá vatnsþörfin um þriðjung ef halda á sama hitastigi og áður?

Svarið er nei; þetta er engan veginn svona einfalt og til þess liggja nokkrar ástæður. Spyrjandi virðist hugsa sér að vatnið kólni um 25% af 80°C eða væntanlega um 20°C. Þess konar prósentureikningur er hins vegar í rauninni ónothæfur um hitabreytingu, eða hvernig ættum við þá til dæmis að lýsa breytingu úr 10 ...

category-iconFélagsvísindi

Hvað eru flatir vextir?

Vaxtaútreikningar geta verið flóknari en ætla mætti við fyrstu sýn vegna þess að nokkrar mismunandi aðferðir koma til greina við að reikna út vexti. Hér verður þremur aðferðum lýst. Í fyrsta lagi er hægt að nota svokallaða flata vexti en þá eru vextir eingöngu reiknaðir af höfuðstól en ekki af ávöxtun fyrri tí...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig lifa slímálar?

Slímálar (e. hagfish, slime-eels) teljast til hringmunna (Cyclostomata) og tilheyra hópi vankjálka (Agnatha). Vankjálkar eru gjarnan taldir til fiska en eru um margt mjög ólíkir fiskum og þróunarfræðingar telja þá vera frumstæðustu hryggdýrin. Eins og nafnið gefur til kynna hafa vankjálkar enga kjálka, ólíkt öllum...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Það er hægt að breyta rafmagni í örbylgjur en er hægt að snúa ferlinu við og breyta örbylgjum í rafmagn?

Það má breyta örbylgjum í rafstraum með afriðandi loftneti (e. rectenna, rectifier antenna). Afriðandi loftnet breytir örbylgjum beint í jafnstraum. Einfalt afriðandi loftnet er byggt með því að leggja Schottky-tvist (e. Schottky diode) á milli póla loftnets. Schottky-tvistur hefur þann eiginleika að leiða vel raf...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig eru lifnaðarhættir adeliemörgæsa?

Adeliemörgæsin (Pygoscelis adeliae) er meðal smæstu núlifandi tegunda mörgæsa í heiminum, um 3-5 kg að þyngd og um 70 cm á hæð. Heimkynni adeliemörgæsarinnar er Suðurskautslandið og nokkrar aðliggjandi eyjar og er hún eina mörgæsin fyrir utan keisaramörgæsina (Aptenodytes forsteri) sem verpir á Suðurskautsland...

category-iconLæknisfræði

Hvað getið þið sagt mér um langvinna lungnateppu?

Langvinn lungnateppa (e. chronic obstructive pulmonary disease, COPD) er samheiti yfir ýmsa sjúkdóma, meðal annars lungnaþembu, langvinna berkjubólgu og reykingalungu. Um er að ræða bólguástand sem veldur ertingu í berkjunum, aukinni slímmyndun og stækkun og eyðileggingu á lungnablöðrunum. Lungnateppa einkennist a...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru hreindýr þung og er það rétt að hreindýr sem lifa norðarlega séu léttari en þau sem lifa sunnar á hnettinum?

Algeng þyngd hreindýra (Rangifer tarandus), það er karldýra, er að jafnaði í kringum 160-185 kg en kvendýrin eru nokkuð minni eða að jafnaði um 80-120 kg. Að vísu getur stærð hreindýra verið allbreytileg eftir stofnum og deilitegundum en hreindýrum er skipt niður í nokkrar deilitegundir enda lifa þau villt allt í ...

category-iconHeimspeki

Hvað er alhæfing?

Alhæfing er setning eða fullyrðing sem segir eitthvað um alla hluti af tilteknu tagi. Slíkar setningar má skrifa á forminu „Öll X eru Y“, þar sem X er sá flokkur hluta sem alhæft er um og Y lýsir þeim eiginleikum sem hlutunum er eignað. Tökum dæmi um alhæfingu: „Öll spendýr fæða afkvæmi sín með mjólk.“ Þessi...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hver eru einkenni eistnakrabbameins og hvernig er hægt að ganga úr skugga um að um eistnakrabba sé að ræða?

Eistnakrabbamein er algengasta illkynja mein í ungum karlmönnum. Um 7.400 ný tilfelli voru greind í Bandaríkjunum árið 2000. Tíðni þessa krabbameins hefur farið vaxandi undanfarna áratugi en ástæður þessarar aukningar eru óþekktar. Karlmenn geta fengið krabbamein í eistu á hvaða aldri sem er. Hinsvegar er al...

category-iconFélagsvísindi

Hvenær hefur lögreglan leyfi til þess að nota piparúða á almenning?

Lögregla hefur heimild samkvæmt lögreglulögum nr. 90/1996 til þess að grípa til aðgerða í þágu almannafriðar og allsherjarreglu. Í 15. gr. laganna segir meðal annars að lögreglu sé heimilt að hafa afskipti af borgurunum til að halda uppi almannafriði og allsherjarreglu eða koma í veg fyrir yfirvofandi röskun til ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að búa til gervistjörnu á himninum með leysigeisla?

Já, það er vel hægt og reyndar gera stjörnufræðingar það til þess að stilla mælitæki sín og ná betri myndum af geimnum. Ókyrrð í lofthjúpi jarðar er einn versti óvinur stjörnufræðinga. Hún veldur því að fyrirbæri í geimnum virðast leika á reiðiskjálfi sé horft á þau í gegnum stjörnusjónauka. Þokukenndar og óský...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndaðist Mið-Atlantshafshryggurinn?

Mið-Atlantshafshryggurinn myndaðist við það að risameginlandið Pangæa klofnaði, Norður- og Suður-Ameríka skildust frá Evrasíu og Afríku. Þetta var flókið ferli sem hófst á júra-tímabilinu, fyrir um 170 milljónum ára. Þegar skorpufleka rekur í sundur, myndast hafsbotn á milli — (Ísland er undantekning, „hafsbotn of...

category-iconUmhverfismál

Hvernig er ástand neysluvatns á Íslandi?

Neysluvatnsauðlindin Nægilegt hreint vatn til neyslu hefur verið talið auðfengið og ódýrt á Íslandi. Úrkoma er mikil, eða 2000 mm á ári að jafnaði. Ísland er einnig eitt strjálbýlasta land í Evrópu ef íbúafjöldanum er dreift á allt flatarmál landsins, eða um 3 íbúar á ferkílómeter. Flestir Íslendingar búa hins v...

category-iconLæknisfræði

Hvernig fer sýnataka vegna lungnakrabbameins fram?

Sýnataka úr æxli eða meinvarpi er nauðsynleg til greiningar á lungnakrabbameini. Auk hefðbundinnar vefjagreiningar er nauðsynlegt að sýnið sé nægilega stórt þannig að hægt sé að gera á því ónæmis-, sameinda- og stökkbreytingarannsóknir, sérstaklega ef fyrirhuguð er krabbameinslyfjameðferð. Berkjuspeglun nýtist ...

Fleiri niðurstöður