Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3334 svör fundust
Hver var Ibn Sina, öðru nafni Avicenna?
Ibn Sina (Abu Ali al-Husayn ibn Abd Allah ibn Sina), betur þekktur sem Avicenna á Vesturlöndum, var persneskur heimspekingur og fjölfræðingur. Hann fæddist um 980 e.Kr. í þorpinu Afshana nálægt borginni Bukhara sem í dag tilheyrir Úsbekistan.[1] Avicenna er talinn vera einn áhrifamesti heimspekingur Mið-Austurland...
Hvenær og af hverju urðu fornaldarsögur til?
Í umfjöllun um fornaldarsögur (samanber einnig fornaldarsögur Norðurlanda) er mikilvægt að hafa í huga hversu fjölbreyttar sögurnar eru og hversu illa þær falla að skýrt afmörkuðum tegundamörkum. Það er því sitthvað að fjalla um sögurnar sem bókmenntagrein eða þá efnivið sagnanna, upptök hans, þróun og endurnýjun....
Hefur íslenskt samfélag einhvern tíma verið stéttlaust?
Svarið við spurningunni veltur á tvennu. Annars vegar því hvaða skilning við leggjum í orðið stéttleysi og þar með stéttskiptingu og hins vegar því hver raunveruleikinn var á ýmsum tímabilum Íslandssögunnar. Um hríð hefur sú hugmynd verið nokkuð útbreidd meðal almennings að Ísland sé og hafi verið stéttlaust samfé...
Hver var Averroes og hvert var framlag hans til fræðanna?
Ibn Rushd (1126–1198) eða Averroes, eins og hann nefndist á latínu eftir spænskum miðaldaframburði (Aven Ruiz), var læknir, dómari og heimspekingur í borginni Cordoba á Spáni og var uppi á 12. öld. Cordoba tilheyrði þá arabískumælandi ríki sem nefndist Al-Andalus og var á fyrri hluta aldarinnar undir stjórn fursta...
Hvað getið þið sagt mér um Brennisteinsfjöll?
Ein megingosrein þessa kerfis liggur um Brennisteinsfjöll og kallast Brennisteinsfjallarein. Hún er með suðvestur-norðaustur stefnu og um 45 kílómetra löng, sjá mynd 1. Gosstöðvar ná yfir syðstu 33 kílómetrana. Suðurmörk reinarinnar eru við Geitahlíð, um tvo kílómetra frá sjó, og norðurmörkin norður undir Borgarhó...
Geyma einhver stöðuvötn á Íslandi fornminjar?
Kristján spurði bæði um fornleifar í sjó og vötnum. Hér fyrir neðan er að finna svar um fornleifar í stöðuvötnum en um fornleifar í sjó er hægt að lesa í svari Ragnars Edvarssonar við spurningunni Hvar má finna fornleifar í sjó við Ísland? Á brons- og járnöld tíðkaðist sums staðar í Norður-Evrópu að fórna gripu...
Hver konar skip var knörr á tímum Eiríks rauða?
Upphaflega var spurt:Hvað eru knörr?Get ég fengið lýsingu á knörr á tímum Eiríks rauða? Hvernig var knörr að gerð og hvernig notaður? Ólafur digri Haraldsson hélt frá Englandi til Noregs með menn sína á tveimur knörrum, víst haustið 1014. Um þessa för getur samtímaskáldið Óttar svarti í tveimur dróttkvæðum vísu...
Hafa fundist ný kvæði eftir forngrísku skáldkonuna Saffó?
Saffó frá Lesbos (6. öld f. Kr.) var eitt ástsælasta skáld forn-gríska menningarheimsins. Til voru níu víðlesnar bækur með kvæðum hennar sem Bókasafnið í Alexandríu bjó til útgáfu í fornöld. Þrátt fyrir þessar vinsældir hafa kvæðin varðveist afar illa til okkar tíma. Í heildarútgáfu kvæða Saffóar frá 19901 birtast...
Af hverju fáum við út 364 daga í hverju ári en ekki 365 ef við margföldum 7 (daga í viku) * 52 (vikur í ári)?
Upphafleg spurning var: Okkur er kennt að það séu 365 dagar í einu ári, jafnframt að það séu 52 vikur í einu ári og 7 dagar í vikunni! Ef við margföldum 7*52 fáum við út 364. Hvernig stendur á þessum mismun? Eins og fjallað er um í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Er hægt að finna út hvort tilteki...
Hver þýddi Faðirvorið yfir á íslensku?
Faðirvorið er á tveim stöðum í Nýja testamentinu, annars vegar í Matteusarguðspjalli, 6. kapítula, versum 9 – 13, og hins vegar í Lúkasarguðspjalli, 11. kapítula, versum 2 – 4. Það er nokkur munur á bænunum en það er útgáfan í Matteusarguðspjallli sem hefur verið bæn kristinna manna frá ómunatíð. Samkvæmt laga...
Hvað eru margir jaðrakanar og lappjaðrakanar til í heiminum?
Lappjaðrakan (Limosa lapponica) Lappjaðrakan er dæmigerður farfugl á norðurhveli jarðar, varpsvæði hans ná frá Skandinavíu og austur eftir heimskautasvæðum Rússlands, einnig er varpstofn í Vestur-Alaska. Tvær deilitegundir lappjaðrakans eru kunnar, það eru Limosa l. lapponica sem verpir í Skandinavíu og NV-Rússla...
Er Ísland ekki á milli meginlandsflekanna og telst því hvorki til Evrópu né Ameríku, jarðfræðilega?
Réttara er að Ísland er á mótum Evrasíu- og Ameríkuflekanna og telst því jarðfræðilega til beggja álfa fremur en hvorugrar — austurhlutinn til Evrópu, vesturhlutinn til Ameríku. Í öllu öðru náttúrufari er Ísland tengdara og líkara Evrópu en Ameríku. *** Að því er varðar náttúrufar að öðru leyti á Ísland fle...
Er svarti jagúarinn sérstök tegund eða bara óvenjulegt afbrigði?
Hér er einnig svarað eftirtöldum spurningum frá sama spyrjanda: Hvar lifir svarti jagúarinn? Af hverju er svarti jagúarinn svartur? Jagúarinn (Panthera onca) tilheyrir ættkvísl svokallaðra stórkatta, Panthera. Tegundin er eini meðlimur ættkvíslarinnar sem lifir í Norður- og Suður-Ameríku og er jafnframt langstæ...
Hver er talinn vera mesti frumkvöðull hagfræðinnar fyrr og síðar?
Það er ekki til neitt eitt rétt svar við þessari spurningu því að það er ekki til neinn algildur mælikvarði á gæði hagfræðinga eða hve miklir frumkvöðlar þeir eru. Væntanlega mundu flestir þó svara að Adam Smith (1723-1790) sé helsti brautryðjandi hagfræðinnar og hann er oft nefndur faðir fræðigreinarinnar. Sm...
Hvenær fékk Kanada sjálfstæði?
Kanada er annað stærsta land í heimi, aðeins Rússland er stærra. Í samræmi við það er saga landsins flókin, jafnvel þó aðeins sé miðað við þann tiltölulega stutta tíma sem evrópsk áhrif hafa verið ríkjandi, eða frá því að Kólumbus „fann“ Ameríku 1492. Kort af Kanada og nálægum löndum.Smellið til að skoða stærri ú...