Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Getið þið sagt mér frá termítum og lifnaðarháttum þeirra?
Termítar eru lítil eða meðalstór skordýr af ættbálki jafnvængja (Isoptera). Termítar hafa löngum verið kallaðir hvítmaurar en staðreyndin er sú að þó þeir lifi mjög þróuðu félagslífi og minni um margt á maura þá eru þeir ekkert sérlega skyldir þeim. Líkami termíta er mjúkur og litlaus og þeir eru með áberandi b...
Rakarinn í Þorlákshöfn rakar alla sem raka sig ekki sjálfir. Rakar hann sjálfan sig?
Þessi margumtalaði rakari virðist víðförull mjög og er ýmist sagður búa í Sevilla, á Sikiley, nú, eða í Þorlákshöfn. Eins og útskýrt verður hér að neðan er reyndar óhugsandi að þessi maður sé til eða hafi nokkurn tíma verið til. Þverstæðan um rakarann er svona: Rakarinn í þorpinu rakar alla (og aðeins þá) þor...
Hvers vegna átti lýðræðið erfitt uppdráttar á 19. öld? Hvers vegna vildu menn takmarka kosningarétt og kjörgengi við eigna- og menntamenn?
Fyrst er rétt að gæta þess að takmarkanir á kosningarétti og kjörgengi á nítjándu öld voru ámóta miklar á Íslandi og í öðrum löndum Vestur- og Mið-Evrópu. Indriði Einarsson skrifaði fróðlega grein um kosningar til Alþingis í Tímarit Hins íslenska bókmenntafélags árið 1884 og bar þar meðal annars saman hlutfall íbú...
Skapaði Guð mennina eða urðu þeir til af öpum?
Svar vísindanna um uppruna mannsins er skýrt og afdráttarlaust: Tegundin Homo sapiens, hinn viti borni maður, varð til með þróun eins og aðrar tegundir í lífríkinu, og menn og apar hafa þróast út frá sömu forfeðrum eða fyrirrennurum. Vísindin láta hins vegar hitt liggja milli hluta hvort eða að hvaða leyti þes...
Er hægt að geyma vetnisflúoríð á glerflösku ef það er ekki leyst upp í vatni?
Gerður er greinarmunur á HF á gasformi og HF í vatnslausn. HF á gasformi kallast vetnisflúoríð og er táknað með HF(g) en vatnslausn af vetnisflúoríði kallast flússýra (einnig kallað flúorsýra eða flúrsýra) og er táknuð með HF(aq). Algengasta form vetnisflúoríðs er 40% lausn af HF í vatni. Slíkar lausnir eru se...
Hvaða munur er á hugtökunum náttúruhamfarir og náttúruvá?
Mörgum, einkum almenningi og fjölmiðlafólki, er tamt að tala og hugsa um eldgos sem náttúruhamfarir og greina þau þannig frá öðrum og minna áberandi fyrirbærum í náttúrunni. En hvað eru þá náttúruhamfarir? Þetta hugtak er nokkuð loðið og skilgreining þess alls ekki einföld. Náttúruhamfarir hér þurfa ekki að vera n...
Hvernig er raforka framleidd með heitu vatni (ekki gufu)?
Margir þekkja hvernig raforka er framleidd með gufu. Þá er varmaorka gufunnar látin hreyfa hjól í gufuhverfli eða túrbínu sem tengt er við rafal (e. dynamo, generator). Ef heita lindin er hins vegar vatn en ekki gufa þá er gufuþrýstingurinn ekki nægur til að framleiða raforku að neinu marki. Til dæmis er ekki tali...
Hvers vegna eru pöndur í útrýmingarhættu?
Hér er einnig svarað spurningunum:Hvað lifa pöndur lengi?Í hvaða löndum lifa pöndur?Hvað heita karldýr, kvendýr og afkvæmi panda? Fornleifarannsóknir hafa leitt í ljós að á ísaldartímabili jarðar (pleistósen), fyrir um 2,6 milljónum til 10.000 árum, lifði risapandan (Ailuropoda melanoleuca) á nokkuð víðáttumiklu ...
Getið þið sagt mér hvar landamæri Evrópu liggja?
Skipting þurrlendis jarðar í heimsálfur er ekki náttúrulögmál heldur eingöngu hugmyndir manna sem hafa þróast öldum saman og tekið breytingum í takt við breytingar á heimsmyndinni. Eins og með önnur mannanna verk er þessi skipting langt frá því að vera óumdeild. Það er ekki aðeins deilt um það hvar mörk á milli he...
Hver er lífmassi allra veira á jörðinni?
Veirur eru þær örverur sem finnast í mestum fjölda á jörðinni. Þær eru líklega alls staðar þar sem líf þrífst, allt frá köldum heimskautasvæðum til sjóðandi hvera. Veirur sýkja allar gerðir lífvera, eins og menn, plöntur, sveppi, fiska, skordýr, amöbur og bakteríur. Flestir telja veirur ekki til lífvera því að ...
Geta kjósendur gefið þingmönnum bindandi fyrirmæli?
Í 48. grein stjórnarskrárinnar er kveðið á um að alþingismenn séu eingöngu bundnir við sannfæringu sína og ekki við neinar reglur frá kjósendum sínum. Af þeim sökum getur hvorki ríkisstjórn né aðrir handhafar framkvæmdarvalds gefið þingmönnum bindandi fyrirmæli um hvernig þeir skuli haga störfum sínum. Þingmenn er...
Er hægt að breyta loftþrýstingseiningunni hPa yfir í cm vatns?
Þrýstingur (e. pressure) er skilgreindur sem kraftur á flatareiningu, það er newton á fermetra, og er hann táknaður með bókstafnum p. Auðvelt er að reikna þrýsting á ákveðnu dýpi h í vökva eða gasi með tiltekinn eðlismassa ρ (ρ er gríski bókstafurinn "hró" eða "ró" og SI-einingin fyrir eðlismassa er kg/m...
Hvers vegna fáum við sinadrátt?
Sinadráttur er kröftugur, sársaukafullur samdráttur í vöðva eða vöðvum. Algeng tegund sinadráttar verður í kálfanum í svefni en sinadráttur getur einnig orðið vegna mikillar vinnu, meiðsla eða við það að vera lengi í sömu stellingum. Vökvatap eykur einnig hættu á sinadrætti. Sinadráttur er algengur hjá íþróttamönn...
Hefur tveimur dýrategundum verið blandað saman? Ef svo er, hvaða tegundum?
Æxlun milli einstaklinga af ólíkum tegundum þekkist bæði í náttúrunni og einnig af manna völdum. Í raun hefur slík kynblöndun verið reynd hjá öllum helstu hópum spendýra. Eigi afkvæmin hins vegar að vera lífvænleg þurfa tegundirnar sem blandað er að vera mjög skyldar. Nær undantekningalaust eru afkvæmin ófrjó og...
Börðust indjánar í Þrælastríðinu?
Já, þótt merkilegt megi teljast þá gerðu þeir það. Margar orsakir lágu þar að baki. Sumir þjóðflokkar, svo sem frumbyggjar á indjánasvæðunum í Oklahoma (e. the Indian territories), lentu bókstaflega á milli tveggja elda þegar Norður- og Suðurríkin vígbjuggust í kringum þá. Margir töldu að „stríð hvítu mannanna”...