Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3257 svör fundust
Á hvaða tungumáli hugsa þeir sem tala táknmál?
Margir kannast eflaust við að hafa verið spurðir að því á hvaða tungumáli þeir hugsi og oftar en ekki nefna menn þá móðurmálið. En er það rétt? Heimspekingar og sálfræðingar hafa viðurkennt að hugsun geti verið óháð tungumálinu og að hún geti til að mynda verið sjónræn. Tvítyngdur einstaklingur getur til dæmis ...
Þrífast rottur í sveitum landsins og hvar halda þær til í þéttbýli?
Tvær rottutegundir hafa fundist hér á landi, brúnrotta (Rattus norvegicus) og svartrotta (Rattus rattus). Eins og Gunnar Karlsson rekur í svari sínu við spurningunni Hvenær varð fyrst vart við rottur á Íslandi? er trúlegt að Ísland hafi verið rottulaust fram á 17. eða 18. öld. Fyrst er getið um rottur í sýslulýsin...
Er eitthvað raunverulega ókeypis?
Það fer nú dálítið eftir því hvaða skilning menn leggja í „ókeypis“. Margt kostar nefnilega ekki pening. Sem dæmi mætti nefna bros, hrós eða faðmlag. Í ensku er til orðatiltækið „The best things in life are free“ sem mætti þýða eitthvað á þá leið að það besta í lífinu sé ókeypis. Ef við lítum svo á að „ókeypis“ þý...
Ég er 17 ára stelpa, hvernig geri ég ferilskrá?
Öll spurningin hljóðaði svona: Spurningin mín er: Hvernig gerir maður starfsferilsskrá? Ég er 17 ára ung stelpa sem er að leita að vinnu. Ég þarf ekki nauðsynlega að vera með starfsferilsskrá fyrir störf sem ég er að sækja um núna en mig langar að vera með starfsferilskrá fyrir til öryggis í framtíðinni af því ég...
Hvers vegna eru airsoft-loftbyssur bannaðar á Íslandi?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna eru airsoft-byssur (loftbyssur) bannaðar á Íslandi en leyfðar í öðrum löndum í Evrópu? Væri ekki hægt að vera með airsoft-íþróttafélag? Svonefndar airsoft-byssur eru í sumum löndum notaðar í „skotvopnaleikjum“ sem svipar til litboltaleikja (e. paintball). Þessar by...
Máttu verja heimili þitt við innbrot?
Í 12. gr. almennra hegningarlaga nr. 40/1940 er kveðið á um að: [þ]að verk [sé] refsilaust, sem menn vinna af neyðarvörn, að því leyti sem það hefur verið nauðsynlegt til þess að verjast eða afstýra ólögmætri árás, sem byrjuð er eða vofir yfir, enda hafi ekki verið beitt vörnum, sem séu augsýnilega hættulegri en...
Hvað er hljóðlíking?
Hljóðlíking, sem einnig er nefnd hljóðgerving á íslensku, er orð sem myndað er með því að líkja eftir hljóði í náttúrunni. Einfalt dæmi um hljóðlíkingu er nafnorðið mjálm og sögnin mjálma. Orðin tvö líkjast hljóðinu sem kettir gefa frá sér og eru því hljóðlíking. Erlent fræðiheiti hljóðlíkingar er onomatopoeia, sa...
Hvernig er súrmatur búinn til og hvernig eykur súrsun geymsluþol matvæla?
Hér er einnig svarað spurningunum:Hvenær byrjuðu menn að súrsa mat? Hvað gerist við súrsun á mat? Hvað er það efnafræðilega séð við súrsun sem verkar sem rotvörn í matvælum? Að súrsa matvæli með sýrðri mysu, er ævagömul aðferð til að auka geymsluþol matvæla. Alþekkt er að grænmeti sé sýrt í ediksýru, en hér á...
Hvað er ónæmisminni?
Hugtakið ónæmisminni er notað um þann hæfileika ónæmiskerfisins að geyma upplýsingar um fyrri ónæmisviðbrögð. Enska heitið er anamnesis en það kemur úr grísku og vísar til þess sem menn muna eða rifja upp.[1] Ónæmisminni er forsenda bólusetninga. Bóluefni geta verið unnin úr dauðum, óvirkum eða veikluðum sýklum...
Skoða vísindin hlutina þverfaglega til að leita svara í samsvörun?
Spyrjandi lætur eftirfarandi hugleiðingar fylgja spurningu sinni:Mín spurning er hvort vísindin skoði hluti almennt þverfaglega til að leita svara í gegnum lögmál samsvörunnar. Til að mynda þá skoða ég yfirleitt myndir frá Hubble sjónaukanum með augum heimspekings og líffræðinnar. Stjarna sem er að deyja hefur t...
Hvað er greind?
Hér verður ekki reynt að svara því hvað orðið greind merkir í almennu máli eða í daglegu lífi. En í sálarfræði er með þessu orði átt við það sem mælist á tilteknum prófum sem kallast greindarpróf. Þau hafa reynst hafa forsagnargildi um tiltekna eiginleika manna sem hafa til dæmis áhrif á framtíð þeirra. Greindarpr...
Hvernig verkar sundmaginn í fiskum?
Fyrst er þess að geta að hlutur í vatni leitar niður á við ef hann er þyngri en vatnið sem hann ryður frá sér en hlutur sem er léttari en vatnið leitar upp á við. Hlutur sem hefur jafnmikinn massa og vatnið sem hann ryður frá sér er hins vegar í jafnvægi. Þetta byggist á lögmáli Arkímedesar og á einnig við um loft...
Hefur föstumánuðinn Ramadan borið upp á hásumar eftir að íslam kom til sögu?
Spyrjandi á væntanlega við það hvort Ramadan hafi borið upp á hásumar á norðurhveli, þar sem meirihluti mannkynsins og múslima býr, en þá er sem kunnugt er hávetur á suðurhveli, og öfugt. Allir dagar ársins eru jafnlíklegir sem upphafsdagur Ramadans og því hefur hver dagur gegnt því hlutverki 3-5 sinnum á þeim tæp...
Á hvern hátt er Úranus frábrugðinn hinum reikistjörnunum?
Úranus er sjöunda reikistjarnan frá sólu og braut hennar liggur að meðaltali í um 2,9 milljarða kílómetra fjarlægð frá sólinni eða 19,22 AU. Að þvermáli er Úranus 51.800 km um miðbaug og er því þriðja stærsta reikistjarna sólkerfisins, fjórum sinnum stærri og 14,5 sinnum massameiri en jörðin. Þvermál Úranusar er...
Hvað er átt við með sviðshugtakinu í eðlisfræði? Hvernig er hægt að setja það fram án þess að lenda í hring?
Spyrjandi bætir einnig við:Að hvaða leyti er sviðshugtakið spor fram á við miðað við fjarhrifshugmyndir, til dæmis þær sem Newton setti fram?Allt frá því um miðbik nítjándu aldar hafa eðlisfræðingar talað um rafsvið (electric field) og margir kannast sjálfsagt einnig við hliðstæðu þess, segulsviðið (magnetic field...