Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconLögfræði

Hver borgar meðlag þegar hvorugt foreldrið hefur forræði yfir barni?

Spurninguna mætti einnig orða svona: Hvílir framfærsluskylda á foreldri (öðru eða báðum) jafnvel þótt það (þau) fari ekki með forsjá barnsins? Svarið er já því samkvæmt barnalögum nr. 20/1992 er meginreglan sú að framfærsluskylda hvílir á kynforeldrum barns óháð því hvort þau fari með forsjá þess. Framfærsluskylda...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta flóðhestar lifað á Íslandi?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Geta flóðhestar lifað á Íslandi? Ef svo er, er þá hægt að eiga þá svona eins og gæludýr? Sjálfsagt er hægt að halda flóðhest hér á landi við manngerðar aðstæður innandyra og hluta úr ári utandyra. Flóðhestar virðast að minnsta kosti þrífast ágætlega í dýragörðum víða um heim ...

category-iconHugvísindi

Af hverju er þorskur kallaður ´sá guli´?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Af hverju er þorskur kallaður "sá guli"? Mér finnst hann eiginlega vera meira grænn en gulur. Er hann kallaður þetta annars staðar? Þorskurinn á sér afar mörg heiti meðal sjómanna. Þau fara eftir því hvort um er að ræða lítinn fisk (bírapísl, brísl) eða stóran (bíri, dröttungur),...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Í heila okkar er eitthvað sem heitir á fræðimáli corpus callosum, hvað er það?

Það sem kallast corpus callosum á fræðimáli eru hvelatengsl á íslensku. Þverskurðarmynd af heila í manni sem sýnir staðsetningu corpus callosum eða hvelatengsla. Í heilanum á okkur eru tveir helmingar sem kallast vinstra og hægra heilahvel (e. hemisphere). Hvort hvel um sig stjórnar andstæðum hluta líkamans....

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu lengi lifa flóðhestar?

Líkt og flestar aðrar dýrategundir ná flóðhestar (Hippopotamus amphibius) í haldi manna hærri aldri en þeir sem lifa villtir þar sem öldrunareinkenni reynast villtum dýrum erfið í samkeppni í náttúrunni. Sannarlega elsti flóðhestur sem sögur fara af í dýragörðum náði 67 ára aldri. Sumarið 2012 komst flóðhestur...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju eru til brjóst?

Megintilgangur brjósta er að framleiða mjólk fyrir afkvæmi. Í spenunum eru mjólkurkirtlar en þar myndast mjólkin. Kvendýr allra spendýrategunda mynda mjólk sem afkvæmi þeirra drekka. Að jafnaði fara brjóst ekki að stækka fyrr en við kynþroska en þau stækka fyrir tilstilli kvenkynhormóna. Þess vegna stækka brjóst s...

category-iconLögfræði

Getur lögregla gert upptækar einkaeignir starfsmanna þegar hún gerir húsleit í fyrirtækjum?

Lögregla og önnur stjórnvöld, til dæmis samkeppnis- og skattayfirvöld, geta gert húsleitir hjá fyrirtækjum sem liggja undir grun um lögbrot. Við slíkar leitir er oftast lagt hald á mikið magn af gögnum sem eru notuð til að sannreyna hvort þau brot sem fyrirtækið er grunað um hafi átt sér stað. Til slíkrar leitar þ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér allt um finkur?

Finkur eru samheiti yfir smáfugla sem hafa keilulaga gogg og éta fræ. Um er að ræða nokkur hundruð tegundir sem falla undir fimm ættir og tilheyra ættbálki spörfugla (Passeriformes): Ættíslenskt heiti samkvæmtÍslenskri málstöðFringillidaefinkuættCarduelidaeþistilfinkurEmberizidaetittlingaættEstrildidaestrildi...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju fáum við gubbupest?

Uppsölu- og niðurgangspest er það sem í daglegu tali er oft kallað gubbupest og lýsir sér með ógleði, uppköstum, kviðverkjum og niðurgangi og koma einkennin oftast skyndilega. Smit berst ýmist frá sýktum einstaklingi eða sýktu vatni eða matvælum. Einkennin við sýkingunni eru leið líkamans til að losa sig við eitur...

category-iconHugvísindi

Hvaða ár var merkilegast í sögu Íslands?

Við erum stödd á vísindavef, og því er nauðsynlegt að byrja á að svara því að vísindalega verður spurningunni ekki svarað beint með ákveðnu ártali. Það er megineinkenni vísinda að svör þeirra eiga að vera efnislega hin sömu hver sem spyr og hver sem svarar. En orðið „merkilegur“ hefur ekki merkingu sem gefur tilef...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað erum við margar mínútur að labba í kringum Ísland?

Hringvegurinn er 1381 kílómetra langur því að göngugarpurinn okkar velur að labba Hvalfjörðinn en styttir sér ekki leið með því að fara gegnum Hvalfjarðargöngin. Við gerum ráð fyrir að hann sé röskur og gangi 4 kílómetra á klukkustund. Göngugarpurinn unnir sér ekki hvíldar heldur labbar stanslaust án þess að verða...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju fæðumst við með botnlanga fyrst hann er óþarfi í líkamanum?

Botnlanginn er lítil tota sem gengur út frá botnristlinum. Jónas Magnússonar segir í svari sínu við spurningunni Til hvers er botnlanginn?:Hlutverk hans eða tilgangur í mönnum er mjög á huldu. Til dæmis virðist unnt að fjarlægja hann hvenær sem er á ævinni án þess að það hafi nein sýnileg áhrif. Hins vegar gegnir ...

category-iconFornfræði

Hvað getið þið sagt mér um grísku gyðjuna Ceres?

Hér er að nokkru leyti einnig svarað spurningu Karenar Pétursdóttur: Ceres var gyðja í rómverskri goðafræði, hvert var hlutverk hennar og hver eru hennar helstu einkenni? Ceres var rómversk gyðja, ítölsk að uppruna, og var einkum dýrkuð á Aventínusarhæð í Róm. Ceres var aðallega talin tengjast sköpunarmætti nátt...

category-iconTölvunarfræði

Hvað gerist ef sæstrengur rofnar og hvað tekur viðgerð langan tíma?

Fjórir sæstrengir tengja Ísland við umheiminn og nánast öll fjarskipti Íslands við önnur lönd fara um þessa strengi. Sæstrengir eru því ein af lífæðum samfélagins á líkan hátt og innflutningur á matvælum eða innlend matvælaframleiðsla. Strengirnir DANICE, ÍRIS og FARICE-1 eru í eigu Íslendinga og um þá fer lang...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju myndast öldur?

Öldur myndast á vatns- eða haffleti vegna vinda. Minnstu öldur rétt brjóta spegil vatnsflatarins og eru nefndar gráð en öldurnar vaxa, hækka og lengjast með auknum vindstyrk. Alda er bylgjuhreyfing. Einfaldri bylgju má lýsa með bylgjulengd, bylgjuhæð og sveifluvídd og hreyfingu hennar með sveiflutíma, T, sem...

Fleiri niðurstöður