Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4454 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Af hverju fær maður kvef?

Hér er einnig að finna svar við spurningunum: Hvers vegna kvefast maður þegar manni kólnar? Er sú almenna trú manna að kuldi valdi kvefi rétt? Kvef er hvimleiður en tiltölulega meinlaus veirusjúkdómur. Vitað er um meira en tvö hundruð veirur sem valda kvefi. Veirurnar berast á milli manna með úðasmiti, það er að...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er innbyrðis hreyfing?

Innbyrðis hreyfing er það hvernig einn hlutur hreyfist miðað við annan tiltekinn hlut. Hún er til dæmis engin ef báðir eru kyrrstæðir og líka ef þeir hreyfast báðir eins, það er að segja með jafnmiklum hraða í sömu stefnu. En ef hlaupari fer fram úr mér þar sem ég er í gönguferð þá erum við, ég og hlauparinn, á in...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er hlutbundin forritun og til hvers er hún notuð?

Hlutbundin forritun (e. object-oriented programming) er fyrst og fremst heiti yfir ákveðnar forritunaraðferðir sem gjarnan er stillt upp á móti ferlislegri forritun (e. procedural programming). Forritunarmál eins og Smalltalk, Java og C++ styðja hlutbundna forritun, meðan önnur, svo sem C, Pascal og Basic, gera þa...

category-iconFöstudagssvar

Ef andi byði manni þrjár óskir gæti maður þá óskað sér að fá 100 óskir?

Þessu getur eiginlega enginn svarað nema andinn sjálfur. Skapferli anda er mjög mismunandi eftir því sem við höfum heyrt og má því búast við að þeir mundu bregðast mjög misjafnlega við þessu. Sumir andar eru strangir og kannski geðvondir, hafa jafnvel sofið illa síðustu nótt (við höldum að andar sofi á nótt...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Getur maður drukkið svo mikið vatn að það verði óhollt eða skaðlegt líkamanum?

Um 60% af líkamsþyngd heilbrigðra einstaklinga er vatn. Þetta hlutfall er heldur lægra hjá konum en körlum og getur verið enn lægra hjá þeim sem eru feitir eða aldraðir. Um tveir þriðju af líkamsvatninu er inni í frumum líkamans (frumuvatn) en þriðjungur utan frumna (millifrumuvökvi). Meðalmaður hefur því rúmlega ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Á hve margra ára fresti ber bolludag, öskudag og sprengidag upp á sama mánaðardag?

Svarið við þessu er frekar einfalt: Bolludagur, sprengidagur og öskudagur eru alltaf hver á eftir öðrum, bolludagur á mánudegi, sprengidagur á þriðjudegi og öskudagur á miðvikudegi. Þeir geta því aldrei fallið á sama dag. Bolludagur er mánudagurinn í sjöundu viku fyrir páska og getur fallið á tímabilið frá 2. f...

category-iconLögfræði

Hvaða lög og reglugerðir gilda um peningasafnanir til góðgerðarmála?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvaða lög og reglugerðir gilda um peningasafnanir til góðgerðarmála? Hversu nákvæmlega þarf að gefa upp í hvað peningunum verður eytt?Um fjársafnanir gilda lög nr. 5/1977 um opinberar fjársafnanir. Samkvæmt greinargerð með frumvarpi sem varð að lögum nr. 5/1977 eiga lögin að...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna er geispi smitandi?

Eins og fram kemur í svari Bergþórs Björnssonar við spurningunni Hvers vegna geispum við? eru vísindamenn ekki á einu máli um hvað veldur geispa. Settar hafa verið fram nokkrar kenningar um ástæður geispa eins og Berþór greinir frá, en engin þeirra virðist fullnægjandi skýring á fyrirbærinu. Svo er að sjá se...

category-iconNæringarfræði

Hvers vegna hafna sumar grænmetisætur mjólkurafurðum?

Spurningin er svona í fullri lengd:Hvers vegna borða sumar grænmetisætur ekki venjulegt brauð og af hverju drekka þær ekki mjólk og borða ost? Eins og fram kemur í svari Jóhönnu Eyrúnar Torfadóttur við spurningunni Fá grænmetisætur öll þau næringarefni sem líkaminn þarfnast? eru til nokkrar "tegundir" af grænmeti...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er vitað um minnsta fugl í heimi?

Minnsta fuglategund í heimi er af ætt kólibrífugla (Trochilidae), en hún telur um 320 tegundir. Tegundin nefnist hunangsbríinn (Mellisuga helenae, e. bee hummingbird) og lifir hún aðeins á austurhluta Kúbu og smárri eyju sem nefnist Pines. Fugl þessi er aðeins um 5,5 cm á lengd, en goggurinn og stélið er um helmin...

category-iconVísindavefur

Hafið þið svör við öllum spurningum?

Já, satt að segja er ég farinn að halda að við eigum "svör" við öllum spurningum ef tíminn væri nægur. Þá á ég við að það sé sama hvað þú spyrð okkur, um sveppasósu eða blaðgrænu, himinblámann eða um eðli spurninga, til dæmis hvaða spurning sé erfiðust, þá eiga vísindi og fræði alltaf eitthvað í handraðanum um mál...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru samlokur?

Upphaflega spurningin hljóðaði svona:Hvað er fisktegundin samlokur og hvar get ég fengið myndir og upplýsingar um þær?Latneska fræðiheitið á samlokum er Bivalvia, á ensku heita þær bivalves eða mussels en á dönsku muslinger. Samlokur eru ekki fisktegund heldur hópur hryggleysingja innan fylkingar lindýra (Mollusca...

category-iconFélagsvísindi

Hver er merkasti leiðtogi breska Íhaldsflokksins?

Flestir munu verða sammála um það að merkustu leiðtogar breska Íhaldsflokksins á 20. öld hafi verið þau Winston Churchill (1874-1965) og Margrét Thatcher (f. 1925). Churchill sýndi hugrekki og staðfestu þegar hann tók við forystu Íhaldsflokksins og forsætisráðherraembættinu, þegar flest var Bretum mótdrægt vorið 1...

category-iconFélagsvísindi

Hver er munurinn á MA- og MSc-námi við háskóla í Bretlandi, til dæmis í kynjafræði?

Spyrjandi bætir því við að hann hafi lokið BA-gráðu í mannfræði með kynjafræði sem aukafag og sé að leita fyrir sér með meistaranám í kynjafræði í Bretlandi. MA og MSc eru tvær af þeim gráðum sem nemar í framhaldsnámi við enska háskóla geta útskrifast með. Þær eru sambærilegar, á sama stigi báðar tvær, á milli BA...

category-iconLögfræði

Á maður rétt á endurgreiðslu bíómiða ef maður gengur út í hléi?

Spurningin sem hér þarf að svara er hvort heimilt sé að rifta þeim samningi sem komst á með kvikmyndahúsinu og bíógestinum við kaup þess síðarnefnda á bíómiðanum. Með riftun lýsir aðili því yfir að vegna vanefnda gagnaðila verði samningurinn ekki efndur samkvæmt aðalefni sínu. Þá fellur greiðsluskylda hvors aðila ...

Fleiri niðurstöður