Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2463 svör fundust

category-iconHeimspeki

Hvað er pósitífismi?

Auguste Comte (1798-1857) kynnti grundvallarstef pósitífismans til sögunnar snemma á nítjándu öld í ritgerðum á borð við „Considérations philosophiques sur la science et les savants“ (1825) og skilgreindi og útfærði ítarlega í Cours de philosophie positive sem kom út í sex bindum á árunum 1830-1842 og Système de p...

category-iconVísindi almennt

Þarf maður að vera snillingur til að verða vísindamaður eða -kona?

Í stuttu máli er svarið nei. Skoðum augnablik forsendur þess svars: Fyrst þarf að fallast á einhvers konar skilgreiningar á orðunum „snillingur“ og „vísindamaður“. Hvort manneskja telst vísindamaður eða ekki er misjafnt eftir því hver er spurður. Flestir teldu raunvísindamenn svo sem eðlisfræðinga, efnafræðinga...

category-iconLæknisfræði

Hvernig er best að meðhöndla exem?

Exem er langvinnur húðsjúkdómur sem veldur kláða, roða, þurrki og sprungum í húð. Ofnæmisexem (e. atopic eczema) er algengasta tegund exems. Heimilislæknir getur greint sjúkdóminn með því að fá upplýsingar um einkennin og skoða húðina. Mikilvægt er að hann fái að vita hvort saga er um exem í fjölskyldunni og an...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað getið þið sagt mér um geimfarið Rosetta?

Rosetta er ómannaður rannsóknarleiðangur Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) til halastjörnunnar 67P/Churyumov-Gerasimenko. Rosetta var skotið á loft 2. mars árið 2004 og komst á braut um halastjörnuna þann 6. ágúst 2014. Með í för er lítið lendingarfar sem á að lenda á halastjörnunni í nóvember 2014. Það verður í f...

category-iconNæringarfræði

Hvaða munur er á ómega-3 og ómega-6 fitusýrum?

Mikið hefur verið rætt og ritað um ómega-3 og ómega-6 fitusýrur undanfarið. Stundum hefur þessi umfjöllun verið nokkuð misvísandi. Skilaboðin hafa gjarnan verið á þá leið að ómega-3 fitusýrur séu hollar og ómega-6 fitusýrur óhollar. Svo einfalt er þetta þó alls ekki. Báðar þessar fitusýrur eru líkamanum nauðsynleg...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um Alfred Wegener?

Alfred Wegener fæddist í Berlín 1880 og nam stjörnufræði og veðurfræði við háskóla þar í borg. Doktorsritgerð hans var um stjörnufræði, en af ýmsum ástæðum kaus hann að helga sig veðurfræðinni frekar, meðal annars vegna áhuga síns á líkamsrækt, útivist og ferðalögum, einkum á norðlægum slóðum. Hann kannaði lofthjú...

category-iconHeimspeki

Af hverju bulla stjórnmálamenn svona mikið?

Spurningin gerir ráð fyrir því að stjórnmálamenn bulli mikið. Um það kunna að vera skiptar skoðanir, því ekki er alltaf ljóst hvað er bull og hvað ekki. Auk þess kunna að vera skiptar skoðanir um það hvað sé lítið eða hæfilegt bull og hvað sé mikið. Heimspekingurinn Harry Frankfurt hefur gefið út lítið kver se...

category-iconLæknisfræði

Hvað eru hjartsláttartruflanir?

Hjartsláttartruflun er hvers kyns truflun í leiðslukerfi hjartans. Hjartsláttartruflanir valda ýmist hægatakti, hraðtakti eða aukaslögum og geta átt uppruna frá hjartagáttum, sleglum eða í vefnum þar á milli. Sumar hjartsláttatruflanir eru einkennalausar en aðrar geta verið lífshættulegar. Hjartslætti er undir...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Getur fólk verið af millikyni?

Í stuttu máli er svarið já, því bæði er til fólk með útlitseinkenni beggja kynja og tvíkynja einstaklingar með fullþroskaða kynkirtla beggja kynja. Hins vegar er ekki víst að rétt sé að tala um millikyn heldur er frekar hægt að segja að vísindamenn séu að átta sig á því að mörkin sem við höfum hingað til dregið mi...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hverjir hafa verið fánaberar Íslands á Ólympíuleikum?

Setningarathöfn Ólympíuleika er mikið sjónarspil. Hluti af athöfninni felst í að þátttakendur ganga fylktu liði inn á leikvanginn undir fána sinnar þjóðar. Hver þjóð velur fánabera sem gengur fremstur í flokki. Grikkir ganga fyrstir inn á leikvanginn, sem forfeður nútímaólympíuleikana, en þar á eftir ganga aðrar þ...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndaðist Hestfjall á Suðurlandsundirlendinu?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvernig myndaðist Hestfjall á Suðurlandsundirlendinu? Lögun fjallsins er allt öðruvísi en á hefðbundnu móbergsfjalli. Hestfjall lætur ekki mikið yfir sér, þar sem það liggur framlágt nokkru austan við Selfoss. Jarðfræði þess var nokkuð könnuð upp úr miðri síðustu öld, meðal...

category-iconHeimspeki

Hvers lenskur var Tarzan og hvar gerast ævintýrin um hann?

John Clayton, sem við flest þekkjum undir nafninu Tarzan, er enskur greifi kenndur við Graystoke. Eftir að hann missti foreldra sína barnungur ólst hann upp meðal apa af óræðri tegund í skógum Afríku. Enginn veit nákvæmlega í hvaða landi foreldrar hans voru skilin eftir af uppreisnarmönnum sem tóku yfir skip þeirr...

category-iconMálvísindi: íslensk

Geta fyrirtæki ákveðið hvernig eigi að fallbeygja nöfn þeirra?

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Geta fyrirtæki ákveðið sjálf hvernig nöfn þeirra eru beygð? Ég spyr vegna þess hvernig Eimskip segir á sinni heimasíðu hvernig það beygist. Þar er beygingin: Eimskip, Eimskip, Eimskip, Eimskips. Ég hefði haldið að það ætti að beygja orðið eins og skip í eintölu, það er frá Eims...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað voru réttarhöldin í Salem árið 1692 og höfðu þau áhrif á galdramál á Íslandi?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað voru réttarhöldin í Salem árið 1692 og höfðu þau einhver áhrif á það hvernig málin þróuðust á Íslandi á þessum tíma? Síðari spurningunni er auðsvarað: Réttarhöldin í Salem gætu ekki hafa haft áhrif á þróun sambærilegra mála á Íslandi því galdramálum á Íslandi var að mestu...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvernig er hvítblæði meðhöndlað?

Í svari við spurningunni Hvað er hvítblæði og hver eru einkennin? er fjallað almennt um hvítblæði, mismunandi tegundir þess og einkenni. Það getur verið ágætt að kynna sér það svar áður en lengra er haldið. Til að greina hvítblæði er nákvæm sjúkrasaga og skoðun mikilvæg. Eftir að hafa fengið greinargóðar upplý...

Fleiri niðurstöður