Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1742 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Er orðið "akkúrat" íslenskt? Ef ekki, hvaðan kemur það þá?

Orðið akkúrat ‘nákvæmur, áreiðanlegur, stundvís’ er tökuorð úr dönsku akkurat og vel þekkt í málinu að minnsta kosti frá því um miðja 19. öld. Danska orðið er myndað af latneskum lýsingarhætti þátíðar sagnarinnar accūrāre ‘sýna einhverjum umhyggju’, það er. accūrātus, en latneska orðið cūr...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðanna tékki og tékkhefti og hvers vegna eru þessi orð notuð í viðskiptum?

Orðið tékki er fengið að láni annaðhvort beint úr ensku check eða úr dönsku. Framan af virðast orðmyndir og stafsetning vera á reiki. Hvorugkynsmyndin tékk var eitthvað notuð rétt fyrir og eftir aldamótin 1900 og þá jafnvel rituð check (með greini checkið). Elsta dæmi Orðabókar Háskólans um orðið tékki er úr blaði...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða 'mjalla' er átt við þegar menn eru ekki með öllum mjalla?

Orðið mjalli merkir ‘skynsemi, heilbrigði, vit’ en einnig ‘hvítleiki’. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans um mjalla í orðasambandi er úr skrifum Árna Magnússonar handritasafnara rétt fyrir aldamótin 1700. Hann er þar að skýra sambandið ekki er mjallinn á og segir það merkja ‘ekki fer vel’. Elstu dæmi Orðabókarinna...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað hafa Íslendingar unnið til margra verðlauna á Ólympíuleikum?

Íslendingar hafa átt þátttakendur á 19 Ólympíuleikum (en hér er aðeins átt við sumarólympíuleika). Fyrst árið 1908, næst árið 1912 (í bæði skiptin undir fána Dana), svo árið 1936, þá fyrst sem fullvalda þjóð, og allar götur síðan. Þess ber að geta að engir Ólympíuleikar fóru fram árin 1916, 1940 og 1944 vegna strí...

category-iconHugvísindi

Hvers vegna notum við ekki lengur gömlu íslensku nöfninn á mánuðunum og hvenær var því hætt?

Ástæða þess að Íslendingar hættu að nota gömlu mánaðaheitin er sennilega fyrst og fremst hagkvæmni. Evrópuþjóðir sem landsmenn voru helst í samskiptum við notuðu gömlu rómversku mánaðaheitin, og þegar í upphafi 16. aldar var farið að gefa út almanök í Þýskalandi og Danmörku. Latneskættuðu mánaðaheitin (til dæmis j...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig er best að nota orðið krakkar, eru unglingar ennþá krakkar?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Góðan dag. Langar að forvitnaðst um orðið krakkar. Nota það hér á heimilinu fyrir unglingana hér alla hvort sem þau eru 16 ára til 21 árs gömul. Hvernig skal nota það og er það aldurskipt? Væri betra að segja unglingar? Orðið krakki er í Íslenskri orðabók (2002: 812) ...

category-iconVísindafréttir

Nýr samningur undirritaður um samstarf á milli HHÍ og HÍ um starfsemi Vísindavefsins

Nýlega var undirritaður samningur um áframhaldandi stuðning Happdrættis Háskóla Íslands og Háskóla Íslands við Vísindavef HÍ. Happdrætti Háskólans og Háskóli Íslands eru aðalstyrktaraðilar Vísindavefsins og stuðningur þeirra tryggir grunnrekstur vefsins. Vísindavefur Háskóla Íslands varð 20 ára á þessu ári og h...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða rannsóknir hefur Alda Björk Valdimarsdóttir stundað?

Alda Björk Valdimarsdóttir er dósent í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Meðal helstu rannsóknarverkefna hennar eru enskar 19. aldar bókmenntir með sérstakri áherslu á skáldverk Jane Austen, endurvinnslu menningararfsins í samtímanum, hliðarsögur, endurritanir og aðlaganir. Hún hefur jafnframt rannsakað...

category-iconLæknisfræði

Hvaðan berast nýir smitsjúkdómar í menn?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvaðan berast nýir smitsjúkdómar í menn og hvaðan komu heimsfaraldrar frá upphafi 20. aldar? Reglulega koma fram nýir smitsjúkdómar (e. emerging infectious diseases (EIDs)) sem menn hafa ekki áður þurft að kljást við. Um 75% af nýjum smitsjúkdómum eru svonefndar súnur (e. zoon...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hver er munurinn á femínisma og jafnréttisstefnu?

Munurinn á femínisma og jafnréttisstefnu er ekki mikill. Femínismi er margþætt hugtak sem getur meðal annars vísað til fræðigreinar, aðgerðarstefnu, stjórnmálastefnu, auk margs annars. Þó þessi svið haldist í hendur rúmast einnig innan þeirra ólíkar stefnur og ólík sjónarhorn. Einnig er rétt að hafa í huga að femí...

category-iconBókmenntir og listir

Hver fann upp fiðluna?

Fiðlan er strengjahljóðfæri sem hefur fjóra strengi, g, d', a' og e'', með fimmundartónbilum á milli, en það þýðir að tíðnihlutfallið milli samliggjandi strengja er 3:2. Á fiðluboganum eru hrosshár og þegar boganum er strokið yfir strengina titra þeir og mynda tóna. Fiðlan hefur hæsta tónsviðið meðal strengjahljóð...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver fann upp vatnsklósettið? Hvenær og hvar var það?

Áður en við svörum þessu er vert að átta sig á því hver er megingaldurinn við þetta merka tæki sem hefur haft meiri áhrif á daglegt líf okkar en mörg önnur. En megineinkenni nútíma salernisskálar er vatnslásinn sem í því er og kemur í veg fyrir að loft berist inn í herbergið frá skolpræsunum, og þar með bæði óþefu...

category-iconVeðurfræði

Hver er mesta snjódýpt sem mælst hefur á Íslandi?

Mesta snjódýpt sem mælst hefur á Íslandi er 279 cm við Skeiðsfossvirkjun 19. mars 1995. Snjódýptarmælingar eru erfiðar hér á landi. Það er einkum tvennt sem kemur til. Í fyrsta lagi er skafrenningur algengur. Hann veldur því að snjór er sjaldnast jafnfallinn og oft eru risavaxnar fannir innan um marauð svæði...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig stendur á þoku eins og myndast í Vestmannaeyjum yfir alla eyjuna á sumarkvöldum?

Raki sem gufar upp úr sjónum kringum Vestmannaeyjar á sólardegi þéttist stundum aftur þegar kólnar á kvöldin. Þá getur myndast þoka. Sú staðreynd að þoka myndast ekki alltaf á kvöldin á sólardögum bendir þó til þess að fleira komi við sögu. Sumarþoka er algengust í Vestmannaeyjum á nóttunni og snemma morguns (k...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig urðu ættarnöfn til og af hverju?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Nú spurði dóttir mín mig hvernig ættarnöfn urðu til og af hverju? Elsta ættarnafnið, sem vitað er til að hafi verið notað hérlendis, er Vídalín. Það tók Arngrímur Jónsson lærði (1568–1648) upp á 17. öld og notaði það við stöku tækifæri. Barnabörn hans völdu það síðan sem...

Fleiri niðurstöður