Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4220 svör fundust

category-iconHeimspeki

Hvernig varð heimspekin til? Hvert er upphaf hennar?

Ómögulegt er að segja til um hver velti fyrstur fyrir sér heimspekilegri spurningu og hvenær. Aftur á móti er hægt að segja frá upphafi tiltekinna heimspekihefða. Upphaf vestrænnar heimspeki má rekja til Forngrikkja og hún á sér órofa sögu til nútímans. Á flestum evrópumálum er sjálft orðið fyrir heimspeki komið a...

category-iconHugvísindi

Hvers konar skáldskapur er ljóðasafnið Satírur eftir rómverska skáldið Júvenalis?

Ljóðasafnið Satírur eftir Júvenalis hefur enn ekki komið út á íslensku. Í stystu máli inniheldur það kvæði af því tagi sem kallast satírur eða saturae á latínu. Með öðrum orðum heitir kvæðasafn Júvenalis eftir bókmenntaformi kvæðanna. En hvað eru satírur? Satírur eru í stuttu máli rómverskur ádeilukveðskapur. Vara...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er stærðfræðitáknið e og hvaða tölu stendur það fyrir?

Táknið $e$ stendur fyrir tölu sem byrjar svona: $e = 2,71828182845904523536028...$Aukastafarunan heldur áfram án nokkurrar reglu á sama hátt og aukastafir tölunnar \(\pi\) (pí). Raunar eru tölurnar \(e\) og \(\pi\) oft flokkaðar saman og taldar til torræðra (e. transcendental) talna. Tölurnar \(e\) og \(\pi\) e...

category-iconHeimspeki

Er sjálfsveruhyggja (sólipsismi) heimspekikenning eða geðbilun?

Sjálfsveruhyggja er ekki ein kenning heldur ýmsar kenningar og hugmyndir í þá veru að hugur manns sé með einhverjum hætti einangraður frá öllum veruleika sem er utan við hann. Sumar kenningar af þessu sauðahúsi virðast fremur sennilegar. Fljótt á litið get ég til dæmis ekki fullvissað mig um að aðrir skynji li...

category-iconMálvísindi: almennt

Í hvaða landi eru til flest tungumál og hvert er mest talaða tungumál í heiminum?

Það er mjög erfitt að reikna út hversu mörg tungumál eru til í heiminum. Mörg tungumál hafa aldrei verið rannsökuð og mörg þeirra eiga sér ekki ritmál. Einnig er í mörgum tilvikum erfitt að ákvarða hvort fólk tali ólíkar mállýskur af sama tungumáli eða hvort það tali ólík tungumál. Yfirleitt geta Svíar og Norðmenn...

category-iconEfnafræði

Hvað er bór?

Bór (B) er hálfmálmur með sætistöluna 5. Mólmassi bórs er 10,8 g/mól og eðlismassinn í storkuham (það er að segja sem fast efni) er 2,4 g/cm3. Bræðslumark þess er 2075°C og suðumark 4000°C og er það þess vegna í storkuham föstu formi við stofuhita. Til að einangra bór má blanda bórsýru saman við kalín og var þ...

category-iconJarðvísindi

Af hverju varð svona stór jarðskjálfti í Nepal?

Jarðskjálftinn í Nepal 25. apríl 2015 stafaði af samreki tveggja af meginflekum jarðar, Indlandsflekans og Evrasíuflekans. Nepal er nánast allt í Himalajafjallgarðinum en hann er einmitt afleiðing af samreki þessara fleka. Báðir flekarnir eru þarna af meginlandsgerð og jarðskorpa beggja er því þykk og eðlislétt...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér allt um Samójed-sleðahundana?

Samójed-hundar eru nefndir eftir samójed-þjóðflokknum sem líklega er mongólskur að uppruna. Þessi þjóðflokkur skiptist í nokkra hópa, Nenets, Enets, Naganasat og Yurat, sem lifa í Norður-Síberíu, aðallega við Úralfjöll og allt austur að hinu mikla Jenisej fljóti. Í gegnum tíðina hefur þjóð þessi verið hreindýrahir...

category-iconVísindi almennt

Eru skrímsli til?

Fljótt á litið kann einfalda svarið að virðast vera: Nei, skrímsli eru ekki til í raun og veru. Hið rétta er að svarið er flóknara en svo og öllu áhugaverðara. Það er nokkuð á reiki hvaða eiginleikum lífvera þarf að vera búin til að teljast skrímsli því þeir eiginleikar eru breytilegir frá einum tíma til annars...

category-iconFornleifafræði

Hvað fannst í svokölluðum Gaulverjabæjarfundi árið 1930 í Flóanum?

Hvað fannst? Gaulverjabær er kirkjustaður á Suðurlandi, í Flóanum í Árnessýslu sunnan við Selfoss. Nafn sitt dregur bærinn af átthögum landnámsmannsins Lofts Ormssonar frá Gaulum eða Gulum í Noregi. Þótt engar skipulegar fornleifarannsóknir hafi farið fram í Gaulverjabæ eru þaðan nokkrar merkar fornleifar. Til ...

category-iconFornleifafræði

Geyma einhver stöðuvötn á Íslandi fornminjar?

Kristján spurði bæði um fornleifar í sjó og vötnum. Hér fyrir neðan er að finna svar um fornleifar í stöðuvötnum en um fornleifar í sjó er hægt að lesa í svari Ragnars Edvarssonar við spurningunni Hvar má finna fornleifar í sjó við Ísland? Á brons- og járnöld tíðkaðist sums staðar í Norður-Evrópu að fórna gripu...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hversu mörg íslensk handrit eru varðveitt í útlöndum?

Á 14. öld framleiddu Íslendingar handrit til útflutnings á Noregsmarkað og einhver þeirra kunna að vera varðveitt enn í bútum og brotum, en varla heil eintök. Undir lok 16. aldar fengu danskir og sænskir fræðimenn áhuga á íslenskum fornritum og handrit tóku að slæðast úr landi. Enn jókst straumurinn um miðja 17. ö...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hófst landnám á Íslandi 200 árum fyrr en talið hefur verið?

Stutta svarið er nei. Hér kemur langa svarið: Í hugum flestra hefst landnám með því að einhver kemur á hinn nýja stað, kastar eign sinni á landið, kemur undir sig fótunum og skilur eftir sig arfleifð í afkomendum, örnefnum og sögum. Fleiri fylgja í kjölfarið og leika sama leikinn þar til landið er orðið full...

category-iconHagfræði

Hversu margir væru Íslendingar ef allar þessar hamfarir hefðu ekki gengið yfir okkur frá landnámi?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver væri mannfjöldi á Íslandi í dag ef ekki hefðu verið allar þessar hamfarir, fjöldaflutningur fólks til útlanda, smitsjúkdómar o.s.frv., frá landnámi? I Það er freistandi að velta vöngum yfir spurningunni um hver fólksfjöldaþróun á Íslandi hefði orðið ef engin st...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hver er munurinn á heilkenni og sjúkdómi?

Spurningin getur gefið tilefni til margvíslegra hugleiðinga á orðfræðilegum, læknisfræðilegum eða jafnvel heimspekilegum grunni. Hún getur einnig verið hvöt til þess að rifja upp ýmis af þeim mörgu orðum, sem til eru í íslensku og hafa verið notuð um veikindi og sjúkdóma, svo sem: kröm, kvilli, mein, meinsemd, pes...

Fleiri niðurstöður