Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 927 svör fundust
Eru til skordýr sem éta maura?
Flestir hafa heyrt um maurætur sem brjóta upp maurabú með sterkum klóm og sópa maurum upp með langri tungu sinni. En eru rándýr meðal skordýra sem éta maura? Margar tegundir skordýra eru rándýr sem éta önnur dýr til að lifa af. Þekktastar eru bjöllur, sporðdrekar og köngulær sem geta verið mikilvirk rándýr í sínum...
Hvernig eru hraun flokkuð?
Um flokkun hrauna eftir efnasamsetningu er fjallað sérstaklega í svari við spurningunni Hvernig eru hraun flokkuð eftir efnasamsetningu? Eins og þar kemur fram er heppilegra að flokka hraun eftir formtegundum með sterkri tilvísun í einkennandi ásýnd og byggingarlag. Slík flokkun er rökréttari, því að hún tekur mei...
Hvað eru heimsálfurnar margar?
Þurrlendi jarðarinnar skiptist í nokkra meginhluta sem kallaðir eru heimsálfur. Hver hluti er nokkurn veginn samfellt landflæmi en nærliggjandi eyjar eru taldar með. Orðið álfa var upprunalega hálfa en h-ið hefur fallið brott. Heimsálfurnar eru sjö: Afríka, Asía, Evrópa, Eyjaálfa (Ástralía), Norður-Ameríka, Suð...
Hversu hratt snýst tunglið um jörðina?
Tunglið ferðast mjög hratt, en á hverri sekúndu fer það 1,02 km á braut sinni umhverfis jörðina. Til samanburðar má nefna að jörðin ferðast 30 km á sekúndu á braut sinni umhverfis sólina, sem sjálf ferðast 250 km á sekúndu á hringferð sinni umhverfis miðju Vetrarbrautarinnar. Frá jörðu séð virðist tunglið færa...
Hvers vegna stendur oft Ltd, eða limited, á eftir fyrirtækjanöfnum? Dæmi: R. Winter & Co. Ltd.
Limited þýðir takmarkaður og þessi skammstöfun vísar til þess að ábyrgð eigenda á rekstrinum er takmörkuð. Skammstöfunin er meðal annars notuð í Bretlandi. Með henni er bent á að ekki er hægt að krefjast þess að eigendur greiði úr eigin vasa það sem upp á vantar ef félagið á ekki fyrir skuldum. Það er því verið að...
Er afbragð vont bragð?
Hvorugkynsorðið afbragð er í Íslenskri orðabók Eddu (2002:8) sagt hafa merkinguna ‘ágæti, prýðilegur maður eða hlutur’. Í Íslenskri orðsifjabók stendur: h. 'e-ð frábært'... Leitt af so. *ab-bregðan eða bregða af, sbr. afbrugðinn 'frábrugðinn, ólíkur'... Ekkert er minnst á vont bragð af mat en sú merking er þó ti...
Hvaða mánaðar- og vikudaga, nákvæmlega, var Alþingi Íslendinga sett árin 999, 1000 og 1001?
Samkvæmt Íslendingabók Ara fróða var ákveðið á Alþingi árið áður en kristni var lögtekin, „að menn skyldi svo koma til alþingis, er tíu vikur væri af sumri, en þangað til komu viku fyrr.“ Þetta kemur heim við lögbókina Grágás, sem var auðvitað skráð eftir að þessi breyting var gerð. Í Þingskapaþætti hennar segir: ...
Hvernig nýttu forfeður okkar jarðhitaorku sér til búsældar?
Landnámsmenn Íslands hafa flestir verið ókunnugir jarðhita, svo að hverir og laugar Íslands hljóta að hafa komið þeim á óvart. Örnefni sýna að þeim hefur hætt til að finnast hveragufan vera reykur; margir jarðhitastaðir eru kenndir við reyk, en gufuörnefni eru fá og líklega ekkert sérstaklega á jarðhitastöðum, end...
Hvaða Danakonungur ákvað að gefa Íslendingum sjálfstæði?
Eiginlega enginn, að minnsta kosti enginn einn. Eini konungurinn sem mér vitanlega tók persónulega ákvörðun um að veita Íslendingum sjálfstæðari stöðu en þeir höfðu haft fram að þeim tíma var Kristján áttundi, sem skipaði svo fyrir árið 1840, þvert ofan í tillögur embættismanna sinna, að Íslendingum yrði gefinn ko...
Hvar er að finna gleggsta lýsingu á því hvernig menn sórust í fóstbræðralag til forna?
Í forníslenskum heimildum er ítarlegustu lýsinguna á því hvernig menn sórust í fóstbræðralag að finna í 6. kafla Gísla sögu Súrssonar. Þar ganga í fóstbræðralag svonefndir Haukdælir úr Dýrafirði, Gísli, bróðir hans Þorkell, mágur þeirra Þorgrímur Þorsteinsson goðorðsmaður og Vésteinn Vésteinsson, mágur Gísla. Viná...
Hvað er það merkilegasta sem fornleifafræðingar hafa fundið?
Fornleifafræðingar myndu flestir segja að allar fornleifar séu merkilegar og að ekki sé hægt að gera upp á milli þeirra – hver einasti gripur og bygging séu mikilvæg til að hjálpa okkur að skilja fortíðina. Það er rétt svo langt sem það nær en hinsvegar hafa fornleifar oft meira gildi en bara sem einingar í rökræð...
Hvenær sprakk sprengigígurinn hjá Santorini og hvaða áhrif hafði stórgosið þar?
Það má segja að Grikkland til forna, Krít og aðrar eyjar í Eyjahafi hafi verið vagga menningar Evrópu. Á seinni hluta bronsaldar, fyrir um 3600 árum, varð stórgos í Eyjahafi sem gerbreytti sögunni. Sprengigos á eynni Santorini eða Þeru í kringum árið 1625 f.Kr. er sennilega annað stærsta eldgos sem dunið hefur yfi...
Hvað farast margir í jarðskjálftum árlega og hvað veldur helst tjóni í skjálftum?
Jörð skelfur þegar bylgjur berast um jarðskorpuna. Slíkar bylgjur myndast í ýmsum hreyfingum í henni af náttúrunnar og manna völdum. Í raun er það þannig, að yfirborð jarðar titrar og hreyfist samfellt allt árið um kring, þótt áhrifin verði aðeins einstaka sinnum svo mikil að fólk finni og tjón hljótist af. Þetta...
Hvers vegna er dáleiðsla ekki notuð í dómsal?
Saga dáleiðslu hófst á 18. öld með læknisfræðitilraunum Austurríkismannsins Franz Antons Mesmers (1734-1815) og eftir nafni hans er orðið 'mesmerize' dregið, en það þýðir 'að dáleiða'. Upphaflega reyndi Mesmer að lækna ýmiss konar sjúkdóma með því að leggja segla við þau svæði líkamans þar sem fólk kenndi sér einh...
Er hægt að sjá í gegnum málma með röntgengeislum?
Já, það er vel hægt! Röntgengeislar eru í eðli sínu þannig að þeir smjúga í gegnum efni og í raun geta þeir smogið í gegnum hvaða efni sem er. Þeir dofna samt alltaf á leið sinni um efni, en dofnunin getur verið frá því að vera nánast engin, til dæmis í lofti, upp í að vera mjög mikil, til dæmis í blýi. Það hve...