Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1323 svör fundust
Hvort er kaldara á suður- eða norðurpólnum?
Hér er einnig svar við spurningunum: Hvað getur frost orðið mikið á norður- og suðurpólnum?Hversu mikið var mesta frost sem mælst hefur í heiminum? Suðurskautslandið er um 14,2 milljónir ferkílómetra að flatarmáli og telst fimmta stærsta heimsálfan. Það er að mestu leyti þakið ísskildi og er þykkt hans að me...
Af hverju eru hérar hafðir með í langhlaupum í frjálsum íþróttum?
Fyrir þá sem ekki vita er sá kallaður héri sem hleypur á undan keppendum í langhlaupi en tekur sjálfur ekki þátt í baráttunni um verðlaunasætin (þótt reyndar hafi það gerst að hérar klári hlaup og vinni). Nafnið fær hann auðvitað af samnefndu dýri sem þekkt er fyrir mikla spretthörku. Héranum er gert að halda uppi...
Kemur ekki gífurleg mengun af öllum þessum flugeldum um áramótin?
Stutta svarið við þessari spurningu er einfaldlega „jú“. Í vetrarstillum safnast ryk í andrúmsloftinu saman. Við slíkar aðstæður um áramót getur magn agna sem eru fínni en 10 μm (PM10) orðið hundraðfalt hærra en æskilegt er, eða um 1500-2500 μg/m3. Þetta átti til að mynda við um áramótin 2016/2017. Þess...
Hvað getið þið sagt mér um Látrabjarg?
Látrabjarg er vestasti oddi Íslands. Hefur það jafnframt oft verið talið vestasti oddi Evrópu, þótt það sé í raun skilgreiningaratriði því Asóreyjar, sem tilheyra Portúgal, liggja vestar. Látrabjarg er byggt upp af hinum forna hraunlagastafla Vestfjarða, en þessi hluti hans hlóðst upp í endurteknum eldgosum fyrir ...
Er það satt að eftir því sem fólk er í betra formi þá svitnar það meira við sömu áreynslu?
Einfalda og stutta svarið við spurningunni er „nei“. Við sömu áreynslu svitnar fólk jafnmikið, hvort sem það er í verra eða betra formi, það er ef allar innri og ytri aðstæður eru þær sömu að öðru leyti. Hins vegar er raunveruleikinn oft flóknari en þetta og margar undantekningar geta verið frá þessu. Margt getur ...
Hvað er best að gera til að koma í veg fyrir hæðarveiki?
Þegar komið er upp í meira en 2500 metra yfir sjávarmáli getur hæðarveiki (e. high altitude illness) gert vart við sig. Langalgengasta birtingarform hæðarveiki er háfjallaveiki (e. acute mountain sickness, AMS) en lífshættulegir sjúkdómar eins og hæðarheilabjúgur (e. acute mountain cerebral edema, HACE) og hæðarl...
Eru kannanir áreiðanlegar ef fólki er borgað fyrir að taka þátt í þeim?
Hátt svarhlutfall er mikilvægur þáttur í gæðum kannana. Af þessum ástæðum grípa rannsakendur til ýmissa ráðstafana til að stemma stigu við brottfalli og að hvetja þá sem valdir eru í úrtak til að svara spurningalista viðkomandi könnunar. Til dæmis eru send kynningarbréf áður en framkvæmd könnunar hefst, boðið er u...
Er rétt að gróðurhúsaáhrif koltvíoxíðs hafi náð hámarki og valdi þess vegna ekki meiri hitaaukningu á jörðinni?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Er rétt að gróðurhúsaáhrif koltvíoxíðs hafi náð hámarki þannig að frekari viðbót í andrúmsloftinu valdi ekki meiri hitaaukningu á jörðinni? Stutta svarið er nei. Þetta er hins vegar afar áhugaverð spurning sem kallar á smá sögulegan inngang auk skýringar sem á rætur...
Hvaðan eru orðatiltækin „að gefa undir fótinn“ og „að bíta hausinn af skömminni“ komin?
Orðasambandið að gefa e-u eða e-m undir fótinn er notað í fleiri en einni merkingu. Það getur merkt að 'vekja vonir hjá e-m um e-ð, hvetja til e-s, gefa e-ð í skyn' og það getur líka merkt 'að stíga í vænginn við e-n eða e-ja, reyna við e-n eða e-ja'. Hugsunin að baki er líklegast sú að menn gefa oft merki með...
Af hverju nennir fólk að læra svona mikið?
Auðvitað nenna ekki allir að læra mikið, en allmargir eru það þó. Þetta sést glöggt á þeim gífurlega fjölda heimsókna sem Vísindavefurinn fær í hverri viku. Hvað drífur þetta fólk áfram? Eflaust eru ástæðurnar margar og margþættar. Sumir læra aðallega af skyldurækni, til dæmis til að fá klapp á bakið eða slepp...
Hvað er frelsisstyttan í New York há?
Frelsisstyttan er 93 m að hæð að efsta toppi kyndilsins. Þar er þá meðtalinn bæði grunnurinn (stjarnan) og stallurinn sem hún stendur á. Styttan sjálf er hins vegar 46 m að hæð, það er frá stallinum að hæsta punkti. Styttan sjálf vegur um 204 tonn, en stallurinn sem hún stendur á er hins vegar um 24.500 tonn að...
Hvert er stærsta háhýsi í Evrópu?
Með stærð á spyrjandi líklegast við hæð, svo í svarinu verður þessi skilningur lagður í spurninguna. Athugið einnig að hér er fjallað um stærsta háhýsi Evrópu, en hærri mannvirki eru til í álfunni, til að mynda hin ýmsu útvarpsmöstur. Í Evrópu eru fá af hæstu húsum heims. Svo virðist sem Evrópubúar séu ekki jaf...
Ef ljóshraði er eins fljótur og maður smellir verður þá einhvern tímann hægt að hlaupa á ljóshraða?
Samkvæmt afstæðiskenningu Einsteins getur hvorki massi né orka farið hraðar en ljósið. Til þess að auka hraða hluta þarf orku. Hlutfallslega mjög mikla orku þarf til að auka hraða hluta þannig að þeir nálgist umtalsvert brot af ljóshraðanum. Um þetta gildir jafna Einsteins sem flestir þekkja:E = m c2 E táknar í j...
Leiðir vatn rafmagn vel?
Rafleiðni vatns fer að mestu eftir styrk jóna í vatninu. Í saltvatni eru til dæmis Na+ og Cl- jónir sem leiða rafmagn. Sjór hefur rafleiðni í kringum 5 S/m (siemens á metra er eining fyrir rafleiðni eins og lesa má um í svari við spurningunni Hvaða málmur leiðir best?) en fyrir hreint kranavatn getur leiðnin veri...
Er staða eineltismála á Íslandi sú sama og í nágrannalöndunum?
Til þess að svara þessari spurningu þyrfti að gera nýrri, stærri og yfirgripsmeiri rannsóknir á Íslandi. Þær rannsóknir sem til eru benda þó til þess að Ísland skeri sig ekki á neinn hátt frá nágrannalöndunum. Tíðnin virðist vera sú sama hér og annarsstaðar og það virðist vera álíka erfitt að koma í veg fyrir eine...