Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1335 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort á maður að segja "þegar þér hentar" eða "þegar þig hentar"..?

Sögnin að henta í sambandinu e-m hentar e-ð er ópersónuleg og tekur með sér þágufall. Þannig er sagt mér hentar, þér hentar, honum/henni hentar, okkur hentar, ykkur hentar, þeim hentar. Þess vegna er rétt að segja ,,þegar þér hentar"....

category-iconJarðvísindi

Hver er sjávardýpt á norðurpólnum?

Dýpi Íshafsins á norðurpólnum er um 4130 m. Þessi tala segir okkur að mikið dýpi sé undir hafísnum þar en hún segir hins vegar ekki margt um botnlögun Norður-Íshafsins. Upplýsingar um dýpi í Norður-Íshafi hafa smám saman safnast saman, frá ísbrjótum sem og öðrum skipum og frá mælingum sem gerðar eru frá ísey...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur græni liturinn í "einum grænum hvelli"?

Allmörg orðasambönd eru til í íslensku þar sem orðið grænn er notað. Uppruninn er misjafn og alloft eru þau sótt til dönsku. Sum eru þó heimasmíðuð og er í grænum (hvínandi, logandi) hvelli eitt þeirra. Stunduð er látið nægja að segja í einum grænum og hvelli þá undanskilið. Þarna er grænn áhersluorð sem hugsanleg...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru til mörg afbrigði af sauðkindinni?

Svarið við þessari spurningu fer eftir því hvort átt er við villifé eða tamið sauðfé. Ef verið er að spyrja um hversu margar gerðir af villifé séu til þá er svarið eftirfarandi: Í Asíu voru til fjórar gerðir af villifé í árdaga. Ein þeirra var Bighorn eða stórhyrningur (Ovis canadensis) sem líklega lifði í au...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað verða gíraffar gamlir?

Þegar svara á spurningu sem þessari verður að taka með í reikninginn að villt dýr verða sjaldan mjög gömul. Lífsbaráttan í náttúrunni er hörð og það er sjaldgæft að villt dýr nái háum aldri áður en þau lenda í klónum á rándýrum, verða fyrir fæðuskorti eða öðrum áföllum. Það er því best að átta sig á mögulegum h...

category-iconLandafræði

Er eitthvað alvörufjall í Hollandi og hvað er mikið af landinu undir sjávarmáli?

Fjöll eru ekki það fyrsta sem kemur upp í huga flestra þegar Holland er til umræðu, enda er landið afar láglent og flatt. Í raun er um 25% landsvæðis í Hollandi undir sjávarmáli og um helmingur landsins er undir einum metra yfir sjávarmáli. Landið er þó ekki alveg marflatt, í suður- og austurhluta þess rís land að...

category-iconJarðvísindi

Hversu stór hluti jarðar er járn?

Járn kemur fyrir í jörðinni með tvennum hætti, sem málmur (Fe) og í efnasamböndum (til dæmis oxíðið magnetít: Fe3O4 og silíkatíð ólivín: (Fe,Mg)2SiO4). Því má skilja spurninguna tvennum hætti: Að spurt sé um járnmálm (sem er 32% af massa jarðar) eða allt járn, bundið og óbundið (sem er um 39%). Skoðum hvort tveggj...

category-iconJarðvísindi

Hvers konar fjall er Hunga Tonga og hvar er það?

Þann 15. janúar 2022 varð mikið sprengigos í eldfjallinu Hunga Tonga-Hunga Ha‘apai í Suður-Kyrrahafi, um 65 km norður af Nuku‘alofa, höfuðborg eyríkisins Tonga. Hægt er að lesa meira um gosið sjálft í svari við spurningunni Hversu stórt var eldgosið í Hunga Tonga í janúar 2022? Hunga Tonga-Hunga Ha‘apai er stór...

category-iconLandafræði

Hvað er Hóp djúpt?

Hópið telst sjötta stærsta vatn landsins, tæplega 30 ferkílómetrar að flatarmáli. Mesta dýpt þess er 8,5 m. Heimild: Íslenska alfræðiorðabókin, Örn og Örlygur, Reykjavík 1990....

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ef p og q eru frumtölur og r = pq, eru þá p og q einu tölurnar sem ganga upp í r (fyrir utan 1 og r)?

Svarið er já. Ef náttúrleg tala r er þáttuð (skrifuð sem margfeldi) og vitað er að tiltekin frumtala s gengur upp í henni, þá gildir almennt að s gengur upp í einhverjum þættinum. Ef frumtalan s gengur upp í r í þessu dæmi vitum við samkvæmt þessu að hún gengur annaðhvort upp í p eða q. Þar sem þær eru báðar frumt...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hver er orkubrennsla í mismunandi áreynslu, eins og sundi, skokki, göngu, golfi og körfubolta?

Orkunotkun við áreynslu er mjög mismunandi eftir einstaklingum og fer meðal annars eftir þyngd, þar sem þyngri einstaklingar eyða meiri orku við að hreyfa sig heldur en léttari. Erfitt getur verið að gefa nákvæmar tölur yfir hitaeiningafjölda sem notaður er við mismunandi íþróttir, þar sem ákafi þjálfunar skiptir ...

category-iconLandafræði

Hvort er kaldara á suður- eða norðurpólnum?

Hér er einnig svar við spurningunum: Hvað getur frost orðið mikið á norður- og suðurpólnum?Hversu mikið var mesta frost sem mælst hefur í heiminum? Suðurskautslandið er um 14,2 milljónir ferkílómetra að flatarmáli og telst fimmta stærsta heimsálfan. Það er að mestu leyti þakið ísskildi og er þykkt hans að me...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju eru hérar hafðir með í langhlaupum í frjálsum íþróttum?

Fyrir þá sem ekki vita er sá kallaður héri sem hleypur á undan keppendum í langhlaupi en tekur sjálfur ekki þátt í baráttunni um verðlaunasætin (þótt reyndar hafi það gerst að hérar klári hlaup og vinni). Nafnið fær hann auðvitað af samnefndu dýri sem þekkt er fyrir mikla spretthörku. Héranum er gert að halda uppi...

category-iconUmhverfismál

Kemur ekki gífurleg mengun af öllum þessum flugeldum um áramótin?

Stutta svarið við þessari spurningu er einfaldlega „jú“. Í vetrarstillum safnast ryk í andrúmsloftinu saman. Við slíkar aðstæður um áramót getur magn agna sem eru fínni en 10 μm (PM10) orðið hundraðfalt hærra en æskilegt er, eða um 1500-2500 μg/m3. Þetta átti til að mynda við um áramótin 2016/2017. Þess...

category-iconJarðvísindi

Hvað getið þið sagt mér um Látrabjarg?

Látrabjarg er vestasti oddi Íslands. Hefur það jafnframt oft verið talið vestasti oddi Evrópu, þótt það sé í raun skilgreiningaratriði því Asóreyjar, sem tilheyra Portúgal, liggja vestar. Látrabjarg er byggt upp af hinum forna hraunlagastafla Vestfjarða, en þessi hluti hans hlóðst upp í endurteknum eldgosum fyrir ...

Fleiri niðurstöður