Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvaða bæir eru í hættu ef Snæfellsjökull gýs?
Hér er einnig svarað spurningunum: Ef Snæfellsjökull gýs eyðileggst Ólafsvík?Ef Snæfellsjökull gýs verður þá jarðskjálfti í Grundarfirði og hversu stór? Verði eldgos í Snæfellsjökli má fullyrða að allir bæir undir hlíðarfæti jökulsins séu í hættu. Með öðrum orðum, öllum mannvirkjum og byggðum bólum frá Ólafsvík ...
Hvað eru margar hitaeiningar í bjór?
Eins og lesa má um í svari Björns Sigurðar Gunnarssonar við spurningunni Er áfengi fitandi?, er áfengi (etanól) eitt orkuefnanna ásamt kolvetnum, fitu og prótíni. Hvert gramm áfengis inniheldur 7 hitaeiningar (kkal), svo að öllu jöfnu eru áfengir drykkir orkuríkari eftir því sem áfengismagnið í þeim er meira. Að a...
Hver er algengasta bergtegundin á Íslandi?
Basalt er algengasta bergtegundin á Íslandi og raunar á jörðinni allri. Úthafsbotninn er til að mynda að mestu úr basalthrauni og einnig úthafseyjar eins og Ísland. Á meginlöndunum er einnig að finna miklar basaltmyndanir, til dæmis á Indlandi, í Eþíópíu og Síberíu. Basalt finnst einnig víðar í sólkerfinu, til að ...
Hvers vegna kallast hlaupabóla þessu nafni?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna kallast hlaupabóla svo? Ekki hlaupa þær beinlínis um þótt þær birtist hratt. Vísar þetta kannski til smitanna? Hlaupabóla (varicella zoster) er bráðsmitandi veirusjúkdómur sem einkum leggst á börn. Sjúkdómurinn lýsir sér með bólum eða blettum á húð sem verða að nok...
Hvaða sjúkdómar eru algengastir í þróunarlöndunum?
Þeir alvarlegu sjúkdómar sem eru algengastir í þróunarlöndunum eru bakteríusjúkdómar eins og berklar, magaveiki og heilahimnubólga. Einn alvarlegasti heilbrigðisvandinn víða í Afríku er þó alnæmi sem breiðist mjög hratt út. Auk þess eru mislingar og malaría víða vandamál. Flestir þessara sjúkdóma finnast einnig...
Hvernig varð fjallið Keilir til?
Líklegast telja flestir Esjuna vera borgarfjall Reykjavíkur, enda gnæfir hún tignarlega yfir höfuðborgarsvæðið í norðri. Til suðurs er þó annað fjall, eða öllu heldur fell, sem margir höfuðborgarbúar sjá daglega og mörgum þykir vænt um. Er það hinn formfagri Keilir sem stendur stakur, mitt á eldbrunnum Reykjanessk...
Er hugsanlegt að tíminn líði ekki á ljóshraða þar sem tíminn líður hægar við mikinn hraða?
Ein helsta niðurstaða afstæðiskenningarinnar er sú að tveir athugendur hreyfist ævinlega innbyrðis með hraða sem er minni en ljóshraðinn c. Ef A er athugandi með sína klukku og B er annar athugandi með klukku og B hreyfist með miklum hraða v séð frá A þá virðist A sem klukka B gangi of hægt. En það er jafngilt að ...
Er ekki hægt að komast hraðar en ljósið með því að leggja einn hraða við annan?
Greinilegt er að margir velta fyrir sér þeirri takmörkun hraðans sem felst í forsögn afstæðiskenningarinnar þess efnis að enginn hlutur eða boð komist hraðar en ljósið. Mörgum dettur í hug að yfirstíga þetta með því að leggja einn hraða við annan eins og lýst er í þessum spurningum:Ef ég er ljós og er á ljóshraða,...
Er hægt að mynda loga við það lágt hitastig að menn brenni sig ekki á honum?
Svarið er í stuttu máli sagt NEI ef átt er við venjulegan loga. Hins vegar eru til á rannsóknastofum fyrirbæri sem líkjast logum og eru nógu köld til að svarið sé játandi um þau. Svar við þessari spurningu ræðst af skilgreiningu okkar á loga og því hve lengi hann kann að leika um mannshörund. Ef við gefum...
Hversu lengi getur hækkun á hlutabréfum fyrirtækja haldið áfram? Endar ekki með því að eitthvað springur?
Það er út af fyrir sig ekkert því til fyrirstöðu að hlutabréfaverð haldi áfram að þróast svipað og það hefur gert undanfarin ár, lækka suma daga en hækka aðra og hækki smátt og smátt þegar til langs tíma er litið. Söguleg reynsla sýnir að hlutabréf geta hækkað í verði smátt og smátt áratugum saman og ekkert bendir...
Hvaðan koma orð eins og rófa, skott, tagl og hali sem eru ekki til í Norðurlandamálum?
Þau orð sem talin eru upp í spurningunni eiga það sameiginlegt að vera notuð sem samheiti. Flest eiga þau ættingja í öðrum Norðurlandamálum þótt merkingin sé ekki alltaf nákvæmlega hin sama. Uppruni orðsins rófa er ekki fullljós. Í nýnorsku er til orðið rove 'skott á dýri' og í færeysku merkir rógva 'mjór hæða...
Hvernig stendur á því að sólstafir eru ekki allir lóðréttir, heldur eins og blævængur á hvolfi?
Sólstafir myndast þegar sólin skín gegnum göt í skýjaþykkninu og geislar hennar ná að lýsa upp loftið í samanburði við dekkri bakgrunn. Af þessu leiðir að stefna þeirra er beint frá sól. Hér á norðurslóð eru þeir því aldrei lóðréttir heldur getur frávik þeirra frá láréttu mest orðið um 50° á Suðurlandi en nokkrum ...
Braut Plútós sker braut Úranusar og Neptúnusar. Gætu þessar reikistjörnur þá ekki rekist hver á aðra?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...
Eru bandarísk yfirvöld ekki að ráðleggja að sá lúpínu á tunglinu? Hvenær verður þá líft þarna?
Það hlýtur að vera einhver misskilningur að ábyrg bandarísk yfirvöld gefi þessi ráð. Það skortir einfaldlega alltof margt til að líf eins og við þekkjum, þar á meðal lúpínur, geti þrifist við þau náttúruskilyrði sem ríkja á tunglinu. Mestu skiptir að á tunglinu er alls enginn lofthjúpur. Þar er því ekkert súref...
Ef ég er ekki sammála sjónarmiðum samkynhneigðra er þá hægt að segja að ég sé fordómafullur?
Fyrst ber að nefna að „sjónarmið samkynhneigðra” er afar óljóst hugtak. Samkynhneigðir eru jafn margbreytilegur hópur og gagnkynhneigðir eða hver annar hópur og engan veginn við því að búast að allir samkynhneigðir einstaklingar hefðu sömu sjónarmið eða væru sammála um alla hluti. Því er ekki augljóst hvað spyrjan...