Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8497 svör fundust

category-iconStærðfræði

Er ennþá verið að finna upp á nýjum formúlum og jöfnum í stærðfræði?

Svarið við spurningunni er - já svo sannarlega. Hins vegar er það ekki endilega svo vel þekkt meðal þeirra sem ekki fást við stærðfræði dags daglega. Þessi nýja stærðfræði er þó oft mun nær okkur en mætti ætla og er samofin flestum tækninýjungum. Sem dæmi má nefna símana okkar, þar sem ýmis reiknirit, gervigreind ...

category-iconLífvísindi: almennt

Er þróunarkenningin bara kenning eða er hún staðreynd?

Hér er einnig að finna svar við spurningunum:Er þróunarkenningin ennþá kenning, eða á eftir að sanna einhvern hluta hennar?Hvernig er hægt að sanna að þróunarkenning Darwins sé rétt?Telst þróunarkenningin nægilega sönnuð til þess að vera talin staðreynd, eða eins nálægt sannleikanum og við komumst?Athugasemd ritst...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver er munurinn á kalífa, kóngi og keisara?

Kalífi var upphaflega heiti andlegs leiðtoga múslima. Í dag er sá kallaður kalífi sem er veraldlegur valdsmaður sem er talinn þiggja vald sitt frá Allah en svo nefnist guð múslima. Fyrsti kalífinn nefndist Abu Bakr og var tengdafaðir Múhameðs spámanns. Á arabísku merkir orðið kalífi: sá sem kemur í stað einhve...

category-iconJarðvísindi

Hvað er móbergshryggur?

Kannski má segja að móberg sé sú bergtegund sem kemst næst því að geta kallast séríslensk. Sigurður Steinþórsson lýsir myndun þess í svari við spurningunni Hvaða bergtegundir fyrirfinnast nær eingöngu á Íslandi eða hafa séríslensk einkenni? og segir þar meðal annars: Móberg myndast þannig, að 1200°C heit bráð snö...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er elsta tré jarðar gamalt og hvaða tegund er það?

Fram til ársins 2013 var furutré sem gekk undir gælunafninu Methusaleh elsta lifandi tré jarðar sem vitað var um. Methusaleh er fura af tegund sem á latnesku nefnist Pinus longaeva og er talið vera meira en 4800 ára gamalt. Þetta tré er í Hvítufjöllum í Kaliforníu í Bandaríkjunum en nákvæm staðsetning þess er ekki...

category-iconHugvísindi

Hvers vegna eru styttur af púkum á Notre Dame-kirkjunni?

Utan á Notre Dame-dómkirkjunni í París hanga margar styttur af ógnvekjandi verum, eins og reyndar á mörgum öðrum kirkjum og byggingum um allan heim. Sumum kann að þykja undarlegt að sjá púka og djöfla utan á kirkju, en fyrr á öldum var talið að hræðilegt útlit þeirra verndaði kirkjuna frá illum öndum og öðrum slæm...

category-iconTrúarbrögð

Hvað eru kirkjugrið og hafa þau eitthvað gildi á Íslandi nú á dögum?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Nákvæmlega hvað eru "kirkjugrið" og hafa þau eitthvað gildi á Íslandi nú á dögum? Á miðöldum var miðstjórnarvald veikt í öllum ríkjum Evrópu, löggæslu var heldur ekki fyrir að fara og ekki var búið að framselja ríkisvaldinu einu umboð til að beita líkamlegu valdi ei...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað er svona merkilegt við árið 1918?

Enginn vafi leikur á því hvað Evrópubúum fyrir hundrað árum fannst merkilegast við árið 1918. Það var að í árslok ríkti loks friður milli stórveldanna. Í áramótahugvekju blaðsins Ísafoldar í janúarbyrjun 1919 mátti lesa þessi orð: Árið 1918 mun jafnan verða talið með merkustu árum veraldarsögunnar fyrir þæ...

category-iconEfnafræði

Er nógu mikið járn í íslenskum mýrarauða til vinna það með raunhæfum hætti?

Engin ástæða er til að ætla að íslenskur mýrarauði sé verri nú en hann var fyrr á öldum, þannig að út af fyrir sig mætti vinna járn að hætti forfeðranna ef einhver nennti því. Þó gæti rauðablástur aldrei orðið annað en tómstundagaman því að járn er einn þeirra málma sem finnst í þekktum auðugum námum sem sér ekki ...

category-iconHugvísindi

Hvað er saga?

Orðið saga er skylt sögninni segja og hefur upphaflega vísað til þess sem var sagt, óháð innihaldi þess. Leifar þeirrar merkingar höfum við í orðum eins og fiskisaga, sem er frekar frétt af fiskigöngu heldur en eiginleg saga. En strax í fornu máli norrænu var tekið að nota orðið sérstaklega í tveim merkingum sem s...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvaða könnuður er kominn lengst út í geiminn og hvert er verkefni hans í framtíðinni?

Spútnik 1 var fyrsti ómannaði könnuðurinn sem skotið var út í geiminn en það var 4. október 1957. Spútnik var á braut umhverfis jörðu í 3 mánuði og fór um 60 milljón km á þeim tíma, en hraðinn var um 29.000 km á klukkustund. Tuttugu árum síðar, árið 1977, var Voyager 1 og Voyager 2 skotið á loft en það eru þeir...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaðan er leikurinn 'Fram, fram fylking' upprunninn og hvaðan kemur textinn sem sunginn er í honum?

“Fram, fram fylking” hefur verið vinsæll leikur meðal íslenskra barna í meir en 100 ár. Vitað er að höfundur textans var Ari Jónsson (1833-1907), bóndi á Þverá í Eyjafirði. Nafn hans kemur fram í bókinni Kvæði og leikir handa börnum eftir Halldóru Bjarnadóttur (1873-1981) en sú bók kom út árið 1917 og var ein fyrs...

category-iconJarðvísindi

Höfðu Skaftáreldar einhver áhrif á veðurfar?

Skaftáreldar höfðu víðtæk áhrif á veðurfar, og fyrirliggjandi gögn benda til þess að móðan hafi lækkað meðalárshitann á norðurhveli jarðar um eina gráðu í eitt til þrjú ár. Jafnframt sýna samtímaheimildir að áhrifin voru hvorki einsleit né jafndreifð um norðurhvelið. Sumarið 1783 einkenndist af mjög óvenjulegu veð...

category-iconJarðvísindi

Hvað getið þið sagt mér um Grímsvatnagosið árið 2011?

Öflugt gos hófst í Grímsvötnum þann 21. maí 2011 klukkan sjö um kvöld. Vísindamenn höfðu búist við gosi í nokkurn tíma, því að mælingar á landrisi í Eystri-Svíahnúk sýndu að kvikuhólfið undir vötnunum var komið í svipaða stöðu og fyrir eldsumbrotin í nóvember 2004. Þá hafði jarðskjálftavirkni heldur aukist misseri...

category-iconTrúarbrögð

Af hverju er Jerúsalem heilög borg?

Þrenn trúarbrögð telja Abraham vera ættföður sinn: gyðingdómur, kristni og íslam. Margir sem aðhyllast þessi trúarbrögð líta svo á að Jerúsalem sé heilög borg. Frá 10. öld f.Kr. hafa gyðingar álitið Jerúsalem vera heilaga borg. Þeir beina bænum sínum enn í dag í átt að Jerúsalem og trúa því að Ísrael hafi verið...

Fleiri niðurstöður