Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4661 svör fundust
Mega nágrannar beina eftirlitsmyndavélum að lóðum og húseignum annarra?
Upprunalega spurningin hljómaði svona: Sæl, varðandi eftirlitsmyndavél sem nágranni minn setti upp og mér sýnist beint m.a. að garðinum og húsinu mínu. Þannig háttar að hans hús er mun ofar en mitt og upplifi ég óþægindi. Hvað get ég gert til að þetta sé athugað? Á vef Persónuverndar er sérstök upplýsinga...
Hvað er vísitölufjölskylda?
Upprunalega spurningin var: Hvernig er vísitölufjölskylda samsett og á hvaða aldri er fólkið? Hvar má finna reglugerð um samsetningu slíkrar fjölskyldu sem og reglur fyrir hvað skal vera innihald í neyslu slíkrar fjölskyldu? Vísitölufjölskyldan er hugtak sem er notað til að lýsa dæmigerðri íslenskri fjölsky...
Eru til græn spendýr?
Í dýraríkinu finnast margar grænar tegundir, hvort sem litið er til fugla, fiska, skriðdýra eða skordýra. Til dæmis þekkjast margar grænar tegundir páfagauka, smávaxinna eðla og fiðrilda. Um spendýr gegnir hins vegar öðru máli Strangt til tekið fyrirfinnst engin græn spendýrategund, það er að segja engin tegund...
Hvað er bilbugur þegar menn láta ekki bilbug á sér finna?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað er bilbugur og hvaðan kemur orðið, það er þegar sagt er að láta ekki bilbug á sér finna? Orðið bilbugur kemur þegar fyrir í fornu máli, oftast í sambandinu að láta engan/ekki bilbug á sér finna/sjá. Í Grettis sögu, 48. kafla, bls. 154, segir t.d.: Þá mælti Þorbjö...
Hvenær var esperanto búið til og hvað eru til margir esperantistar í heiminum?
Esperanto er eitt margra tungumála sem búin hafa verið til í því skyni að verða hlutlaust alheimssamskiptamál, það er mál sem allir kunna, en enginn hefur að móðurmáli. Esperanto hefur hins vegar náð langsamlega mestri útbreiðslu, og valda því einkum eiginleikar málsins sjálfs, það er hversu auðlært það er, og þó ...
Hvort er réttara að tala um hvítabjörn eða ísbjörn?
Upprunalegu spurningarnar hljóðuðu svona: Margir segja að maður segi ekki ísbjörn. Hvort er sagt ísbjörn eða hvítabjörn? (Páll Thamrong) Hvort er algengara að tala um hvítabjörn eða ísbjörn og hvort er eldra í málinu? (Áslaug) Spendýrið Ursus maritimus heitir á íslensku ýmist hvítabjörn eða ísbjörn – síðar...
Hvaða molla er þegar það er lognmolla?
Öll spurningin hljóðaði svona: Ég hef verið að velta fyrir mér orðinu molla, eins og í lognmolla. Hvaðan kemur það og hvað þýðir það? Nafnorðið molla í merkingunni ‘hlýtt, stillt dumbungsveður, hitasvækja’ þekkist í málinu að minnsta kosti frá því um 1700. Lýsingarorðið mollulegur merkir ‘drungalegur, kæfan...
Hvenær var bókstafurinn 'é' tekinn upp í íslensku í stað 'je' og af hverju er 'je' enn notað í ýmsum orðum?
Bókstafurinn é var notaður í mörgum elstu handritum frá um 1200 og fram á 14. öld til þess að tákna lengd sérhljóðs. Bókstafurinn é fékk síðar framburðinn íe og síðar je og á 14. öld er farið að skrifa ie í stað é. Sú venja hélst ærið lengi. Eggert Ólafsson skrifaði stafsetningarreglur árið 1762 þar sem hann mælti...
Af hverju er spænska veikin kölluð þessu nafni?
Heimsfaraldur inflúensu sem geisaði frá 1918 til 1919 er oft nefndur spænska veikin (e. spanish flu) eða spánska veikin. Ástæðan fyrir þessari nafngift er eftirfarandi: Þegar faraldurinn braust út stóð fyrri heimsstyrjöldin enn yfir. Fjölmiðlar ríkjanna sem stóðu í stríði voru ritskoðaðir og höfðu lítið frelsi til...
Hver var Ágúst H. Bjarnason og hvert var framlag hans til heimspekinnar?
Ágúst H. Bjarnason (1875-1952) var skipaður í embætti prófessors í heimspeki við stofnun Háskóla Íslands árið 1911 og gegndi því embætti í 34 ár. Embættið fól meðal annars í sér kennslu heimspekilegra forspjallsvísinda, sem þá var skyldugrein fyrir alla nemendur Háskólans. Þegar Ágúst lét af störfum árið 1945 var ...
Hvers konar mat eiga hlauparar og aðrir sem stunda íþróttir helst að borða?
Rétt mataræði getur skipt sköpum fyrir hlaupara og aðra íþróttamenn, ekki síst þegar nær dregur keppni. Kolvetni eru oftast lykilorkugjafi fyrir íþróttamenn og á þetta sérstaklega við um þá sem stunda þolíþróttir. Sérfræðingar mæla yfirleitt með ríkulegri kolvetnaneyslu samfara þjálfun. Mikil kolvetnaneysla st...
Hver var Heinrich Schliemann og hvert var hans framlag til fornfræða?
Heinrich Schliemann (1822-1890). Heinrich Schliemann var þýskur áhugamaður um fornfræði, einkum Hómer, sem gerðist eftir farsælan frama í viðskiptum áhugafornleifafræðingur. Schliemann fæddist í Þýskalandi árið 1822. Sjálfur sagði hann að þegar hann hafi verið sjö ára hafi faðir hans gefið honum bók með kviðum...
Hvort tala fræðimenn um siðbreytingu eða siðaskipti? Af hverju?
Orðnotkun í íslensku hefur verið nokkuð breytileg gegnum tíðina þegar rætt og ritað hefur verið um upptök, útbreiðslu og áhrif lútherskunnar á 16. öld. Fram undir þetta hafa fræðimenn almennt notað eitt heiti yfir alla þætti þessarar þróunar. Það hefur svo verið breytilegt hvort rætt hefur verið um siðbót, siðaski...
Hvað getið þið sagt mér um egypska faraóinn Akhenaten og konu hans Nefertiti?
Akhenaten var faraó í Egyptalandi sem ríkti á tímum átjándu konungsættarinnar. Hann er talinn hafa ríkt í 17 ár og dó annaðhvort 1336 eða 1334 f.Kr. Eitt helsta einkenni á stjórnartíð Akhenaten er að hann lagði af fjölgyðistrú í Egyptalandi og beitti sér fyrir tilbeiðslu sólguðs sem kallaðist Aten. Eftir þessi ...
Hver var Rousseau og hvert var framlag hans til heimspekinnar?
Óhætt er að telja Jean-Jacques Rousseau í hópi þeirra hugsuða síðari tíma sem hafa haft mest áhrif á heim hugmyndanna og framgang sögunnar. Rousseau var margbrotinn persónuleiki, að mörgu leyti ímynd hins þjakaða snillings. Ævisaga hans er á köflum ævintýri líkust og verkin sem hann lét eftir sig bera í senn vott ...