Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 6426 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig fiskar eru barrakúðar?

Barrakúðar eru fiskar af ættbálki borra (Perciformes) og tilheyra ættinni Sphyraenidae. Alls eru tegundir barrakúða um 18 og teljast þær allar til Sphyraena-ættkvíslarinnar. Kunnasta tegundin er líklega stóri barrakúði (Sphyraena barracuda), en aðrar tegundir eru til dæmis:miðjarðarhafs-barrakúðinn (Sphyraena sphy...

category-iconBókmenntir og listir

Hver fann upp dans?

Talið er að dans hafi fylgt manninum frá upphafi, eða að minnsta kosti jafnlengi og trúarbrögð. Margir sagnfræðingar aðhyllast raunar þá kenningu að dans hafi upphaflega verið af trúarlegum toga, þótt ekki sé vitað hvernig frummaðurinn dansaði. Elstu heimildir um dansiðkun eru taldar allt að 25.000 ára gamlar ...

category-iconFélagsvísindi

Hvað eru skattleysismörk?

Með skattleysismörkum er yfirleitt átt við hve miklar launatekjur má hafa án þess að að þurfa að greiða tekjuskatt og útsvar. Einfaldasta leiðin til að sjá hver skattleysismörkin eru er að deila með samanlögðu skatthlutfalli fyrir þessa skatta upp í svokallaðan persónuafslátt. Persónuafslátturinn er nú, árið 2008,...

category-iconEfnafræði

Get ég notað vetni sem brennsluefni á útigrillið mitt?

Própangas er algengasta brennsluefni fyrir útigrill í heiminum en metangas (jarðgas) er lítillega notað. Ekki er hægt að nota vetni á útigrill sem gerð eru fyrir própangas (Agagas, Gasol, Kosanga, Primus) eða metangas. Ástæðan er sú að í grillum og eldavélum eru brennarar sem eru hannaðir með tilliti til þess efni...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er steppa?

Þurrlendi jarðar er skipt í svæði eftir því hvaða gróður er þar mest áberandi. Svæðin kallast gróðurbelti. Steppa sem einnig kallast gresja er eitt af gróðurbeltum jarðar. Gresjur eru mjög stór, tiltölulega flatlend svæði, slétta, þar sem gras er ríkjandi gróður en nær engin tré. Í Rússlandi og ríkjum Mið-Asíu...

category-iconHagfræði

Hvað er píramídasvindl?

Fjársöfnun, þar sem lofað er hárri ávöxtun og inngreiðslur frá síðari fjárfestum eru notaðar til að standa við loforð til fyrri fjárfesta, er oft kennd við píramída. Fyrstu fjárfestarnir eru þá hugsaðir sem efsta lag píramída. Til þess að geta greitt þeim þá ávöxtun sem þeim var lofað þarf næsta lag píramídans ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað hafði megalodon margar tennur?

Fyrir fáeinum milljónum ára syntu í úthöfunum stórvaxnir hákarlar af tegund sem á fræðimáli nefnist Otodus megalodon (stundum Carcharodon megalodon eða Carcharocles megalodon). Yfirleitt er talið að megalodon hafi verið kominn fram fyrir að minnsta kosti 16 milljón árum, jafnvel fyrr, en horfið af sjónarsviðinu fy...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers vegna lifa pöndur bara í Kína en ekki í nágrannaríkjunum?

Nú á tímum eru einu náttúrulega heimkynni risapöndunnar (Ailuropoda melanoleuca) bundin við mjög takmarkað svæði í miðhluta í Kína. Svo hefur þó ekki alltaf verið. Fundist hafa leifar risapöndu frá pleistósen-tímabilinu (sem stóð yfir frá því um það bil 2,6 milljón árum til loka síðustu ísaldar), í norður Mjan...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Af hverju réðu Danir yfir Íslandi en ekki Norðmenn?

Í stuttu máli þá varð Ísland skattland eða hjálenda Noregskonungs á árunum 1262–64 þegar helstu höfðingjar landsins gengust undir vald hans. Það sama gilti um hinar eyþjóðirnar tvær í Norður-Atlantshafi, Grænland og Færeyjar. Færeyingar voru fyrstir til að ganga Noregskonungi á hönd, rúmum tveimur öldum fyrr, líkl...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvað eru til margar tegundir af dvergstjörnum í geimnum?

Þrjár tegundir svonefndra dvergstjarna eru til. Þær nefnast hvítir dvergar, rauðir dvergar og brúnir dvergar.[1] Hvítir dvergar eru kulnaðar sólstjörnur, lokastig þróunar flestra sólstjarna í alheimi. Þeir eru daufir og þéttir hnettir á stærð við jörðina en álíka massamiklir og sólin. Eftir um 5 milljarða ára þ...

category-iconHeimspeki

Hvað er á milli himins og jarðar?

Svarið við þessari sígildu gátu er auðvitað „og“. Sver hún sig þar í ætt við svipaðar gátur sem hafa skemmt fólki í gegnum árin. En eins og svo margar gátur sem eitthvað er spunnið í þá býður hún einnig upp á áhugaverðar heimspekilegar vangaveltur. Raunar má segja að heimspeki sé ekkert annað en leit að svörum við...

category-iconStærðfræði

Hver var Leonardó Fibonacci og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?

Stærðfræðingurinn Leonardó Pisano Bigollo eða Leonardó frá Písa, oftar nefndur Fibonacci, er talinn hafa fæðst árið 1170 í Písa á Ítalíu og látist árið 1250, einnig í Písa. Hann var af Bonacci-fjölskyldunni kominn. Þar af stafar gælunafnið Fibonacci – Filius Bonacci – sonur Bonaccis, sem var líklega fundið upp af...

category-iconHagfræði

Hver var Benjamín H.J. Eiríksson og hvert var hans framlag til hagstjórnar á Íslandi?

Krafan um fríverslun við erlendar þjóðir var ein af höfuðkröfum Íslendinga í sjálfstæðisbaráttunni á nítjándu öld. Það var skoðun manna eins og Jóns Sigurðssonar forseta að verslunarfrelsi væri í raun forsenda fyrir þjóðfrelsi og einn af mestu sigrum hans í sjálfstæðisbaráttunni var að fá síðustu leifar dönsku ver...

category-iconJarðvísindi

Hvað viðheldur hita í möttli jarðar og mun kvikan þar einhvern tíma klárast?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað viðheldur þeim mikla hita sem er í möttli jarðar í gegnum alla jarðsöguna og hvaðan kemur allt það mikla magn gosefna og hvað fæðir möttulinn af nýju efni? Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvers vegna er kjarni jarðar heitur? er yfirborð jarðkjarnans mörg hundr...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju eru kjarnorkusprengjur svona kraftmiklar?

Fyrst er þess að geta að það eru ekki einungis kjarnorkusprengjur mannanna sem eru kraftmiklar heldur er kjarnorka langöflugasta náttúrlega orkulindin í sólkerfinu. Margar aðrar orkumyndir eiga rætur að rekja til kjarnasamruna í sólinni, samanber svar sama höfundar við spurningunni Hvað er helst því til fyrirstöðu...

Fleiri niðurstöður