Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 789 svör fundust
Hvernig finnur maður ummál þríhyrnings?
Lítum á þríhyrninginn ABC. Hann hefur hornin A, B, og C og hliðarnar a, b og c, eins og sést á myndinni. Til þess að finna út ummál þríhyrnings leggjum við saman allar hliðar hans, það er: \[U_{\bigtriangleup }=a+b+c\] Til að reikna út ummálið þurfa þess vegna lengdir allra þriggja hliða þríhyrningsins að vera...
Hver er massi róteindar í samanburði við massa rafeindar?
Massa hluta er hægt að gefa upp í ótalmörgum einingum, eins og til dæmis kílógrömmum (kg), grömmum (g) og milligrömmum (mg). Þegar reikna á út hlutfall tveggja massa skiptir ekki máli hvaða eining er notuð svo fremi sem að sama einingin sé á massa beggja hlutanna; þannig styttast einingarnar út og útkoman verður e...
Þegar olíuslys verður úti á hafi, af hverju er þá ekki bara kveikt í olíunni í staðinn fyrir að hreinsa hana úr sjónum?
Það er mögulegt að brenna olíu sem berst í sjó við olíuslys og það er gert í einstaka tilfellum eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvernig er olía hreinsuð úr sjó, til dæmis eftir olíuslys? Þar segir um þessa aðferð: Er henni (olíunni) þá safnað í eldþolnar flotgirðingar og þegar nægjanlegri þykkt er náð...
Af hverju eru skíðishvalir ekki jafnfélagslyndir og tannhvalir?
Ólík félagskerfi skíðishvala og tannhvala eru að mestu mótuð af lifnaðarháttum þeirra og líkamsbyggingu. Tannhvalir margfalda afkastagetu sína við veiðar ef þeir tilheyra hópi sem vinnur saman á kerfisbundinn og skipulagðan hátt. Líkamsbygging skíðishvala er gerólík byggingu tannhvala. Veiðibúnaður þeirra, það er ...
Hvað er átt við með hugtökunum kolefnisspor, sótspor og vistspor?
Ekkert þessara þriggja hugtaka á sér lögformlega skilgreiningu þannig það sem hér kemur á eftir er byggt á vinnu og viðhorfum höfundar. Kolefnissspor: Sú heildarlosun gróðurhúsalofttegunda sem einstaklingur, viðburður, fyrirtæki eða framleiðsla tiltekinnar vöru veldur á einu ári, venjulega gefin upp í tonnum ...
Hvað er læknisfræðinám við Háskóla Íslands langt?
Fullmenntaður læknir á Íslandi hefur að baki 12-14 ára menntun og þjálfun, en jafnvel meira hafi hann lokið doktorsnámi. Formleg kennsla í læknisfræði hófst á Íslandi með stofnun Læknaskólans árið 1876. Læknadeild Háskóla Íslands var stofnuð um leið og skólinn sjálfur árið 1911 og síðan þá hafa yfir 2000 lækna...
Hvert var gengi íslensku krónunnar árið 1944 og var til banki á Íslandi þá?
Viktor spurði sérstaklega um íslenska banka árið 1944 og upprunaleg spurning Árna hljóðaði svona: Hvert var gengi íslensku krónunnar gagnvart dönsku krónunni og dollar árið 1944? Árið 1944 var gengi íslensku krónunnar ekki skráð gagnvart þeirri dönsku. Skýrðist það af því að Danmörk var hertekin af Þjóðverjum ...
Hver er Daniel Kahneman og hvert er hans framlag til fræðanna?
Daniel Kahneman fæddist í Tel Aviv árið 1934. Foreldrar hans voru litháískir gyðingar, búsettir í París. Kahneman ólst up í Frakklandi. Bernska hans þar einkenndist af „fólki og orðum“ frekar en íþróttum eða útivist eins og honum sagðist síðar frá.1 Eftir heimsstyrjöldina flutti hann til Palestínu en þar nam hann ...
Hvað varð um rússnesku keisarafjölskylduna í októberbyltingunni?
Í kjölfar þess að Nikulás II. afsalaði sér krúnunni í mars 1917 var keisarafjölskyldan sett í stofufangelsi í Alexandershöllinni í Petrograd (St. Pétursborg). Bráðabirgðastjórnin hugðist flytja hana til Englands en þau áform mættu hins vegar andstöðu sovétsins* í Petrograd. Þá var keisarafjölskyldan flutt til Tobo...
Er hægt að mæla landrek út frá eldsumbrotum?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvernig fer landrek fram? Jarðvísindamaður staddur við Holuhraun fullyrti að hægt væri að mæla landrek út frá núverandi eldsumbrotum? Landrek skýrist af flekareki en samkvæmt flekakenningunni skiptist ysta skurn jarðarinnar, stinnhvolfið, í allmarga fleka sem eru á sífelldr...
Eru til einhverjar vísindalegar skýringar á Nóaflóðinu? Getur slíkt flóð orðið aftur?
Sagt er að minni um mikil flóð megi finna í mörgum trúarbrögðum, og sennilega hafa ólíkir atburðir valdið slíkum hamförum. Í okkar heimshluta er Nóaflóðið mest þeirra, og fram á miðja 19. öld tóku margir sögu Biblíunnar bókstaflega. Franski líffræðingurinn Georges Cuvier (1769-1832), sem rannsakaði jarðlög kringum...
Hver var Adam Smith og fyrir hvað er hann helst þekktur?
Adam Smith fæddist árið 1723 í hafnarbænum Kirkcaldy á austurströnd Skotlands og dó sextíu og sjö árum síðar, árið 1790. Eftir hann komu út tvær merkilegar bækur meðan hann lifði og að minnsta kosti önnur þeirra er ótvírætt meistaraverk. Fyrra ritið fjallaði um siðfræði og gerði höfund sinn þekktan í landi sínu en...
Af hverju urðu risaeðlurnar svona stórar?
Risaeðlur njóta sérstöðu í fornlíffræðinni vegna stærðar sinnar. Sumar tegundir urðu meira en 50 tonn að þyngd eða 50.000 kg! Ráneðla eins og grameðlan (Tyrannosaurus rex) gekk upprétt á stórvöxnum afturlöppum og vó sennilega allt að 8.000 kg. Hún var þó að öllum líkindum ekki stærsta ráneðlan sem var á ferli á mi...
Færast stjörnurnar á himninum á kerfisbundinn hátt?
Upphafleg spurning var sem hér segir:Færast stjörnurnar á himninum á kerfisbundinn hátt, sbr. sólargang, séð frá jörðinni, t.d. frá Íslandi? Langflestar stjörnurnar sem við sjáum á næturhimninum eru fastastjörnur eins og þær eru kallaðar. Sú nafngift stafar ekki af því að þær sýnist vera fastar á einhverjum til...
Hvað er milli atóma fyrir utan efnatengi? Er til algert tómarúm?
Að vissu leyti hefur þessari spurningu verið svarað áður hér á vefnum (sjá Kristján Rúnar Kristjánsson: Hvað er tómarúm? Er tómarúm "efni"?), en við viljum nú draga upp nokkrar hliðstæður til að skýra málið enn frekar. Að lokum munum við komast að því að tómarúmið er alls ekki tómt! Atóm eða frumeindir eru sett...