Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3881 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvenær ársins eru moskítóflugur á sveimi í Nuuk á Grænlandi?

Moskítóflugur angra fólk og önnur spendýr á Grænlandi helst frá miðjum júní og fram í ágúst. Á þessum tíma sækjast kvendýrin eftir blóði en í því er prótín sem þarf til þess að egg flugnanna þroskist. Stærstur hluti lífsferils moskítóflugna er í vatni en hversu langur lífsferillinn er fer eftir aðstæðum, allt f...

category-iconHugvísindi

Hvaðan er orðið vísindaferð komið og hvað felst í slíkri ferð?

Elsta dæmið um orðið vísindaferð er, samkvæmt ritmálsskrá Orðabókar Háskólans, frá árinu 1884 en þá kom það fyrir í tímaritinu Suðra sem Gestur Pálsson ritstýrði. Þar kemur orðið vísindaferð fyrir í tilkynningu um rit Þorvaldar Thoroddsen Ferðir á suðurlandi sumarið 1883. Í Suðra segir að Þorvaldur sé orðinnsvo ku...

category-iconLífvísindi: almennt

Geta menn fengið fuglaflensu?

Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað er fuglaflensa? er fuglaflensa einfaldlega inflúensa í fuglum sem orsakast af mörgum mismunandi tegundum inflúensuveiru A. Ef fugl smitast samtímis af tveimur eða fleiri inflúensuveirum (til dæmis mannaveiru og fuglaveiru) geta veirurnar skipst á erfðaefni. Slík ...

category-iconLögfræði

Hvað er hatursræða?

Hatursræða (e. hate speech) er flókið hugtak og ekki er til nein ein alþjóðlega viðurkennd skilgreining eða skilningur á því. Eigi að síður hefur þróunin orðið sú, með lögum, í dómaframkvæmd og í fræðiskrifum, að sá skaði og sú hætta, sem stafar af ákveðinni tjáningu, er alþjóðlega viðurkennd. Þannig hafa bæði á a...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvenær er æxlunartímabil hjá hagamús, húsamús, brúnrottu og svartrottu?

Æxlunartímabil íslenskra nagdýra ræðst aðallega af tíðarfari og því hvar á landinu nagdýrin lifa. Sænski vistfræðingurinn Bengtson rannsakaði ýmsa þætti í vistfræði hagamúsarinnar (Apodemus sylvaticus) á Íslandi á árunum 1973-1977. Í rannsókn sinni bar hann saman tvo stofna sem lifðu við mjög ólík umhverfisskil...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er það rétt að blikinn, karlfugl æðarfuglsins, liggi á eggjunum alfarið eða að hluta til?

Í æðarvarpi má nær undantekningarlaust sjá að kollurnar liggja á eggjunum. Þó þekkist það að blikar bregði sér í það hlutverk en það er afar sjaldgæft, helst gerist það þegar kolla skreppur stutta stund frá hreiðrinu. Æðarkollur liggja yfirleitt á eggjunum. Æðarfuglinn (Somateria mollissima) er algengasta ön...

category-iconFélagsvísindi

Hvað seljast margir pakkar af sígarettum á dag um allan heim?

Samkvæmt mati Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, reykja jarðarbúar nú um 5,5 þúsund milljarða sígaretta á ári. Það gerir ríflega 15 milljarða sígaretta á dag eða um 750 milljónir pakka. Að meðaltali reykir hver jarðarbúi um tvær og hálfa sígarettu á dag. Stofnunin áætlar að ríflega fjórar milljónir man...

category-iconLæknisfræði

Hvert er ferlið við faðernispróf?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Ég er að velta því fyrir mér hvernig faðernispróf fer fram, hvað það kostar og hvað það hefur í för með sér. Ferlið sem fylgir faðernisprófi hefst oft á meðgöngu þar sem hin verðandi móðir getur fyllt út umsókn þess efnis að hún vilji að tekið verði blóð úr naflastreng barnsi...

category-iconFélagsvísindi

Eru renminbi og yuan sami gjaldmiðillinn?

Gjaldmiðill Kína heitir renminbi. Það þýðir gjaldmiðill alþýðunnar og er hann gefinn út af Alþýðubankanum þar í landi. Renminbi er skammstafað RMB. Algengasta eining renminbi er eitt yuan en það þýðir kringlóttur hlutur eða kringlótt mynt. Tákn yuansins á alþjóðamörkuðum er CNY. Einnig eru til jiao og fen. Eitt yu...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað er Guffi?

Aðrir spyrjendur eru: María J., Guðni Líndal, Hákon Arnarson og Benjamín Sigurgeirsson. Teiknimyndapersónan Guffi er hundur, en ólíkt hundum eins og Plútó er Guffi gerður mannlegur; hann getur bæði talað og gengið uppréttur. Guffi er vinur Mikka músar og er aðstoðarmaður hans í mörgum svaðilförum. Hann er góðhj...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvar var Köllunarklettur?

Köllunarklettur var við Viðeyjarsund í Reykjavík. Nafnið mun dregið af því að þaðan var kallað á ferju til Viðeyjar til flutnings yfir sundið. „Köllunarklettur var látinn víkja vegna framkvæmda við Sundahöfn“, segir í ritinu Landið þitt Ísland (3. bindi, 277). Hann er merktur á kortinu Örnefni í Reykjavík, sem...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hefur einhvern tíma verið vatn á Mars?

Já, vatn hefur verið á Mars og það er þar enn þá. Frosið vatn er á báðum heimskautasvæðunum og er sífreri víða undir yfirborðinu. Ekki er vitað til þess að rennandi vatn sé á Mars. Þegar Fönix-geimfarið lenti á Mars þann 25. maí árið 2008 fann það merki um vatn undir yfirborðinu. Grafið var ofan í jarðveginn o...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er glámbekkur þegar eitthvað liggur á glámbekk?

Nafnorðið glámbekkur er notað um bekk sem allir geta séð, stað sem er opinn fyrir allra augum og er ekki tryggur. Orðið virðist einungis notað í samböndunum að hafa eitthvað á glámbekk og láta eitthvað liggja á glámbekk. Nokkur dæmi eru um glámbekk í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans frá miðri 19. öld en öll þannig...

category-iconTrúarbrögð

Hverjir eru helstu hátíðisdagar kirkjuársins og hvað gerðist á þeim?

Í þessu svari er aðallega fjallað um hátíðisdaga íslensku þjóðkirkjunnar en aðrar kirkjudeildir geta haft fleiri eða færri hátíðisdaga. Kirkjuárið hefst með fyrsta sunnudegi í aðventu eða jólaföstu, sem getur verið frá 27. nóvember til 3. desember. Á einu kirkjuári er farið í gegnum líf og starf Jesú Krists á ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getur þú sagt mér um peléeísk og plínísk eldgos?

Eldgos eru flokkuð á ýmsa vegu. Einna algengast er að nota aðferð George P.L. Walker, en hann flokkaði eldgos í hawaiisk (basísk hraungos), stombólsk (sprengivirk hraungos), vúlkönsk (stopul sprengivirkni með eða án hraungúls) og plínísk (sem hafa verið nefnd þeytigos á íslensku). Einnig eru tveir flokkar þar sem ...

Fleiri niðurstöður