Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 412 svör fundust
Þrífast rottur í sveitum landsins og hvar halda þær til í þéttbýli?
Tvær rottutegundir hafa fundist hér á landi, brúnrotta (Rattus norvegicus) og svartrotta (Rattus rattus). Eins og Gunnar Karlsson rekur í svari sínu við spurningunni Hvenær varð fyrst vart við rottur á Íslandi? er trúlegt að Ísland hafi verið rottulaust fram á 17. eða 18. öld. Fyrst er getið um rottur í sýslulýsin...
Hvað getið þið sagt mér um Dalvíkurskjálftann 1934?
Laugardaginn 2. júní 1934 fannst mikill jarðskjálfti á Norðurlandi um klukkan 12:43 að íslenskum tíma, sem mældist 6,2 að stærð (MS).[1] Hans varð vart allt frá Búðardal í vestri að Vopnafirði í austri, en snarpastur var hann á Dalvík þar sem miklar skemmdir urðu. Mikið tjón varð einnig í öðrum byggðum næst skjálf...
Hver skrifaði Gamla sáttmála og hvað fólst í honum?
Gamli sáttmáli var samningur milli Íslendinga og Noregskonungs sem fyrst var skrifað undir í Lögréttu á Alþingi árið 1262. Í honum fólst í meginatriðum að Íslendingar gerðust þegnar Noregskonungs og greiddu honum skatt. Landið var þó ekki innlimað í veldi konungs heldur gert að skattlandi líkt og Rómverjar gerðu o...
Hvað er næring í æð?
Næring í æð er þegar vökva sem inniheldur lífsnauðsynleg næringarefni er veitt í bláæð í líkamanum, einkum svo að orku- og prótínþörf sé fullnægt, en einnig þörf fyrir fitu, kolvetni, vítamín og steinefni. Þörf fyrir þessi efni er breytileg eftir sjúklingum og þarf að taka tillit til aðstæðna hvers og eins, meðal ...
Hvernig hefur íslensk flóra breyst í grófum dráttum frá landnámi?
Í stuttu máli þá breyttust magnhlutföll tegunda í flóru landsins mikið fyrst eftir landnám. Tegundum fjölgaði verulega og eru um 70-80 tegundir orðnar ílendar í dag, sem ekki voru í landinu fyrir landnám. Um 250 tegundir til viðbótar hafa borist til landsins utan ræktunar, en ekki náð að ílendast varanlega. Ekki e...
Hvað er mosi?
Mosar teljast til ríkis plantna. Allar plöntur eru frumbjarga (ljóstilífandi) fjölfruma heilkjörnungar með blaðgrænu og frumuveggi úr sellulósa. Samkvæmt gamalli hefð var plöntum deilt upp í lág- og háplöntur. Mosar tilheyrðu lágplöntum ásamt fléttum, þörungum og sveppum. Til háplantna töldust æðplöntur, en það er...
Hvaða rannsóknir hefur Árni Björnsson stundað?
Fyrstu ritsmíðar Árna sem kallast gætu vísindalegar munu vera tvær ritgerðir til fyrrihluta prófs í íslenskum fræðum vorið 1956. Önnur var í merkingarfræði og hét Aldur, uppruni og saga nokkurra íslenskra hátíðanafna. Hin var í sagnfræði og hét Skreiðarútflutningur Íslendinga fram til 1432. Næst kom 1961 kandídats...
Hvaðan er leikurinn 'Fram, fram fylking' upprunninn og hvaðan kemur textinn sem sunginn er í honum?
“Fram, fram fylking” hefur verið vinsæll leikur meðal íslenskra barna í meir en 100 ár. Vitað er að höfundur textans var Ari Jónsson (1833-1907), bóndi á Þverá í Eyjafirði. Nafn hans kemur fram í bókinni Kvæði og leikir handa börnum eftir Halldóru Bjarnadóttur (1873-1981) en sú bók kom út árið 1917 og var ein fyrs...
Hver er tíðni bókstafa í íslensku ritmáli?
Til að svara þessari spurningu könnuðum við orðtíðni þriggja texta: Nýja testamentisins, Njáls sögu og handrits af væntanlegri bók með völdum svörum af Vísindavefnum. Lítið tölvuforrit var smíðað til að sjá um talninguna og helstu niðurstöður eru þessar: Algengir stafir, algengustu efst. Nýja testamentiðNjál...
Hvernig er alheimurinn á litinn?
Alheimurinn nær til alls sem við þekkjum, og er þar með það litríkasta sem hugsast getur! Við sjáum þó ekki alla þessa litadýrð frá jörðinni. Plánetan jörð er í grennd við sólina, sem er hluti af stjörnuþokunni okkar sem kallast Vetrarbrautin. Utan um þessi fyrirbæri alheimsins er gashjúpur sem gleypir suma lit...
Hvað er persónuleikaröskun?
Til þess að skýra hvað átt er við með persónuleikaröskun skulum við taka dæmi. Jón Jónsson er stöðugt að skipta um vini og vinkonur. Hann er í fyrstu afar hrifinn af þeim sem hann kynnist en ekki líður á löngu þar til hann óskar þeim út í hafsauga og skilur ekki hvernig hann gat nokkru sinni laðast að slíku fólki....
Hvernig eru svokallaðir lavalampar búnir til?
Arnar Ellertsson spurði 'Hvernig verka lava lampar? Af hverju flýtur vaxið upp og af hverju sýður olían ekki?' og Mattías Páll spurði 'Hvaða efni er í 'peace lamp'?' Svokallaður lavalampi er glært plastílát með tveimur mismunandi vökvum í og peru fyrir neðan. Yfirleitt er annar glær og hinn litaður, til...
Hvenær og hvernig fannst Langisjór?
Langisjór er næst stærsta stöðuvatnið á hálendinu ef frá eru talin uppistöðulón virkjanna. Aðeins Hvítárvatn er stærra (29,6 km2). Langisjór liggur í dæld á milli móbergshryggjanna Tungnárfjalla og Fögrufjalla og er 20 km langur og um 27 km2 að flatarmáli. Mjög erfitt er að segja til með fullri vissu hver það var ...
Vísindaveisla í Búðardal
Háskólalestin er lögð af stað og fyrsti áfangastaður hennar í ár var Búðardalur. Í Dalabúð var haldin vísindaveisla laugardaginn 7. maí 2016. Þar fengu Dalamenn að kynnast ýmsum undrum vísindanna, gátu skoðað sig í hitamyndavél, heyrt í syngjandi skál, kynnst efnafræðibrellum, sett saman vindmyllur og skoðað stjör...
Hversu hratt fara jarðskjálftabylgjur frá upptökum til mælistaðar?
Hraði jarðskjálftabylgju í jarðlögum fer bæði eftir því af hvaða tegund hún er og í hvaða efni hún berst, þar á meðal eftir dýpi hennar í jörðinni. Hraðinn vex yfirleitt með dýpi. Þess vegna getur bylgja sem fer djúpt í jörð verið fljótari milli tveggja staða nálægt yfirborði jarðar en önnur sömu tegundar sem fylg...