Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1286 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er átt við þegar menn sjanghæja einhvern og hvaðan kemur orðið?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvaðan kemur orðatiltækið „að sjanghæja einhvern“? Orðið sjanghæja er tökuorð úr ensku sem kom fram í ensku um miðja 19. öld og var fljótlega tekið upp í Norðurlandamálum og þýsku. Að sjanghæja einhvern merkti að ræna einhverjum eða tæla einhvern um borð í skip oft með...

category-iconNæringarfræði

Af hverju er mikilvægt að borða grænmeti?

Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað er það í matnum sem heldur okkur lifandi? þarf líkaminn nauðsynlega að fá vatn, prótín, kolvetni, fitu, vítamín og steinefni til þess að vaxa, þroskast og viðhalda góðri heilsu. Allt þetta þarf að vera í góðu jafnvægi og þess vegna er mikilvægt að borða holla og fjö...

category-iconHagfræði

Höfðu kennarar og þingmenn einu sinni sömu laun?

Athugasemd ritstjórnar Vísindavefsins Þetta svar tilheyrir staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins. Það sama gildir um þessi svör og önnur á Vísindavefnum. Þau eru skrifuð af nafngreindum höfundum sem bera ábyrgð á efni svarsins. Lesandi sem telur svari áfátt getur bent ritstjórn á það og er svar þá l...

category-iconLögfræði

Mega dyraverðir á skemmtistöðum taka skilríki af einstaklingum?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hafa dyraverðir á skemmtistöðum rétt til þess að taka skilríki af einstaklingum? Telst það ekki vera þjófnaður?Reglur sem fjalla um eftirlit á skemmtistöðum er að finna víða í lögum og reglugerðum. Meginreglurnar eru í reglugerð nr. 587/1987 um löggæslu á skemmtunum og um sl...

category-iconEfnafræði

Er neftóbak annarra þjóða skaðlegra en hið íslenska? Hvers vegna má ekki selja neftóbak frá öðrum löndum hér?

Í íslenskum lögum nr. 6/2002 stendur: „Bannað er að flytja inn, framleiða og selja fínkornótt neftóbak og allt munntóbak, að undanskildu skrotóbaki.“ Íslenska neftóbakið svokallaða hefur verið framleitt á Íslandi af Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) síðan 1941. Lengi vel fékkst ekki annað neftóbak hér á...

category-iconOrkumál

Mér skilst að orkuverð eigi að vera jafnt í öllum ríkjum ESB, hvað mun verð á rafmagni hækka mikið hér við aðild?

Raforkuverð í Evrópusambandinu er ekki samræmt á milli aðildarríkja. Raforkuverð í Danmörku er til að mynda þrisvar sinnum hærra en í Búlgaríu, samkvæmt tölum Eurostat frá árinu 2011, en það eru þau aðildarríki sem hafa hæsta og lægsta raforkuverðið innan sambandsins. Skattlagning raforku er einnig mismunandi. Í ...

category-iconHagfræði

Hvernig er komið í veg fyrir innherjaviðskipti og samráð á millibankamarkaði með gjaldeyri?

Spurningin var upphaflega: Í nýlegu svari á Vísindavefnum Hvaða aðilar stýra gengi íslensku krónunnar? kemur m.a. fram að gengi krónunnar ráðist á millibankamarkaði með gjaldeyri þar sem: "[t]ilboð[..] eru birt á sameiginlegum gagnaveitum þar sem aðeins viðskiptavakar og Seðlabankinn sjá tilboðin." Hvaða völd...

category-iconStærðfræði

Er tölugildið af X margliða?

Svarið er nei; tölugildið af $x$ er ákveðið fall sem fellur ekki undir margliður. Tölugildið (enska absolute value, numerical value) af $x$ er yfirleitt táknað sem $|x|$. Það er fall sem tekur jákvæð gildi og gildið $0$ en getur ekki tekið neikvæð gildi. Sem kunnugt er má líta á tölur sem punkta á talnalínunni ...

category-iconLandafræði

Hvar er miðpunktur Íslands?

Líta má á hugtakið miðpunktur á marga vegu. Landfræðilega væri réttast að segja að miðpunktur Íslands sé staðsettur þar sem fjarlægð frá sjó er mest til allra átta. Sá punktur er rétt sunnan Hofsjökuls á um það bil 18,9°V og 64,6°N, eins og sjá má á myndinni og er í 118,3 km fjarlægð frá sjó. Þetta kort sýnir...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hver er ástæðan fyrir þessum björtu sumarnóttum hér á Íslandi?

Snúningsmöndull jarðar er ekki hornréttur á brautarsléttu hennar heldur hallar hann um 23,5° frá lóðréttu. Þessi möndulhalli jarðar er það sem veldur árstíðaskiptum. Ef möndullinn hallaði ekki væru engar breytingar á hitastigi og birtu milli árstíða og sólin væri alltaf á lofti hálfan sólarhringinn alls staðar í h...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað og hvernig eru orkuþrep vetnisatóma?

Vetnisatómið, sem er minnst frumeinda, með sætistöluna einn, samanstendur af einni jákvætt hlaðinni róteind í kjarna og einni neikvætt hlaðinni rafeind á sveimi umhverfis kjarnann. Milli þessara einda ríkir aðdráttarkraftur vegna andstæðra hleðsla og fráhrindandi miðflóttakraftur. Þegar tekið er tillit til þessa ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er þörf á staðlaðri stafsetningu í íslensku ritmáli?

Með hugtakinu staðlaðri stafsetningu er átt við sameiginlegar og yfirleitt opinberar reglur um hana. Fyrstu opinberu stafsetningarreglurnar hér á landi eru ekki eldri en frá 1918 (sjá Jón Aðalstein Jónsson 1959:110–111) og saga opinberra reglna um stafsetningu nær því aðeins aftur um liðlega eina öld. Aðrar opi...

category-iconStærðfræði

Hvað getið þið sagt mér um Blaise Pascal og framlag hans til stærðfræðinnar?

Blaise Pascal (1623-1662) var franskur stærðfræðingur, eðlisfræðingur, uppfinningamaður, trúspekingur og ritsnillingur. Hann fæddist í Clermont, sem nú heitir Clermont-Ferrand í Auvergne, þar sem faðir hans var forseti skattdómsins og þekktur áhugamaður um stærðfræði og vísindi. Móðir hans dó þegar hann var þrigg...

category-iconVísindi almennt

Hvernig get ég breytt nafninu mínu?

Samkvæmt 17. grein laga um mannanöfn nr. 45/1996 er heimild fyrir því að fá nafni sínu breytt í Þjóðskrá einu sinni nema sérstaklega standi á. Hvernig ferlið er og hvort nafnbreytingin er gjaldskyld eða ekki fer eftir því hvort aðeins er um að ræða breytingu á ritun nafns eða hvort um eiginlega nafnbreytingu er að...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða reglur gilda eiginlega um kommusetningu í dag?

Í gildi eru reglur um greinarmerkjasetningu sem birtar voru í Auglýsingu um greinarmerkjasetningu í Stjórnartíðindum B, nr. 133/1974. Þessar reglur, ásamt reglum um stafsetningu, hafa nú verið birtar á heimasíðu Íslenskrar málstöðvar. Ætlunin er að birta bæði stafsetningar- og kommusetningarreglur í nýrri stafs...

Fleiri niðurstöður