Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8497 svör fundust
Hver voru vinsælustu svör maímánaðar 2018?
Í maímánuði 2018 voru birt 59 ný svör á Vísindavefnum. Að auki var fjölmörgum fyrirspurnum svarað með því að vísa lesendum á efni sem til er og sumum spurningum var svarað með tölvupósti og símtölum. Fróðlegt svar um útlit landnámsmanna var mest lesna svarið í maímánuði. Svör um álpappír, dómkirkjur, vísindaman...
Þekktist samkynhneigð á víkingatímanum?
Hugmyndin um samkynhneigð er ung og þekkist varla fyrr en á ofanverðri 19. öld. Þá varð mikið hneykslismál í kringum rithöfundinn Oscar Wilde (1854-1900) sem var fangelsaður fyrir að hafa átt samræði við aðra karlmenn. Í nútímamáli er talað um samkynhneigð þegar tveir einstaklingar af sama kyni eiga í ástarsamband...
Hvað getið þið sagt mér um efnafræðinginn John Dalton og atómkenningu hans?
John Dalton (1766-1844) var enskur efnafræðingur, veðurfræðingur og eðlisfræðingur. Hann var brautryðjandi í þróun atómfræðinnar og atómhugtaksins og rannsakaði einnig litblindu. John Dalton (1766-1844). Dalton fæddist 6. september árið 1766 í Eaglesfield á Englandi. Hann ólst upp, ásamt tveimur eldri systki...
Hvernig og hvenær varð Sádi-Arabía til sem ríki?
Sádi-Arabía er eitt af valdamestu ríkjum veraldar. Saga landsins er viðamikil og löng. Sú Sádi-Arabía sem við þekkjum í dag varð til árið 1932. Stofnun konungsríkisins var afleiðing af langvinnri ættbálkadeilu sem Sádi-fjölskyldan sigraði. Átökin brutust út í upphafi 20. aldar þegar Ibn Saud, höfuð Sádi-fjölsky...
Hvað gerðist eftir að risaeðlur dóu út og þangað til maðurinn kom fram?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Getur einhver útskýrt hvað gerðist frá því að risaeðlurnar dóu út og til ísaldar þegar spendýrin komu fram? Miklar breytingar urðu á dýralífi jarðar fyrir um 66 milljón árum, á mörkum miðlífsaldar og nýlífsaldar. Þá dóu um 75% allra dýrategunda út, þar með taldar allar ...
Hver er elsta ljósmynd af Íslendingi sem varðveist hefur?
Í ársbyrjun 2019 eru 180 ár liðin frá því að ný aðferð við að taka ljósmyndir var kynnt fyrir meðlimum frönsku vísindaakademíunnar. Sú aðferð var kennd við Louis-Jacques-Mandé Daguerre (1787-1851) og byggði á því að málmplata var gerð ljósnæm með því að bera á hana joðblöndu. Mynd var síðan tekin á plötuna og hún ...
Hvar voru skip víkinga sem sigldu til Vesturheims smíðuð?
Öll spurningin hljóðaði svona: Við landnám uxu að öllum líkindum ekki viðartegundir hér sem hægt var að nota til að smíða víkingaskip. Endingartími þeirra var frekar stuttur. Kannski 10-20 ár. Eru einhverjar vísbendingar um að víkingaskip hafi verið smíðað í víkingaferðum til Vesturheims? Engar leifar skipa sem...
Hvenær fórum við að nota íslenskar stúdentshúfur?
Stúdentshúfur á Íslandi eiga sér langa sögu en segja má að stúdentshúfan sem flestir nota í dag eigi rætur að rekja til áranna rétt fyrir og eftir 1918, eða til þess tíma sem Íslendingar urðu fullvalda. Saga húfunnar tengist þeim hræringum sem urðu í íslensku þjóðlífi í aðdraganda fullveldis. Eiginlegar stúdent...
Getið þið sagt mér eitthvað um hugmyndir Forngrikkja um líf eftir dauðann?
Ilíonskviða Hómers hefst á þessum orðum:Kveð þú, gyðja, um hina fársfullu heiftarreiði Akkils Peleifssonar, þá er olli Akkeum ótölulegra mannrauna, og sendi til Hadesarheims margar hraustar kappasálir, en lét sjálfa þá verða hundum og alls konar hræfuglum að herfangi. (Hóm., Il. 1.1-5. Þýð. Sveinbjarnar Egilssonar...
Hverjar eru helstu orsakir gróður- og jarðvegseyðingar á Íslandi?
Gróður- og jarðvegseyðing er að mati margra fræðimanna alvarlegasti umhverfisvandi Íslendinga. Ekki er til vel rökstutt mat á því hvar mörk samfellds gróðurs lágu inn til landsins við landnám, né hve stór hluti landsins var skógi eða kjarri vaxinn. Hitt er óumdeilanlegt að hér urðu mjög snögg umskipti á gróðurfari...
Af hverju voru yfirvöld á Íslandi áður á móti borgarsamfélagi og Reykjavík?
Það er sagt vera algengt í vanþróuðum landbúnaðarsamfélögum að fólk leitist við að takmarka aðra atvinnuvegi, svo sem verslun, og loka þá úti frá samfélaginu. Slíkt er að sjálfsögðu að einhverju leyti gert með fordæmingu. Á Íslandi kemur andúð á verslun fram strax í Íslendingasögum, einkum verslun sem er stund...
Hversu gamall er elsti peningur á Íslandi?
Rómverskir peningar Elsti peningur sem fundist hefur á Íslandi – svo ekki verði brigður bornar á – er rómverskur koparpeningur sem sleginn var í borginni Cyzicus í Litlu-Asíu á árunum 270-75 e. Kr. Hann fannst í húsarústum á Bragðavöllum í Hamarsfirði árið 1933 en 1905 hafði fundist þar annar rómverskur peningu...
Hvar á landinu hefur komið mest úrkoma?
Í þessum texta er eingöngu fjallað um mælingar á mönnuðum veðurstöðvum. Sjálfvirkum mælingum fjölgar nú ört og er úrvinnsla þeirra hafin. Hærri gildi en nefnd eru hér að neðan hafa ekki fundist enn, en þar sem mælum er nú að fjölga í fjalllendi má búast við því að met af ýmsu tagi fari að bætast við. Sérstaklega v...
Hvers konar skáldskapur er ljóðasafnið Satírur eftir rómverska skáldið Júvenalis?
Ljóðasafnið Satírur eftir Júvenalis hefur enn ekki komið út á íslensku. Í stystu máli inniheldur það kvæði af því tagi sem kallast satírur eða saturae á latínu. Með öðrum orðum heitir kvæðasafn Júvenalis eftir bókmenntaformi kvæðanna. En hvað eru satírur? Satírur eru í stuttu máli rómverskur ádeilukveðskapur. Vara...
Hvar komust miðaldamenn í tæri við Biblíuna?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Við yfirferð á Egils sögu hjá Endurmenntun HÍ kemur fram að í Egils sögu sé sótt samlíking í Biblíuna. Nú er talið að Egils saga sé rituð um 1220. Þá kemur spurningin, hver var staða Bíblíunnar þá? Ekki var prentun kominn til sögunar var hún þá til eins og við þekkjum han...