Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2843 svör fundust
Hvað getið þið sagt mér um non-Hodgkins-krabbamein?
Eitilfrumuæxli eru illkynja æxli upprunnin í eitilfrumum, nema þau æxli sem teljast til Hodgkins-sjúkdóms. Á ensku hefur verið vísað til þessa æxlishóps sem non-Hodgkin lymphomas. Þessi æxli, sem hér eftir verður vísað til aðeins sem eitilfrumuæxli, eru hópur illkynja æxla sem á upptök sín í eitilvef og eru um 3% ...
Hver var Per Henrik Ling og hvert var hans framlag til sjúkraþjálfunar?
Per Henrik Ling fæddist í Södra Ljunga í Svíþjóð 15. nóvember 1776. Þess má geta að langalangafi hans í móðurætt var hinn frægi vísindamaður Olof Rudbeck (1630-1702) sem lýsti sogæðakerfi mannsins. Ling var prestssonur og fetaði í fótspor föður síns og lauk prófi í guðfræði árið 1797. Að því loknu hélt hann til K...
Hvað er lýðræði?
Orðið lýðræði getur annars vegar snúið að því hvernig grunnstofnunum er fyrir komið í samfélaginu og hvernig fólk velur valdhafa eða skiptir um þá. Einnig getur lýðræði snúist um það hvernig taka skuli ákvarðanir í hópi fólks. Í svarinu er einnig fjallað um svonefnt fulltrúalýðræði í samanburði við beint lýðræði. ...
Hvað getið þið sagt mér um barrskógabeltið?
Barrskógabelti jarðar, sem gengur gjarnan undir orðinu taiga í erlendum málum, liggur aðallega á svæðum á milli 50° og 60° norðlægrar breiddar, allt í kringum norðurpól. Mestir eru barrskógarnir í Rússlandi þar sem langstærstur hluti þeirra vex, auk þess sem skógarnir teygja sig suður yfir landamærin til norðurhlu...
Hvað getið þið sagt mér um breiðnef?
Breiðnefurinn (Ornithorhynchus anatinus) er spendýr, þótt enga hafi hann spenana. Hann nærir ungviði sitt á mjólk sem smitast út um húðina líkt og hjá mjónefnum (Tachyglossus aculeatus). Breiðnefurinn telst til ættbálks nefdýra (Monotremata) rétt eins og mjónefurinn, en nefdýr eru ein þriggja greina spendýra (Mamm...
Hver var Marie-Anne Lavoisier og hvert var framlag hennar til vísindanna?
Lengi fram eftir öldum var fátítt í sögu Vesturlanda að konur gegndu störfum utan heimilis. Það á við um mörg starfsvið eins og til dæmis lögfræði, læknisfræði, verkfræði, handverk og ekki síður um vísindastörf. Í þessum starfsgreinum koma konur því lítið við sögu fyrr en kemur fram á 19. eða 20. öld. Frá forn...
Hver var Voltaire og hver var framlag hans til heimspekinnar?
François-Marie Arouet er betur þekktur undir höfundarnafni sínu, Voltaire. Á fyrri hluta átjándu aldar tengdi fólk nafnið fyrst og fremst við ljóð- og leikritaskáldið sem var í senn erkióvinur og uppáhald franskrar hirðar, en í dag er hans frekar minnst fyrir sagnfræði- og heimspekileg ritverk sín. Mörg verka hans...
Hver var Andrei Kolmogorov og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?
Andrei Nikolaevich Kolmogorov (1903-1987) var einn fremsti stærðfræðingur Sovétríkjanna, jafnvel sá fremsti. Hann er þekktastur fyrir að leggja formlegan grunn að nútíma líkindafræði og fyrir rannsóknir á því sviði. En brautryðjendastarf hans á öðrum sviðum stærðfræða var líka umfangsmikið og risti djúpt. Móðir...
Hver var Christian Jürgensen Thomsen og hvert var framlag hans til fornleifafræðinnar?
Hvernig er hægt að vita hversu gamall gripur er? Löngu áður en algildar tímasetningaraðferðir eins og kolefnisaldursgreining voru þróaðar um og eftir miðja 20. öld, höfðu fornleifafræðingar fundið leiðir til að raða gripum í tímaröð eftir efni og gerð. Gerðfræði, eða typologia, fæst við að flokka gripi, að ákveða ...
Hver var Jan Hus og hvert var hans framlag til guðfræðinnar?
Jan Hus, eða Jóhann Húss eins og hann hefur oft verið nefndur hér á landi, fæddist 1369 í héraðinu Husinec í Bæheimi sem nú er hluti Tékklands. Bæheimur var þá sjálfstætt, öflugt konungsríki og eitt af kjörfurstadæmum Hins heilaga rómverska keisaradæmis. Höfuðborgin Prag var annáluð menningarborg og nefnd Hin gull...
Er Loch Ness skrímslið til?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Er búið að sanna með óyggjandi hætti að Loch Ness skrímslið sé ekki til? Skrímslið í Loch Ness er svonefnt duldýr (e. cryptid) af óþekktri tegund sem sagt er að búi í stöðuvatninu Ness við bæinn Inverness í Skotlandi. Jafnan er talið að Nessie, líkt og heimamenn kalla d...
Menga kýr mikið þegar þær leysa vind?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Ég er að leita að upplýsingum um mengun frá vindgangi kúa en ég finn ekki neinar upplýsingar á íslensku. Gætuð þið sagt mér eitthvað um þessi málefni? Þegar jórturdýr melta myndast töluvert af metani (CH4). Dýrin losa sig við metanið með vindgangi en þó aðallega með því að ...
Hvaða áhrif hefur brennisteinsmengun frá eldgosi á heilsu fólks?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver eru áhrif SO2 á mannslíkamann? Eru einhver langtímaáhrif þekkt? Þegar fólk verður fyrir mengun af völdum brennisteinstvíildis (sem líka kallast brennisteinsdíoxíð, SO2) þá breytist efnið á röku yfirborði slímhúða í brennisteinssýru sem veldur ertingu í augum, nef...
Er skynsamlegt að nota maíspoka í staðinn fyrir plastpoka undir rusl?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Nú er mikið átak í gangi að útrýma plasti (að minnsta kosti pokunum) það er svo sannarlega hið besta mál. Oftast er bent á maíspoka í stað plastsins. Ég er því að velta fyrir mér hvaðan allur maísinn er fenginn. Er ef til vill verið að ryðja skóga og rækta maís til að við ...
Hvaða skilyrði þurfa að vera fyrir hendi til þess að eitthvað geti talist vísindalega sannað?
Sé þessi spurning tekin alveg bókstaflega er svarið við henni afar einfalt: Það eru engin skilyrði fyrir því að eitthvað geti talist „vísindalega sannað“ vegna þess að strangt til tekið er ekki hægt að sanna neinar kenningar vísindalega – að minnsta kosti ekki innan þeirra fræðigreina sem venjulega eru kölluð vísi...