Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4049 svör fundust
Hvað er Grænlandsjökull mörg prósent af öllu landinu?
Grænland er 2.166.086 km2 að flatarmáli. Þar af hylur ís 1.755.637 km2 eða rúmlega 80% af landinu. Til samanburðar má geta þess að jöklar á Íslandi eru um 10% af flatarmáli landsins. Grænlandsjökull er önnur stærsta jökulbreiða heims á eftir Suðurskautsjöklinum. Jökullinn er um 2.400 km langur frá norðri til...
Hvenær eru allraheilagramessa og allrasálnamessa?
Allraheilagramessa er 1. nóvember. Hún á sér fornar rætur því vitað er til að messur þar sem beðið var fyrir látnum voru haldnar þegar á 4. öld eftir Krist. En oftast er upphaf allraheilagramessu samt rakið til þess er Pantheonhofinu í Rómaborg var breytt í kirkju og vígsludagurinn - 13. maí árið 609 eða 610 - jaf...
Hvenær er Mikjálsmessa?
Mikjálsmessa heitir eftir Mikael erkiengli. Vesturkirkjan sá í honum bakhjarl kristinna manna almennt, einkum þó hermanna, en í austurkirkjunni var hann fyrst og síðast talinn hjálpari og styðjandi veikra og lasburða. Minningardagar hans eru aðallega tveir, 8. maí og 29. september. Sá fyrrnefndi tengist birtin...
Er selurinn í útrýmingarhættu?
Selir eru einn af fáum hópum spendýra sem geta lifað bæði í sjó og á landi. Þetta er afar fjölbreyttur hópur dýra sem hefur mikla útbreiðslu um heim allan. Til eru tvær ættir sela, svokallaðir eiginlegir selir (Phocidae) og eyrnaselir (Otariidae). Samtals telja þessar ættir 35 tegundir sela, 19 þeirra tilheyra ætt...
Til hvers eru tárin?
Við hugsum kannski aðallega um tár í tengslum við grát en tár koma við sögu á hverju augnabliki í orðsins fyllstu merkingu eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað eru stírur sem myndast í augnkrókum og hvaða hlutverki gegna þær? Þar segir meðal annars: Tárakirtlar eru undir húðinni yst á efri augnlokum. ...
Eru til apar í Evrópu?
Ef spyrjandi á við villta apa þá er svarið já. Lítill staðbundinn stofn svokallaðra serkjaapa eða gíbraltarapa (Macaca sylvana) lifir á Gíbraltarkletti, syðst á Íberíuskaga. Serkjaapar eru af ætt makakíapa sem telur um 20 tegundir og lifa þær allar í Asíu að þessari einu tegund undanskilinni. Fyrir utan Gíbra...
Hvað er baggalútur?
Baggalútar (hreðjasteinar) myndast í ríólíti (líparíti) við samsöfnun efnis meðan bergið er að storkna. Slík samsöfnun efnis (e. concretions) þekkist líka í seti; dæmi um slíkt eru sandkristallar – stórir, stakir kristallar til dæmis af kalsíti sem vaxa í vatnsósa seti. Baggalútar. Kúlurnar eru um 1,5 cm í þv...
Hvað er Tadsjikistan stórt og hvað búa margir þar?
Tadsjikistan er ríki í Mið-Asíu og á landamæri að Afganistan í suðri, Úsbekistan í vestri, Kirgisistan í norðri og Kína í austri, en liggur hvergi að sjó. Landið er 143.100 km2 að flatarmáli og minnsta ríki Mið-Asíu. Það er mjög fjalllent þar sem meira en 50% af flatarmáli þess er ofar en 3000 m yfir sjávarmáli....
Sumir segja að Mannréttindasáttmáli Evrópu kunni að vera stjórnarskrárígildi, hvað er átt við með þessu?
Mannréttindasáttmáli Evrópu, sem Ísland er aðili að, hefur rík túlkunaráhrif á mannréttindaákvæði stjórnarskrár Íslands og því er stundum sagt að Mannréttindasáttmálinn hafi nokkurs konar stjórnarskrárígildi. Dómar Hæstaréttar hafa sýnt að leitast er við að túlka mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar til samræmis ...
Hvernig er óðal snæuglu?
Snæuglan (Bubo scandiacus) er ugla túndrunnar. Varplendi hennar er á svæðum norður af 60. gráðu norðlægrar breiddar, allt í kringum norðurskaut. Hún velur sér búsvæði á trjálausum sléttlendum fyrir norðan barrskógabeltið í freðmýrum, það er túndrum, Norður-Ameríku og Evrasíu. Snæuglan velur sér búsvæði á trjál...
Hver voru tíu vinsælustu svörin á Vísindavefnum í desember 2012?
Samkvæmt vefmælingu Modernus voru tíu vinsælustu svör desembermánaðar á Vísindavefnum árið 2012 þessi hér: Getið þið frætt mig um Uberman-svefnhringinn? Hvaðan eru kleinur upprunnar? Eru þær íslenskt fyrirbæri? Hvað heita kertin fjögur á aðventukransinum? Verður heimsendir árið 2012? Af hvaða kyni er hundur...
Hvað er magnesínsterat sem virðist vera í mörgum lyfjum?
Magnesínsterat (e. magnesium stearate), einnig kallað magnesínsalt, er algengt sem óvirkt efni í lyfjum. Ein sameind efnisins er mynduð úr einni magnesínkatjón og jafngildi tveggja sterata (anjóna af steratsýru). Efnið hefur sameindaformúluna Mg(C18H35O2)2. Við stofuhita er efnið hvítt, fíngert duft og hefur klíst...
Hefur geislun frá fartölvum sem menn sitja oft með í kjöltunni einhver skaðleg áhrif á líkamann, til dæmis á framleiðslu sæðis?
Rafsegulgeislun fartölvu, til dæmis þegar hún er tengd þráðlausu neti, hefur fremur lága tíðni og flytur litla orku, minni en geislun frá farsímum og margfalt minni en til dæmis röntgengeislun. Í rannsóknum á áhrifum rafsegulsviðs á frumur, meðal annars sæðisfrumur, hafa menn greint breytingar á starfsemi þeir...
Hver voru tíu vinsælustu svörin á Vísindavefnum í júlí 2013?
Samkvæmt vefmælingu Modernusar voru tíu vinsælustu svör júnímánaðar á Vísindavefnum árið 2013 þessi hér: Hvað er kósí? Hvar er hægt að finna flóðatöflu á Netinu? Hvað er gyllinæð og hvernig er hægt að losna við hana? Hvað er „vanvirkur skjaldkirtill“ og hvað er til ráða? Hver er eðlilegur blóðþrýstingur? H...
Hvað éta froskar?
Froskdýr tilheyra einum af fimm flokkum hryggdýra. Flestir froskar eru kjötætur og éta allt sem hreyfist og er nógu lítið til að rúmast í munni þeirra, til dæmis alls konar flugur og skordýr. Stærstu gerðir froska éta jafnvel slöngur, mýs, litlar skjaldbökur og mögulega minni froska. Baulfroskur (Rana catesbe...