Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8436 svör fundust

category-iconFöstudagssvar

Eru til rök fyrir því að ég sé ekki sveppur?

Vísindavefnum berast ósjaldan tilvistarspurningar frá lesendum. Kjarni flestra þeirra er spurningin: Hver er ég? Sumir eru reyndar áttavilltari en aðrir og vilja fá aðstoð Vísindavefsins við að svara spurningunni Hvar á ég heima? Angistarfyllstu lesendurnir kalla einfaldlega: Hvar er mamma? Öllum þessum spurningum...

category-iconVeðurfræði

Hvað eru silfurský og hvenær ársins sjást þau?

Við lok júlímánaðar og fyrri hluta ágúst má alloft um miðnæturbil sjá bláhvítar, örþunnar skýjaslæður á himni og kallast þær silfurský. Lengi var talið að þessi ský væru sjaldséð, en síðan fóru að sjást merki um þau í mælingum gervihnatta. Þá kom í ljós að þau eru mjög algeng á ákveðnum svæðum að sumarlagi. Lo...

category-iconVísindi almennt

Er eitthvert mark takandi á spádómum og þess háttar?

Spurningin í heild var sem hér segir:Er eitthvert mark takandi á spádómum, draumaráðningum og þess háttar?en síðari hlutanum verða gerð sérstök skil í öðru svari um drauma. Fleiri spurningar um svipuð efni hafa borist og er þeim jafnframt svarað hér. Meðal þessara spurninga má nefna:Er hægt að spá fyrir um fram...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða hundar eða hundakyn eru bönnuð á Íslandi?

Í reglugerð um innflutning gæludýra og hundasæðis (935/2004) segir meðal annars:Óheimilt er að flytja til landsins: a) Hvolpafullar tíkur. b) Kettlingafullar læður. c) Tíkur með hvolpa á spena. d) Læður með kettlinga á spena. e) Dýr sem hafa undirgengist aðgerðir fyrir innflutning og þarfnast eftirlits eða...

category-iconSálfræði

Hvernig förum við að því að þekkja andlit?

Flest getum við heyrt, snert, fundið bragð og lykt, skynjað hita, kulda og sársauka. Án efa eru þó augun eitt mikilvægasta skynfæri okkar. Augun eru þó aðeins upphafspunkturinn í flóknu ferli sem gerir okkur kleift að sjá heiminn og umhverfi okkar. Í heilanum eru ótal mörg svæði sem vinna úr sjónrænum upplýsingum ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig drepur rafstraumur lifandi vef?

Rafstraumur getur bæði valdið minniháttar skaða í lifandi vefjum og einnig verið banvænn. Þegar straumur hleypur gegnum líkamann myndast hiti og staðbundin skemmd verður í vefjum sem er í raun brunadrep. Raflost, það er að segja mikill straumur í snöggu höggi af völdum háspennu, getur líka orðið mönnum að fjörtjón...

category-iconTrúarbrögð

Af hverju er Jerúsalem heilög borg?

Þrenn trúarbrögð telja Abraham vera ættföður sinn: gyðingdómur, kristni og íslam. Margir sem aðhyllast þessi trúarbrögð líta svo á að Jerúsalem sé heilög borg. Frá 10. öld f.Kr. hafa gyðingar álitið Jerúsalem vera heilaga borg. Þeir beina bænum sínum enn í dag í átt að Jerúsalem og trúa því að Ísrael hafi verið...

category-iconHugvísindi

Hver var Friedrich Engels og hverjir höfðu mest áhrif á hann?

Hugmyndir Friedrich Engels mótast í stórum dráttum á svipaðan hátt og hugmyndir Karls Marx, en líklega er helsti áhrifavaldur hans Marx sjálfur. Hugmyndir þeirra eru mjög samofnar, enda var samstarfið náið. Engu að síður voru þessir félagar að mörgu leyti ólíkir. Það er ekki gott að segja hvað veldur muninum og ek...

category-iconHugvísindi

Hver var Hlöðver Hlöðversson keisari sem getið er um í Landnámu?

Í öðrum kafla Sturlubókar og Hauksbókar Landnámu er fundur Íslands tímasettur með tilvísun í samtímakónga, konunga á Norðurlöndum og á Englandi, en einnig páfann í Róm og keisara. Hlöðver Hlöðversson er „keisari fyrir norðan fjall“ en auk hans eru nefndir keisarar í Miklagarði. Hlöðver þessi er nú jafnan kallað...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju má ekki blóta? Hver fann upp merkingu þessara orða?

Sögnin að blóta merkti upprunalega 'dýrka; fórna'. Fornmenn blótuðu heiðin goð þegar þeir leituðu til þeirra um ráð eða vildu sýna þeim þakklæti. Fyrir kristin áhrif fær sögnin aðra og óskylda merkingu, þ.e. 'bölva, formæla'. Það þótti eftir kristnitöku illt að blóta hin heiðnu goð og merking sagnarinnar varð neik...

category-iconMannfræði

Hver er staða kvenna innan Kwermin-ættflokksins í Papúa Nýju-Gíneu?

Fyrst verð ég að leiðrétta þann misskilning að Kwermin-fólkið sé einn ættflokkur. Svo er ekki heldur vísar nafnið Kwermin til fólks af ólíkum ættflokkum sem býr á tilteknu landsvæði í fjallendi Papúa Nýju-Gíneu. Staða Kwermin-kvenna hefur breyst mjög mikið á undanförnum áratugum, eða frá því að fulltrúar áströl...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er frummerking nafnorðsins „synd” og hverjar eru orðsifjar þess orðs?

Sú skoðun hefur mestan hljómgrunn að synd sé gamalt tökuorð sem unnið hafi sér sess í norður-germönskum málum fyrir kristin áhrif. Veitimálið sem orðið kom úr er fornsaxneska þar sem til var orðið sundia í merkingunni ‘yfirsjón, brot á réttri hegðun’. Orðið var einnig til í öðrum vestur-germönskum málum, í fornháþ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni íslensku gæsalappanna? Eru þær notaðar í öðrum ritmálum?

Í bókinni Íslenzkar rjettritunarreglur eftir Halldór Kr. Friðriksson, sem gefin var út 1859, er fjallað um tilvísunarmerki (bls. 245) og sagt að það eigi að vera „--“. Að öllum líkindum hefur Halldór haft danska og þýska venju að fyrirmynd. Sama kemur fram í bók Magnúsar Jónssonar, Stuttur leiðarvísir fyrir alþýðu...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver er Stephen Hawking og hvert er hans framlag til vísindanna?

Stephen William Hawking fæddist 8. janúar 1942 í Oxford á Englandi, en ólst upp í London og bænum St. Albans sem er skammt fyrir norðan höfuðborgina. Það fer ekki mörgum sögum af bernsku hans og æsku. Hann var elstur fjögurra barna. Foreldrar hans voru háskólafólk og höfðu báðir stundað nám við Oxfordháskóla. Faði...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var vísindakonan Marie Curie og hverjar voru helstu uppgötvanir hennar?

Marie Curie er einn frægasti eðlis- og efnafræðingur sögunnar. Hún hlaut tvisar sinnum Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir sínar á geislavirkni og frumefninu radíni. Rannsóknir hennar voru sannkallað brautryðjendastarf varðandi eiginleika frumefna og þróun og nýtingu kjarnorku. Marie Curie, eða Maria Sklodowska ein...

Fleiri niðurstöður