Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3334 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig erfist litur á feldi tófunnar?

Upprunalega spurningin hjóðaði svona:Getið þið sagt mér eitthvað um erfðafræði íslenska melrakkans, til dæmis hvernig litarhaft erfist? Einnig hvort tófan hefur blandast alaskaref/silfurref. Áður en lengra er haldið er nauðsynlegt að skýra út tvö algeng hugtök í erfðafræðinni, svipgerð (e. phenotype) og arfgerð (...

category-iconFornleifafræði

Hvað er það merkilegasta sem fornleifafræðingar hafa fundið?

Fornleifafræðingar myndu flestir segja að allar fornleifar séu merkilegar og að ekki sé hægt að gera upp á milli þeirra – hver einasti gripur og bygging séu mikilvæg til að hjálpa okkur að skilja fortíðina. Það er rétt svo langt sem það nær en hinsvegar hafa fornleifar oft meira gildi en bara sem einingar í rökræð...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað skrifaði Alexandre Dumas margar bækur?

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:Hvað skrifaði Alexandre Dumas margar bækur? Gerði hann bara sögulegar bækur um konungsfjölskylduna í Frakklandi? Alexandre Dumas (1802-1870) var óhemju afkastamikill franskur rithöfundur, en eftir hann liggja á annað hundrað verka. Þekktustu verk hans eru án efa Skytturnar ...

category-iconLæknisfræði

Hvað getið þið sagt mér um Duchenne vöðvarýrnun?

Vöðvarýrnanir (muscular dystrophies) eru flokkur vöðvasjúkdóma sem veldur vöðvarýrnun og kraftleysi. Mjög mismunandi er hversu alvarleg og útbreidd einkennin eru, en þau koma oft fram í æsku. Þessir sjúkdómar eru arfgengir og eru rúmlega 30 mismunandi tegundir þekktar. Greint er á milli mismunandi sjúkdóma út frá ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að ferðast fram í tímann?

Tímaferðalög hafa verið vinsælt umhugsunarefni að minnsta kosti síðan H.G. Wells gaf út skáldsöguna Tímavélina, undir lok 19. aldar. Þar segir frá manni sem ferðast langt fram í tímann og verður vitni að þróun mannkynsins í framtíðinni og örlögum þess, áður en hann snýr aftur til síns tíma. Bókin fangaði hugmyndaf...

category-iconBókmenntir og listir

Hvernig byrja ævintýri?

Upprunalegar spurningar hljóðuðu svona: Af hverju byrja ógeðslega margar sögur á Einu sinni var eða Einu sinni kom eða Einu sinni fór? (Elín Heiður) og Eru til einhver ævintýri sem byrja á y eða ý? (Christina Bengtsson). Ævintýri eru oft skilgreind með því að bera þau saman við aðrar þjóðsögur, svo sem sagnir,...

category-iconHagfræði

Geta hagfræðingar reiknað út bestu lausnina á samfélagslegum vandamálum?

Hagfræðingar vinna með tilgátur sem ekki hafa verið afsannaðar. Á grundvelli þessara tilgátna hafa verið sett fram stór og mikil kenningakerfi. Í lok 19. aldar og í byrjun þeirrar 20. var miklu púðri eytt í að kanna eiginleika hagkerfis sem byggt væri einstaklingum sem leitast við að hámarka velferð sína (e. utili...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hver fann upp fallhlífina og til hvers eru fallhlífar notaðar?

Vegna þyngdarkraftsins falla flestir hlutir til jarðar. Hann gefur öllum hlutum sömu hröðun og hraða ef hann er einn að verki. Ef steinn og fjöður eru látin falla samtímis til jarðar úr sömu hæð fellur steinninn á jörðinni á undan, ekki af því að hann er þyngri heldur vegna þess að hlutfallslega meiri loftmótstaða...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað eru til margar bananategundir í heiminum?

Bananaplöntur eru meðal elstu nytjaplantna. Fornleifafræðingar telja að uppruna bananaræktunar megi rekja allt að 10 þúsund ár aftur í tímann, til landa í Suðaustur-Asíu, eyja Indónesíu og Papúa Nýju-Gíneu. Þaðan bárust bananar smám saman til annarra landa. Talið er að bananar hafi mögulega verið komnir til Madaga...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hver er stærstu orrustuskip sem smíðuð hafa verið?

Japönsku systurskipin Yamato og Musashi eru stærstu orrustuskip sem nokkurn tíma hafa verið smíðuð, 71.660 tonn og um 260 m löng. Þau voru smíðuð í Japan á árunum 1937 til 1942 og ætlað að styrkja japanska flotann. Skipin voru meðal annars búin níu 46 cm fallbyssum sem skiptust á þrjá fallbyssuturna. Hver fallbyss...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða „Enta“ er í Entujökli?

Enta er jökuldalur eða gjá norðvestan í Mýrdalsjökli, í kverk við Botnjökul, milli Sléttjökuls og Entujökuls en Entugjá er annað nafn hennar (Íslandsatlas, kort 71). Við Entu er kenndur Entujökull, Entukollur og Entuskarð. Elsta prentaða heimild um nafnið Enta er að því er best verður séð í grein Jóns Eyþórsso...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru til margar tegundir af spendýrum í heiminum?

Það fer eftir heimildum í hversu margar tegundir lífríki jarðar er flokkað. Fræðimenn nota mismunandi aðferðir eða forsendur við flokkunina, það sem sumir telja undirtegund telja aðrir vera sérstaka tegund og svo framvegi. Þetta svar er byggt á upplýsingum frá alþjóðlegum náttúruverndarsamtökum sem kallast Inte...

category-iconFélagsvísindi

Hefur eitthvað breyst í heilbrigðismálum Bandaríkjanna síðan Barack Obama varð forseti?

Þann 23. mars 2010 skrifaði Barack Obama, 44. forseti Bandaríkjanna, undir lög um sjúkratryggingar handa hinum almenna Bandaríkjamanni. Þetta er stór breyting á heilbrigðismálum í Bandaríkjunum, því áður voru sjúkratryggingar nær eingöngu aðgengilegar í gegnum atvinnurekendur. Hægt var að kaupa tryggingar á eigin ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er munurinn á frumefni og frumeind?

Íslenska orðið frumeind er þýðing á erlenda orðinu atom. Orðið atom var sett fram í byrjun 19. aldar sem hugtak yfir smæstu þekktu eindir þess tíma. Í dag er hins vegar vitað að frumeindir eru ekki minnstu eindir sem til eru. Frumeindir samanstanda af kjarna, sem er í miðju frumeindarinnar, og neikvætt hlöðnum raf...

category-iconFornleifafræði

Hver var Flinders Petrie og hvert var framlag hans til fornleifafræðinnar?

Enski fornleifafræðingurinn William Matthew Flinders Petrie var leiðandi í rannsóknum á fornöld Egyptalands og Palestínu í lok 19. aldar og í byrjun þeirrar 20. en er best þekktur nú á dögum sem frumkvöðull í beitingu vísindalegra vinnubragða við uppgröft og greiningu forngripa. Flinders Petrie fæddist í Kent á...

Fleiri niðurstöður