Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4273 svör fundust
Hversu áreiðanlegar heimildir eru fyrir því að Vatnajökull hafi kallast Klofajökull fyrr á tímum?
Heimildir verða að teljast áreiðanlegar fyrir nafninu Klofajökull. Elsta heimildin er Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar 1772 (útg. 1978, bindi II:87). Vatnajökull hefur einnig gengið undir nafninu Klofajökull. Ólafur Olavius nefnir nafnið Klofajökull einnig 1780 (útg. 2. bindi 1965, bls. 64) og Sve...
Hvað eru leysikorn og hvernig virka þau?
Leysikorn (e. lysosome) eða leysibólur eru blöðrulaga frumulíffæri sem mynduð eru í golgíkerfinu en það er netlaga frumulíffæri sem staðsett er í umfrymi fruma. Leysikorn ólíkra frumna eru mismunandi að gerð og samsetningu. Leysikorn gegna mikilvægu hlutverki í meltingarstarfi frumunnar. Þau eru vökvafyllt og...
Hvar settust íslenskir vesturfarar aðallega að og af hverju?
Þegar Íslendingar byrjuðu að flykkjast vestur um haf voru kanadísk stjórnvöld nýlega farin að bjóða upp á ókeypis land til að lokka fólk til sín. Margar þjóðir Evrópu hófu vesturferðir mun fyrr en þá þótti best að setjast að í Bandaríkjunum. Þær héldu því áfram að leggja leið sína þangað enda var auðveldara að set...
Er jörðin alltaf að færast nær sólu?
Í stuttu máli er svarið nei, jörðin er ekki alltaf að færast nær sólu. Aftur á móti er það svo að braut jarðar umhverfis sólina er ekki nákvæmlega hringlaga en í svari Tryggva Þorgeirssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni: Hvað er langt á milli jarðar og sólar? stendur: Jörðin gengur eftir sporbau...
Af hverju vex mosi svona hægt?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvað er mosi lengi að vaxa og af hverju vex hann svona hægt? Ársvöxtur mosa er mjög breytilegur og mælingar á lengdarvexti sýna allt frá örfáum mm upp í 7 cm á ári. Umhverfisaðstæður skýra að mestu breytileikann í vexti mosa þó að hámarksvöxtur fari eitthvað eftir te...
Hvað getið þið sagt mér um sjúkdóminn hjarnahvítukyrking?
Hjarnahvítukyrkingur (e. leukodystrophy) er flokkur sjaldgæfra arfgengra taugasjúkdóma sem einkennast af hrörnun hvíta efnis heilans vegna ófullkomins vaxtar eða þroska mýlisslíðursins (e. myelin sheath) umhverfis taugunga (e. neurons). Margir sjúkdómar teljast til hjarnahvítukyrkinga og einkenni og framgangur þe...
Hvað er fyrir neðan allar hellur?
Nafnorðið hella merkir 'flatur steinn'. Það er einnig til í öðrum Norðurlandamálum, t.d. færeysku hella, nýnorsku helle, sænskum mállýskum hälla, fornsænsku hælla og forndönsku hælde. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók (1989:318) höfðu sum orðin einnig merkinguna '(slétt) klöpp, berggrunn' og jafnvel 'neðansjávars...
Svöruðu Korintumenn aldrei bréfum Páls postula?
Í 1 Kor 5:9 kemur fram að Páll postuli hafði skrifað bréf til Korintumanna áður en hann skrifaði Fyrra Korintubréf. Þetta bréf er nú glatað, en það hefur líklega verið ritað á árabilinu 51-54. Í 1 Kor 7:1 kemur síðan fram að söfnuðurinn í Korintu hafði svarað Páli með bréfi, líklega um árið 54: „En varðandi þa...
Hvað hefur vísindamaðurinn Steinunn Kristjánsdóttir rannsakað?
Steinunn Kristjánsdóttir er prófessor í fornleifafræði við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Helstu rannsóknasvið hennar eru miðaldafornleifafræði, norræn fornleifafræði, kirkjusaga, klausturfornleifafræði, kynjafornleifafræði, þróun húsagerða og miðlun vísindalegrar þekkingar. Steinunn stjórnaði fo...
Hvað hefur vísindamaðurinn Ólafur Eysteinn Sigurjónsson rannsakað?
Ólafur Eysteinn Sigurjónsson er prófessor í heilbrigðisverkfræði við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Rannsóknir Ólafs eru meðal annars á sviði svokallaðrar endurmyndunar-læknisfræði (e. regenerative medicine). Þær fela í sér að þróa aðferðir til ræktunar stofnfruma utan líkamans til klínískrar not...
Geta flóðhestur og nashyrningur eignast afkvæmi saman?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hver er munurinn á flóðhestum og nashyrningum, eru þeir nógu líkir til að geta eignast afkvæmi? Í svari sama höfundar við spurningunni Hefur tveimur dýrategundum verið blandað saman? Ef svo er, hvaða tegundum? kemur fram að æxlun milli einstaklinga af ólíkum tegundum þekkist bæ...
Hvað er usli?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Slatti af orðum koma aðeins fyrir í afmörkuðum orðasamböndum þar sem merking heildar kann að vera nokkuð ljós en staka orðsins annars ekki. Jafnvel ekki á hreinu hvernig orðin eru í öðrum kennimyndum. Hvað er t.d. "usli"? Nafnorðið usli hefur fleiri en eina merkingu. A...
Vita vísindamenn hvar stærsta risasvarthol alheimsins er og hversu stórt það er?
Það er erfitt að segja hvaða risasvarthol er það stærsta sem mælst hefur. Mismunandi aðferðum er beitt til að mæla massa svarthola og óvissan sem er fólgin í mælingum er mismikil. Stundum gefa jafnvel mismunandi mæliaðferðir misvísandi svör. En það er engu að síður ljóst að allra stærstu svartholin sem fundist haf...
Hvaða skeggi er þetta í orðinu eyjaskeggi?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvaðan er orðið eyjaskeggi komið? Og hvað merkir "skeggi" þarna? Eiginnafnið Skeggi var algengt í fornu máli og eru allnokkur dæmi um það í Íslendingasögum, Landnámu og Sturlungu. Í fornmálsorðabók Johans Fritzners (1896:299) er skeggi sagt merkja ‘maður’. Einnig var Skeggi no...
Hvað er stríðsglæpamaður?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað er stríðsglæpamaður? Hvað þarftu að vera búinn að gera til þess að vera þekktur sem stríðsglæpamaður? Einfaldast er að svara spurningunni þannig að stríðsglæpamenn eru þeir sem hafa verið sakfelldir fyrir stríðsglæpi af viðurkenndum dómstól. Hér á landi mætti þess vegna v...