Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8009 svör fundust
Er hægt að lifa án hormóna?
Nei, það er ekki hægt að lifa án hormóna, að minnsta kosti ekki eðlilegu lífi. Hormón teljast til boðefna líkamans. Þau stjórna þroska hans og vexti og sjá um að halda alls kyns starfsemi líkamans í jafnvægi. Hormón eru lífræn efni af ýmsum gerðum. Þau eru mynduð í svokölluðum innkirtlum (e. endocrine glands) ...
Hvað er tilvistarstefna?
Stundum er sagt að tilvistarstefna, eða existensíalismi, leggi ofuráherslu á einstaklinginn en það er ofsögum sagt. Ef eitthvert íslenskt orðtak eða málsháttur ætti að vera slagorð tilvistarstefnunnar þá væri það að ,,hver sé sinnar gæfu smiður''. Tilvistarstefnan varð áhrifamikil heimspekistefna upp úr heimst...
Hvað er sjónblekking?
Sjónblekking eða sjónvilla er skynvilla þar sem eitthvað sýnist öðruvísi en það er í raun. Sjónvillur byggjast á rangtúlkun sjónkerfisins á raunverulegum áreitum og eru því ólíkar ofsjónum þar sem fólk sér hluti sem eiga sér enga stoð í veruleikanum. Höfundur fjallar meira um ofsjónir og aðrar ofskynjanir í svari ...
Hverjar eru hefðir og saga hrekkjavöku?
Hrekkjavaka nefnist á enskri tungu Halloween sem er annar ritháttur fyrir Hallowe’en. Hallowe’en er svo stytting á nafninu All Hallows’ Evening eða All Hallows’ Eve sem er kvöldið 31. október, vakan fyrir Allraheilagramessu sem er tileinkuð píslarvottum kirkjunnar. Upphaflega var Allraheilagramessa haldin hátíðleg...
Eru til margar tegundir gimsteina á Íslandi og finnast gull, silfur og kopar í einhverju magni?
Því miður er svarið við báðum spurningum neitandi – hér á landi finnast hvorki gimsteinar né dýrir málmar. Eiginlegir gimsteinar (eðalsteinar), sem eru svo harðir að þeir rispast ekki við daglega notkun, skera sig með hörkunni frá hversdagslegri skrautsteinum eins og til dæmis kvarsi, jaspis eða hrafntinnu. Deman...
Hvert er hlutverk þindarinnar?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvert er hlutverk þindarinnar og hverjar geta verið afleiðingar skemmdar/sprungu í þindinni?Þindin er þunnur vöðvi neðan á brjóstkassanum og skilur brjóstholið, með hjarta og lungum, frá kviðarholi með meltingarfærum. Hún er helsti öndunarvöðvi líkamans og sem slík stuðlar hún að ...
Getur bláeygt par eignast græneygt barn?
Augnlitur okkar stafar af litarefninu melaníni í lithimnu augans. Ef lítið sem ekkert er af melaníni í ysta hluta lithimnunnar fáum við blá augu en annars græn eða brún og auðvitað ýmsa tóna þar á milli. Það sem ræður augnlit okkar (magni af melaníni í lithimnunni) eru þau gen sem við erfum frá foreldrum okkar...
Hvernig fær maður sveppasýkingu á fót?
Fótsveppur er tilkominn vegna sýkingar af völdum örvera sem nefnast sveppir. Þeir sveppir sem algengast er að valdi fótsveppasýkingum kallast dermatophytes en einnig sjást sýkingar af völdum candidasveppsins. Læknisfræðileg heiti yfir fótsveppi eru tinea pedis, dermatophytosis eða athlete's foot. Undir venjuleg...
Hver er mesti vindhraði sem mælst hefur á Íslandi?
Mesti 10-mínútna meðalvindhraði á landinu er 62,5 m/s á Skálafelli 20. janúar 1998 kl. 13. Mesta 3 sekúndna vindhviða á landinu er 74,5 m/s á Gagnheiði 16. janúar 1995 kl. 4. Þetta veður er gjarnan kennt við snjóflóðið mannskæða í Súðavík. Nokkur vafi leikur oft á gæðum vindhraðamælinga í mjög miklum vindi. Því...
Af hverju tölum við um Peking en ekki Beijing?
Beijing, eða Peking, er höfuðborg Kína. Þó nöfnin tvö hljómi ólíkt á íslensku, þá eru þau bæði nálgun á sama mandarínska heitinu. Munurinn felst eingöngu í mismunandi aðferð til að rita mandarínsku með latnesku stafrófi. Nafnið Peking er um 400 ára gamalt og kemur frá evrópskum trúboðum og kaupmönnum sem voru v...
Hvers vegna finnst mér oftar en ekki þegar dregið er í lottó að samliggjandi tölur komi upp úr drættinum?
Í íslenska lottóinu eru 40 kúlur, sem eru númeraðar frá 1 og upp í 40, og 5 kúlur eru dregnar út. Þetta fyrirkomulag var tekið upp árið 2008, en fram að því höfðu kúlurnar verið 38 talsins. Með samliggjandi tölum er átt við tvær eða fleiri heilar tölur sem hægt er að raða þannig upp að sérhver tala fáist með þv...
Hver var Henrietta Swan Leavitt og hvert var hennar framlag til vísindanna?
Henrietta Swan Leavitt var stjörnufræðingur, þekktust fyrir uppgötvun sína á svonefndu sveiflulýsilögmáli um sefíta sem síðar gerði Edwin Hubble kleift að reikna út fjarlægðina til Andrómeduþokunnar og átta sig á raunverulegri stærð alheimsins. Leavitt naut lítillar sem engrar viðurkenningar á uppgötvun sinni, þót...
Hversu miklu munar á að ferðast umhverfis jörðina eftir yfirborði hennar og í flugvél, ef farið er um miðbaug?
Miðbaugur er mjög nærri því að vera hringur með geislann $6.378,1370$ kílómetra, eins og sýnt er á myndinni að neðan. Til að finna vegalengd ferðalags umhverfis jörðina eftir yfirborði hennar um miðbaug nægir að reikna ummál þessa hrings. Þekkt er að ummál hrings má reikna með því að margfalda saman þvermál hans ...
Hverjar eru líkurnar á að spilastokkur verði í réttri röð eftir stokkun?
Upphaflega spurningin var sem hér segir: Hverjar eru líkurnar á að 52 spil raðist þannig eftir stokkun að þau koma í „réttri röð“, til dæmis kóngur og eftirspil í sömu sort, síðan kóngur og eftirspil í sömu sort og svo framvegis? Í þessu svari gerum við ráð fyrir að stokkunin sé framkvæmd þannig að nákvæmlega ...
Hvers vegna eru tíðir eins og skildagatíð, atburðaþátíð og lýsingaþátíð ekki kenndar í íslenskri málfræði, myndi það ekki gagnast okkur við annað tungumálanám?
Það er rétt að traust og góð kunnátta í móðurmáli getur gagnast fólki við að læra önnur tungumál. Í framhaldsskólum er reynt að treysta þekkingu nemenda í íslensku. Markmið móðurmálsnáms eru margþætt. Móðurmálsnám stuðlar að því að nemendur verði öruggari og betri málnotendur, geti betur komið skoðunum sínum á fra...