Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8333 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hvaða stríð hafa verið á Íslandi?

Svarið við spurningunni fer eiginlega eftir skilgreiningunni á því hvað er stríð. Samkvæmt íslenskri orðabók hefur orðið stríð nokkrar merkingar. Stríð merkir til dæmis „styrjöld, vopnuð stórátök þjóða (eða fjölmennra hópa)“. Þau stríð sem við heyrum oftast um í fréttum, til dæmis stríðið í Írak, Afganistan, Sómal...

category-iconHugvísindi

Hvernig var menntun í Róm til forna? Var það bara yfirstéttin og drengir sem fengu æskilega menntun?

Menntun Rómverja gat verið nokkuð mismunandi eftir stétt og samfélagsstöðu og tók auk þess breytingum í aldanna rás. Í fyrstu voru börn menntuð heima hjá sér en snemma var farið að fela sérstökum kennurum að mennta börnin. Á 3. öld f.Kr. voru komnir sérstakir barnaskólar sem fólk gat sent börnin í en einnig var al...

category-iconMannfræði

Hvað getið þið sagt mér um kínverskt samfélag?

Hér skal „kínverskt samfélag“ skilið sem samfélag Kínverska alþýðulýðveldisins. Talin verða upp fimm almenn atriði sem einkum gera þetta samfélag frábrugðið þeim vestrænu: 1. menningarhefðin á sér ólíkar rætur; 2. kínversk matarmenning hefur ómetanleg áhrif á daglegt líf og ásýnd samfélagsins; 3. fólksfjöldi er m...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hefur hár aldur og hægari líkamsstarfsemi áhrif á það hvernig við skynjum hraða tímans?

Í stuttu máli má segja að skynjun fólks á hraða tímans sé mjög breytileg, bæði eftir aldri, virkni og öðrum aðstæðum. Við vitum til dæmis að til er aldrað fólk sem er ekki síður frískt og nýtur lífsins en þeir sem yngri eru. En hjá hverjum og einum verða þó ákveðnar aldurstengdar breytingar sem hægja á hreyfingum ...

category-iconFornleifafræði

Hvar hafa leifar um víkinga varðveist?

Þegar fjallað er um leifar eftir víkinga þarf fyrst að ákveða hvað við er átt með hugtakinu víkingur. Í íslenskum miðaldaritum hefur orðið alltaf þrönga merkingu, það þýðir "sæfari, sjóræningi" og er fyrst og fremst notað um norræna menn þó að merkingin virðist ekki endilega bundin þjóðerni. "Víkingur" er með öðru...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hver var Edward Carr og hvert var hans framlag til sagnfræðinnar?

Edward Hallet Carr var breskur alþjóðastjórnmála- og sagnfræðingur, einkum þekktur fyrir tvö verk sín, ærið misstór. Annað var saga Sovétríkjanna á árunum 1917–29 í 14 bindum, hitt útgáfa á fyrirlestraröð um aðferðir og eðli sagnfræði, What is History? sem fyllti aðeins 159 blaðsíður í smáu broti Pelican-bóka sem ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var Heinrich Hertz og hvert var framlag hans til vísindanna?

Heinrich Rudolf Hertz fæddist í Hamborg í Þýskalandi þann 22. febrúar 1857. Hann var elstur fimm barna Gustav Ferdinand Hertz og Anna Elisabeth Pfefferkorn. Föðurafi Heinrich Rudolfs hafði haft trúskipti frá gyðingdómi til lútherstrúar þegar hann kvæntist inn í lútherska fjölskyldu. Faðir Heinrich var lögfræðingur...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er skammdegisþunglyndi og hvað veldur því?

Þegar geðslag fólks versnar til muna á vissum árstímum getur verið um árstíðarbundið þunglyndi að ræða. Undir árstíðarbundið þunglyndi fellur skammdegisþunglyndi og sumarþunglyndi. Hér verður einkum fjallað um skammdegisþunglyndi. Skammdegisþunglyndi er árstíðarbundin andleg vanlíðan (mood disorder) sem hefst ...

category-iconHeimspeki

Hvernig skilgreinir maður heimspeki? Hvað er heimspeki?

Ég legg fram tvær lögmætar skilgreiningar á heimspeki. Fyrri skilgreiningin er þessi: Heimspeki er sú iðja að glíma af heiðarleik og hugrekki við spurningar sem varða tilvist mannsins, bæði hvað er og hvað ber (verufræði og siðfræði) og spurningar sem spretta af þessum og virðist við rannsókn nauðsynlegt að svara ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Er hægt að sjá eitt atóm eða eina rafeind?

Þessi spurning er í aðra röndina heimspekilegs eðlis; hún snýst að hluta um merkingu þess „að sjá“. Auk þess koma hér við sögu mjög nýlegar framfarir í vísindum og tækni og sú þróun heldur stöðugt áfram. Þess vegna er viðbúið að svör sérfræðinga geti orðið mismunandi og einnig breytileg með tímanum. Fyrri spurn...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju koma haustlitirnir?

Hér er einnig svarað spurningunni Hver er gerð og hvert er hlutverk litarefna í plöntum? Haustlitir eru aðallega af tveimur efnahópum: karóteníðar og antósíanín. Til fyrri hópsins, karóteníða, teljast aðallega gul (xantófíl) og appelsínugul (karótín) litarefni en einnig er til rautt litarefni í þessum hópi e...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvers vegna héldu forfeður hvala til sjávar?

Sú kenning er hvað vinsælust meðal fræðimanna að skepna nokkur sem þeir nefna mesonychid, hafi leitað í vatn fyrir um 55 milljónum ára og af þessari skepnu séu allir hvalir komnir. Mesonychid er undarlegt dýr, líkist helst lágfættum úlfi með hófa. Af tönnum þess að dæma át það aðallega kjöt. Ástæðuna fyrir því að ...

category-iconTrúarbrögð

Hvað er dómsdagur kristinna manna?

Kenning kirkjunnar um dómsdag kallast á erlendum málum (þýsku í þessu tilviki) Eschatologie sem þýða mætti sem kenninguna eða orðræðuna um hina hinstu atburði eða endalok tímanna. Á latínu er ekki rætt um hina hinstu heldur hina nýjustu (de novissimis) atburði. Það undirstrikar að ekki er reiknað með endalokum...

category-iconSálfræði

Hverjir eru helstu sálrænu varnarhættirnir?

Hugmyndin um varnarhætti á uppruna sinn í sálfræðikenningum sálgreinandans Sigmunds Freuds (1856-1939) og var síðar þróuð áfram af dóttur hans, Önnu Freud (1895-1982), sem einnig var sálgreinandi. Kenningar Freuds (og annarra sálgreinenda), þar á meðal um varnarhættina, eru vægast sagt umdeildar innan sálfræði og ...

category-iconLæknisfræði

Hver var Paracelsus og hvert var hans framlag til læknisfræðinnar?

Philippus Theophrastus Aureolus Bombastus von Hohenheim, öðru nafni Paracelsus, fæddist í Einsiedeln-héraði í Sviss árið 1493. Skírnarnafn hans var Philippus Theophrastus. Nafnið Aureolus tók hann sér síðar. Faðir hans, Wilhelm Bombastus von Hohenheim, var læknir og mikill áhugamaður um efnafræði og gullgerðarlist...

Fleiri niðurstöður