Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 834 svör fundust
Ef sólkerfið væri bein lína hvað væri það þá langt?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...
Af hverju hefur ljós ávallt sama hraða og hve mikil orka er fólgin í því að viðhalda þeim hraða?
Til að svara því hvers vegna ljóshraði helst jafn í tómarúmi má benda á svör Þorsteins Vilhjálmssonar við eftirfarandi spurningum: Er hraði ljóssins breytilegur? Af hverju ferðast ljósið 300.000 km á sekúndu? Er ljóshraðinn mesti hraði í heimi? Hvers vegna er ekki hægt að ferðast á sama hraða og ljósið, til ...
Er sumar í Ástralíu þegar við höldum upp á jólin?
Árið skiptist í árstíðir vegna möndulhalla jarðar. Án þessa halla væri enginn hitamunur á vetri og sumri. Auk þess væru dagur og nótt tólf tímar allt árið um kring alls staðar á jörðinni. Þegar norðurhvel jarðar hallar að sólinni þá er sumar þar en vetur á suðurhveli. Á sama hátt er sumar á suðurhveli þegar það ha...
Hvað er keppt í mörgum íþróttagreinum á Ólympíuleikunum í London?
Á opinberri heimasíðu Ólympíuleikanna í London sem fara fram dagana 27. júlí til 12. ágúst eru taldar upp 36 mismunandi íþróttagreinar en þar er meðal annars að finna fjórar mismunandi tegundir hjólreiða og tvær greinar sem teljast til fimleika. Með mismunandi skilgreiningum má því fá mismikinn fjölda íþróttagrein...
Hversu lengi lifa flóðhestar?
Líkt og flestar aðrar dýrategundir ná flóðhestar (Hippopotamus amphibius) í haldi manna hærri aldri en þeir sem lifa villtir þar sem öldrunareinkenni reynast villtum dýrum erfið í samkeppni í náttúrunni. Sannarlega elsti flóðhestur sem sögur fara af í dýragörðum náði 67 ára aldri. Sumarið 2012 komst flóðhestur...
Hvenær að hausti hefur hiti fyrst farið niður fyrir -10 stig hér á landi?
Það kann að koma einhverjum á óvart hversu snemma hausts frost hefur fyrst farið niður fyrir -10 gráður en það er 9. september. Það gerðist árið 1977 og lágmarkið, -10,2 stig, mældist í veðurstöðinni í Sandbúðum á Sprengisandi. Þá gerði merkilegt landsynningsillviðri þann 27. ágúst sem hreinsaði sumarið út af borð...
Af hverju kallast skyr þessu nafni og hversu gamalt er orðið?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Af hverju heitir skyr skyr? Orðið skyr þekkist þegar í fornu máli um sérstakan mjólkurmat. Það virðist hafa verið þunnt og drykkjarhæft og segir frá því á fleiri en einum stað í Íslendingasögum að menn hafi sopið skyr við þorsta. Nú þekkjum við helst skyr búið til úr mjólk...
Hversu hratt fara jarðskjálftabylgjur frá upptökum til mælistaðar?
Hraði jarðskjálftabylgju í jarðlögum fer bæði eftir því af hvaða tegund hún er og í hvaða efni hún berst, þar á meðal eftir dýpi hennar í jörðinni. Hraðinn vex yfirleitt með dýpi. Þess vegna getur bylgja sem fer djúpt í jörð verið fljótari milli tveggja staða nálægt yfirborði jarðar en önnur sömu tegundar sem fylg...
Hvað var að gerast í leikhúslífi Íslendinga um 1918?
Fullveldisárið 1918 var um margt heldur litlaust þegar horft er til leiklistar á Íslandi. Með einni undantekningu, leikritinu Landafræði og ást eftir Björnstjerne Björnson, voru uppfærslur Leikfélags Reykjavíkur á árinu allt verk sem félagið hafði sýnt áður. Fyrsta frumsýning ársins var Heimilið eftir Hermann Sude...
Svör um jarðvísindi og hagfræði mest lesin árið 2023
Svör um jarðvísindi og hagfræði raða sér í fimm efstu sæti þeirra svara sem birtust árið 2023 og mest voru lesin á Vísindavef HÍ. Að meðaltali heimsækja um sjö þúsund manns Vísindavefinn daglega og fletta þar tæplega níu þúsund síðum. Breiddin í lestri er veruleg og þannig getur fjöldi þeirra svara sem lesin er...
Hver var Immanuel Kant?
Immanuel Kant var einn merkasti hugsuður vestrænnar heimspeki. Hann fæddist árið 1724 í bænum Königsberg í Prússlandi og dó þar áttatíu árum síðar, árið 1804. Í yfirliti sínu yfir sögu mannsandans segir Ágúst H. Bjarnason meðal annars: Ævi Kants er líkt farið og flestra annara andans mikilmenna; hún er ærið viðbu...
Hvar er Pompei?
Hin forna borg Pompei er tuttugu og þrjá kílómetra suðaustur af borginni Napólí á suður Ítalíu. Hún var að öllum líkindum byggð á sjöttu öld fyrir Krist en elstu rituðu heimildirnar um Pompei eru frá árinu 310 fyrir Krist. Talið er að um tuttugu þúsund manns hafi búið í Pompei þegar mest var og flestir stunduðu þe...
Hvað gerðist í Örlygsstaðabardaga?
Örlygsstaðabardagi var háður 21. ágúst 1238 í Skagafirði austanverðum á stað sem var kallaður Örlygsstaðir , skammt fyrir norðan Víðivelli en nokkru lengra fyrir sunnan Miklabæ. Þar var þá sauðahús, en þrátt fyrir þetta ábúðarmikla nafn staðarins er ekki vitað til að þar hafi nokkurn tímann verið byggt býli. Tildr...
Hver gefur óveðri nafn?
Upprunalega spurningin var: Hver nefnir storma? Dæmi: Ciara, Dennis, Katrina og fleiri. Spyrjendur tiltaka sérstaklega þrjú nöfn, þau fyrstu tvö eru nöfn á lægðum eða óveðrum sem nýlega hafa verið í fréttum en Katrina var nafn á fellibyl. Fellibyljir myndast aðeins þar sem yfirborðshiti sjávar nær að minnst...
Hvenær ársins eru moskítóflugur á sveimi í Nuuk á Grænlandi?
Moskítóflugur angra fólk og önnur spendýr á Grænlandi helst frá miðjum júní og fram í ágúst. Á þessum tíma sækjast kvendýrin eftir blóði en í því er prótín sem þarf til þess að egg flugnanna þroskist. Stærstur hluti lífsferils moskítóflugna er í vatni en hversu langur lífsferillinn er fer eftir aðstæðum, allt f...