Sólin Sólin Rís 03:29 • sest 23:24 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:35 • Sest 09:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:38 • Síðdegis: 23:07 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:33 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík

Svör um jarðvísindi og hagfræði mest lesin árið 2023

Ritstjórn Vísindavefsins

Svör um jarðvísindi og hagfræði raða sér í fimm efstu sæti þeirra svara sem birtust árið 2023 og mest voru lesin á Vísindavef HÍ.

Að meðaltali heimsækja um sjö þúsund manns Vísindavefinn daglega og fletta þar tæplega níu þúsund síðum. Breiddin í lestri er veruleg og þannig getur fjöldi þeirra svara sem lesin eru á einum degi hæglega nálgast sex þúsund. Eins og gefur að skilja vekja sum svör oft meiri athygli en önnur. Á árinu 2023 höfðu lesendur Vísindavefsins greinilega einna mestan áhuga á svörum um jarðvísindi og hagfræði. Svörin í jarðvísindaflokknum birtust öll seinni hluta ársins, þegar draga tók til tíðinda á ný á Reykjanesskaga. Áhugi á jarðvísindum hefur verið einstaklega mikill frá fyrstu tíð og frá upphafi hafa birst um 800 svör í þeim flokki á Vísindavefnum. Það sama má segja um hagfræðiflokkinn, svör í þeim flokki vekja iðulega mikla athygli.

Fimm mest lesnu nýju svör ársins 2023

Önnur svör sem vöktu athygli lesenda, bæði þau sem birtust ný á árinu 2023 og eldri svör, eru af ýmsum toga. Þar koma meðal annars við sögu stjarnvísindi, málvísindi, sjúkraþjálfun, lífvísindi, fjölmiðlafræði og læknisfræði, svo nokkuð sé nefnt. Athyglisvert er að í fyrsta sinn frá heimsfaraldri COVID-19 kemst aðeins eitt svar sem tengist faraldrinum ofarlega á lista yfir þau svör sem mikið eru lesin. Hér fyrir neðan fylgir listinn, en svörunum er raðað á handahófskenndan hátt.

Önnur mikið lesin svör, bæði gömul og ný

Heimsóknir og flettingar á Vísindavef HÍ árið 2023

Árlegar heimsóknir á árinu 2023 voru um 2,5 milljónir og flettingar um 3,2 milljónir. Flestir heimsóttu Vísindavefinn í þriðju viku nóvembermánaðar, eða rétt eftir að fjögurra kílómetra langur kvikugangur myndaðist og teygði sig undir Grindavík. Þá viku voru gestir Vísindavefsins um 62 þúsund og flettu þeir um 80 þúsund síðum.

Vikulegar heimsóknir og flettingar á Vísindavef HÍ árið 2023

Daglegar heimsóknir gesta Vísindavefsins árið 2023. Að meðaltali heimsækja um 7.000 manns Vísindavefinn á hverjum degi. Umferð er minni á sumrin en tekur kipp um leið og skólar byrja og daglegt líf fer í fastar skorður.

Myndir:
  • Tölur og myndir um aðsókn og heimsóknir á Vísindavefinn koma frá vefmælingu Matomo. Aðilar eins og NASA, Amnesty International og Sameinuðu þjóðirnar styðjast við sömu vefmælingu.

Útgáfudagur

17.1.2024

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Svör um jarðvísindi og hagfræði mest lesin árið 2023.“ Vísindavefurinn, 17. janúar 2024. Sótt 29. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=86028.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2024, 17. janúar). Svör um jarðvísindi og hagfræði mest lesin árið 2023. Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=86028

Ritstjórn Vísindavefsins. „Svör um jarðvísindi og hagfræði mest lesin árið 2023.“ Vísindavefurinn. 17. jan. 2024. Vefsíða. 29. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=86028>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Svör um jarðvísindi og hagfræði mest lesin árið 2023
Svör um jarðvísindi og hagfræði raða sér í fimm efstu sæti þeirra svara sem birtust árið 2023 og mest voru lesin á Vísindavef HÍ.

Að meðaltali heimsækja um sjö þúsund manns Vísindavefinn daglega og fletta þar tæplega níu þúsund síðum. Breiddin í lestri er veruleg og þannig getur fjöldi þeirra svara sem lesin eru á einum degi hæglega nálgast sex þúsund. Eins og gefur að skilja vekja sum svör oft meiri athygli en önnur. Á árinu 2023 höfðu lesendur Vísindavefsins greinilega einna mestan áhuga á svörum um jarðvísindi og hagfræði. Svörin í jarðvísindaflokknum birtust öll seinni hluta ársins, þegar draga tók til tíðinda á ný á Reykjanesskaga. Áhugi á jarðvísindum hefur verið einstaklega mikill frá fyrstu tíð og frá upphafi hafa birst um 800 svör í þeim flokki á Vísindavefnum. Það sama má segja um hagfræðiflokkinn, svör í þeim flokki vekja iðulega mikla athygli.

Fimm mest lesnu nýju svör ársins 2023

Önnur svör sem vöktu athygli lesenda, bæði þau sem birtust ný á árinu 2023 og eldri svör, eru af ýmsum toga. Þar koma meðal annars við sögu stjarnvísindi, málvísindi, sjúkraþjálfun, lífvísindi, fjölmiðlafræði og læknisfræði, svo nokkuð sé nefnt. Athyglisvert er að í fyrsta sinn frá heimsfaraldri COVID-19 kemst aðeins eitt svar sem tengist faraldrinum ofarlega á lista yfir þau svör sem mikið eru lesin. Hér fyrir neðan fylgir listinn, en svörunum er raðað á handahófskenndan hátt.

Önnur mikið lesin svör, bæði gömul og ný

Heimsóknir og flettingar á Vísindavef HÍ árið 2023

Árlegar heimsóknir á árinu 2023 voru um 2,5 milljónir og flettingar um 3,2 milljónir. Flestir heimsóttu Vísindavefinn í þriðju viku nóvembermánaðar, eða rétt eftir að fjögurra kílómetra langur kvikugangur myndaðist og teygði sig undir Grindavík. Þá viku voru gestir Vísindavefsins um 62 þúsund og flettu þeir um 80 þúsund síðum.

Vikulegar heimsóknir og flettingar á Vísindavef HÍ árið 2023

Daglegar heimsóknir gesta Vísindavefsins árið 2023. Að meðaltali heimsækja um 7.000 manns Vísindavefinn á hverjum degi. Umferð er minni á sumrin en tekur kipp um leið og skólar byrja og daglegt líf fer í fastar skorður.

Myndir:
  • Tölur og myndir um aðsókn og heimsóknir á Vísindavefinn koma frá vefmælingu Matomo. Aðilar eins og NASA, Amnesty International og Sameinuðu þjóðirnar styðjast við sömu vefmælingu.
...