Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 545 svör fundust
Má húsvörður leita í herbergjum íbúa á heimavist án þeirra samþykkis?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Er leyfilegt fyrir húsfreyju/húsvörð að leita í herbergjum leigjenda á heimavist framhaldsskóla? Stutta svarið við þessari spurningu er einfaldlega nei. Starfsfólk heimavista hefur ekki heimild til að leita í herbergjum íbúa án samþykkis þeirra. Grundvallast þessi nið...
Hvernig gekk gestum að leysa þrautir í vísindaveislu Háskólalestarinnar á Egilsstöðum?
Vísindaveisla Háskólalestarinnar var haldin á Egilsstöðum laugardaginn 26. maí 2018. Vísindavefur HÍ lagði þar þrautir fyrir íbúa Egilsstaða og aðra gesti. Í þetta skiptið voru þrautirnar átta talsins. Flestum tókst að raða saman teningnum en fæstir réðu við Gátu Einsteins. Þær Tinna Sóley Hafliðadóttir og ...
Af hverju heitir Drápuhlíðarfjall á Snæfellsnesi þessu nafni?
Drápuhlíðarfjall er í Helgafellssveit á norðanverðu Snæfellsnesi, sunnan við Stykkishólm. Það er helst þekkt fyrir fjölskrúðuga liti en þeir stafa af bergtegund sem nefnist ríólít. Forðum var álitið að það væri ríkt af málmum og náttúrusteinum sem gæddir væru yfirnáttúrulegum krafti. Þjóðsögur greina frá tjörn upp...
Er hægt að fara í pílukast í geimnum?
Stutta svarið við spurningunni er: Já, en pílukast í geimnum er samt annars konar en á jörðinni þar sem pílan er nánast í algjöru í þyngdarleysi í geimnum. Geimstöðvar sem hringsóla um jörðina ferðast á gríðarlegum hraða. Til dæmis er Alþjóðlega geimstöðin (International Space Station, ISS) á 7,66 km/s hraða se...
Hvað eru til margar tegundir af eitruðum snákum í heiminum?
Af rúmlega 3.000 tegundum snáka í heiminum er talið að um 600 tegundir séu eitraðar og rétt um 200 tegundir, eða um 7%, búi yfir svo öflugu eitri að þær geti skaðað manneskjur lífshættulega. Til þess að meta hversu banvæn efni eru er gjarnan vísað til svokallaðs LD50-gildis (LD sendur fyrir lethal dose) en það ...
Getur lungnakrabbamein verið ættgengur sjúkdómur?
Stutta svarið við spurningunni er já, lungnakrabbamein geta legið í ættum. Hins vegar er rétt að ítreka að reykingar eru langstærsti orsakaþáttur lungnakrabbameins. Þær eru taldar valda um 85% tilfella sjúkdómsins, aðallega beinar reykingar en einnig óbeinar. Meira er fjallað um helstu áhættuþætti í svari við spur...
Telja vísindamenn að það sé gagnlegt að „rúlla“ vöðva eftir æfingar?
Upphaflega spurningin hljóðaði svo:Telja vísindamenn að það geri eitthvað gagn að „rúlla“ vöðva eftir æfingar? Ef svo er, hvenær er þá best að „rúlla“? Á síðustu árum hefur það að „rúlla“ vöðva átt verulegum vinsældum að fagna meðal almennings og þá sérstaklega íþróttamanna sem lýsa því að aðferðin minnki þreyt...
Hvernig getur faraldur eins og COVID-19 náð hámarki og dvínað svo án þess að hjarðónæmi hafi náðst?
Faraldrar smitsjúkdóma eru margslungnir og flóknir - það má með sanni segja að þeir séu jafn fjölbreyttir og sýklarnir sem valda þeim. Það gerir okkur um leið erfitt að spá fyrir um þróun þeirra, þó til séu aðferðir sem aðstoða okkur við slíkt, eins og lesa má um í svari við spurningunni Er hægt að reikna hvernig ...
Er hollt að stunda kynlíf?
Kynlíf er heilsusamlegt svo framarlega sem það byggist á eðlilegum samskiptum, er tilfinningalega gefandi, er innan þeirra marka sem einstaklingurinn setur sér og skaðar hann ekki á nokkurn hátt andlega né líkamlega. Að lifa heilbrigðu kynlífi felur í sér að einstaklingurinn finnur fyrir andlegri og líkamlegri ve...
Hvert er upphaf kristni?
Upphaf kristinnar trúar er að rekja til lífs og starfs Jesú frá Nazaret. Er hann var um þrítugsaldur hóf hann að boða nálægð Guðs ríkis. Að sögn guðspjallanna staðfesti hann boðskap sinn með undrum og kraftaverkum er sannfærðu ýmsa tilheyrendur hans um að Guð væri í verki með honum. Einn þáttur í boðskap hans var ...
Af hverju er unglingaólétta algengari í Bandaríkjunum en Evrópu?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvaða breytur hafa áhrif a tíðni unglingaóléttu? Af hverju er tíðni unglingaóléttu hærri í Bandaríkjunum en Evrópu?Tíðni þungana unglingsstúlkna má skýra út frá margvíslegum sjónarhornum, það er samfélaginu, fjölskyldunni og unglingnum. Samfélagssjónarhornið kemur inn á ski...
Hvað er slitgigt?
Hér er svarað eftirtöldum spurningum:Hvernig lýsir slit í liðamótum sér, hvað veldur og er eitthvað hægt að gera í því? Getur það lagast? (Ólafur Björnsson)Hvað er slitgigt og hefur hún hraða útbreiðslu í liðum? Hverjar eru líkur á bata? (Soffía Kristín Hjartardóttir) Slitgigt er algengasti sjúkdómurinn í liðum. ...
Hvað eru til margar apategundir?
Gert er ráð fyrir að spyrjandi sé að fiska eftir því hversu margar tegundir prímata (Primata) séu þekktar í heiminum en enska hugtakið „primate“ er safnheiti yfir hugtökin „apes“ (apar), „monkeys“ (apar/apakettir) og „lemurs“ (lemúrar). Alls eru þekktar 412 tegundir í þessum ættbálki spendýra. Aðeins ættbálkar leð...
Hvað þýða orðin "Mont Rass"?
Spyrjandi tilgreinir því miður ekki á hvaða tungumáli hann hefur rekist á þessi orð. Ef hann á við íslensku hefði hann varla þurft að spyrja því að þá er líklegast að hér sé á ferðinni afbökun á orðinu "montrass". Á hinn bóginn þarf þá að gera að minnsta kosti þrjár stafsetningarvillur til að út komi það sem spurt...
Hvaða efni eru í móðurmjólk?
Hér er einnig svarað spurningunum:Hvernig kemur brjóstamjólk í veg fyrir að ungbörn veikist? Er móðurmjólkin hollari en kúamjólk eða þurrmjólk? Móðurmjólk er fullkomin fæða fyrir ungbörn. Í henni eru (í hárréttum hlutföllum) öll þau næringarefni sem ungbörn þarfnast, það er sykrur, prótín, fita, vítamín og stei...