Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2197 svör fundust
Hvernig er kínverska stafrófið og hvað eru margir stafir í því?
Margir notendur Vísindavefsins hafa áhuga á að fræðast um kínversku og flestir sem senda inn spurningar vilja vita eitthvað um 'kínverska stafrófið' en eru í raun að spyrja um kínverskt myndletur. Hér eru dæmi um spurningar sem hafa borist Vísindavefnum:Getið þið sýnt mér nokkur kínversk tákn og merkingu þeirra? ...
Hvað eru sakamál?
Hinn 1. janúar 2009 tóku gildi ný lög um sakamál nr. 88/2008, og koma þau í stað laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Segir í 1. mgr. 1. gr. nýju laganna:Þau mál öll, sem handhafar ákæruvalds höfða til refsingar lögum samkvæmt, skulu sæta meðferð eftir ákvæðum laga þessara nema öðruvísi sé fyrir mælt í lög...
Hver er meðgöngutími hunda?
Í svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni Hvað er meðgangan löng hjá köttum, hundum, hestum, kúm og svínum? kemur fram að meðgöngutími hunda er að meðaltali 56-58 dagar. Öll ræktunarafbrigði hunda hafa sama meðgöngutíma, hvort sem um er að ræða risavaxinn stórdana eða mexíkóskan dverghund....
Gætu vísundar lifað villtir í íslenskri náttúru?
Það er óhætt að fullyrða að jafn stór gresjudýr og amerískur vísundur (Bison bison) ætti erfitt með að lifa á íslenskum heiðum inn til landsins. Helsta ástæðan fyrir því væri gróðurfarið sem hér er og jafnvel gróðurleysið. Í Norður-Ameríku eru gresjurnar sem vísundarnir lifa á ólíkt gróðursælli en hér, auk þess se...
Hvað gætum við sparað mikla orku ef allir Íslendingar notuðu sparperur í stað glópera?
Sparperur nota mun minni orku til að gefa svipað ljósmagn og glóperur. Þannig er til dæmis 11W sparpera ígildi 60W glóperu, munurinn er því 49W. Lýsing er hinsvegar fjölbreytt og erfitt að segja hversu margar glóperur eru í notkun á Íslandi. Til þess að fá einhverja hugmynd um orkusparnaðinn sem mögulega væri...
Getur þú sagt mér allt það helsta um froskdýr?
Froskdýr (Amphibia) er einn af fimm flokkum hryggdýra, hinir eru spendýr, fiskar, fuglar og skriðdýr. Froskdýr greinast í þrjá hópa, salamöndrur (Caudata eða Urodela) sem ólíkt öðrum froskdýrum hafa rófu alla ævi, froska og körtur (Anura) sem fullvaxnir eru rófulausir og að loks hóp sem kalla má ormakörtur (Gymno...
Hvað er gas?
Öll efni geta verið í þrenns konar ham: storkuham / fast form (e. solid) vökvaham (e. liquid) gasham (e. gas) Auk þess er til svonefnt rafgas sem á ekki við um venjuleg frumefni. Af þessu leiðir að gas getur verið nær hvaða efni sem er. Vatn er til dæmis í storkuham þegar það er frosið, í vökvaham...
Hvað er nafnfræði?
Með nafnfræði er átt við þá fræðigrein sem fæst við söfnun og athuganir á hvers kyns nöfnum sem mönnum, dýrum eða dauðum hlutum hafa verið gefin og eru sérheiti þeirra. Venja er að greina að heiti og nöfn innan fræðigreinarinnar. Með heiti er þar átt við öll samnöfn tungumálsins, en viðfangsefni nafnfræðinnar eru ...
Af hverju reiddist Ólafur konungur og lét handtaka alla íslenska menn sem staddir voru með konungi og hótaði að drepa þá ef þeir mundu ekki skírast?
Ólafur Tryggvason var sterkur stjórnmálamaður sem hafði einsett sér að gera allt land sitt (Noreg) kristið. – En ekki aðeins Noreg heldur öll lönd sem voru í mestum tengslum við það, þar á meðal Ísland. Þegar Íslendingar brugðust neikvætt við skipun hans greip hann til ofbeldis eins og stjórnmálamenn og margir aðr...
Hvert var helsta hlutverk Heimdalls í norrænu goðafræðinni? Hvað gerði hann í ragnarökum?
Guðinn Heimdallur kemur fyrir í flestum þeim rituðu heimildum sem til eru um norræna goðafræði, stundum er einungis minnst á hann en á öðrum stöðum er honum lýst í lengra máli. Helstu heimildir okkar um Heimdall og hlutverk hans eru Snorra-Edda og eddukvæðin Grímnismál, Hyndluljóð, Lokasenna, Þrymskviða, Rígsþula ...
Hvað gerðist í tónlistarlífi Íslendinga 1918?
Stutta svarið við spurningunni er að í fátt markvert gerðist beinlínis í tónlistarlífi Íslendinga árið 1918. Frá aldamótunum 1900 og fram til 1918 er hins vegar augljós stígandi í tónlistariðkun landsmanna, sá stígandi hélt áfram eftir 1918 eins og hér verður rakið. Opinber tónlistarflutningur jókst jafnt og þé...
Hafís í blöðunum 1918. VI. Um gagnsemi veðurfræðinnar - hugleiðingar frá 1918
Þessi pistill er sá síðasti af sex þar sem birt er efni um hafís úr blöðum og tímaritum árið 1918 án útskýringa. Hér á eftir er grein eftir Þorkel Þorkelsson eðlisfræðing (1876-1961) sem birtist í Íslendingi 25. janúar 1918. Það kom í hlut Þorkels að verða fyrsti fors...
Hvaða ólífrænu efni eru í mannslíkamanum?
Áður en lengra er haldið er rétt að gera stuttlega grein fyrir því hvað ólífræn efni eru og hver munurinn er á þeim og lífrænum efnum. Lífræn efni eru efnasambönd kolefnis nema koltvíoxíð, koleinoxíð og nokkur sölt. Þau finnast í lifandi verum, úrgangi frá þeim og leifum þeirra. Þau eiga það öll sameiginlegt a...
Hafa ljósmyndir eitthvert gildi sem sönnunargögn fyrir íslenskum dómstólum?
Mál fyrir dómstólum eru annað hvort einkamál eða opinber mál. Ákæruvaldið höfðar opinber mál til refsingar en einkamál eru höfðuð án aðildar ákæruvalds. Um margt gilda líkar reglur um meðferð einka- og opinberra mála fyrir dómstólum, en í sumum efnum er grundvallarmunur þar á. Um einkamál gilda lög nr. 91/1991, en...
Hvað eru ráðin undir rifjunum mörg?
Þetta er ágætis spurning og fyrsta nálgun að svari við henni fékkst nokkuð greiðlega hjá anatómíudeild Vísindavefsins sem sérhæfir sig í kryfja málin til mergjar. Fyrst þurfa menn þó að átta sig á þeim sannindum, sem eru engan veginn augljós, að sá sem hefur ráð undir rifi hverju er auðvitað með tiltekinn og endan...