Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1213 svör fundust
Af hverju er latína enn notuð í líffærafræði?
Um þetta hefur verið fjallað á almennan hátt í svari við spurningunni Af hverju er latína sem er að deyja út notuð í líffræði? og bendum við lesendum á að lesa það svar fyrst. Sömu ástæður og koma fram í því svari gilda um líffærafræðina. Þar er latína notuð í fyrsta lagi vegna þess að hún hefur verið notuð lengi ...
Hver var Tacitus og hvað gerði hann merkilegt?
Publius Cornelius Tacitus er gjarnan talinn mestur rómverskra sagnaritara. Um ævi hans er ýmislegt vitað en þó afar lítið með vissu og meira að segja leikur vafi á hvort hann hét Publius eða Gaius. Hann fæddist um árið 55 að öllum líkindum í Gallíu en hlaut menntun sína í Róm. Sitthvað er vitað um stjórnmálaferil ...
Hefur eitthvað breyst í stefnu Bandaríkjanna til Ísraels frá því Obama varð forseti?
Bandaríkin hafa löngum verið helsti bandamaður Ísraels í deilum þess ríkis við nágranna sína. Undir stjórn Baracks Obama hefur samband þessara ríkja veikst nokkuð en áhrif gyðinga í Bandaríkjunum gera það að verkum að ólíklegt er að Bandaríkin hætti alfarið að styðja við Ísraelsríki. Þá hefur neitunarvald Bandarík...
Af hverju er eðlisvarmi vatns svona hár?
Eðlisvarmi (e. specific heat) efnis segir til um hversu mikla orku/varma þarf til þess að hækka hitastigið á einu kílógrammi af efninu um eina gráðu. Formúlan fyrir eðlisvarma er $$c={Q\over m\cdot\Delta T}$$ þar sem $Q$ er orka/varmi sem fer í að hita efnið, $m$ er massi efnisins og $\Delta T$ er hitastigshæk...
Hvers konar rannsóknir á atferli dýra stundaði Konrad Lorenz og hver eru helstu rit hans?
Um Konrad Lorenz er einnig fjallað í svari eftir sama höfund við spurningunni: Hver var Konrad Lorenz og hvert var framlag hans til vísindanna? Árið 1973 deildi Lorenz Nóbelsverðlaunum í læknis- og lífeðlisfræði með tveimur kollegum, landa sínum Karl von Frisch (1886-1982) og Hollendingnum Nikolaas Tinbergen (1...
Hversu dýr mundi Hafliði allur vera?
Upprunalegu spurningarnar hljóðuðu svona:Hver var hann þessi Hafliði sem þótti svo dýr (allur) og hvað kostaði hann eiginlega? Hver er merkingin í orðasambandinu 'dýr mundi Hafliði allur' og hvaðan kemur það? Af Hafliða segir í Þorgils sögu og Hafliða sem er einn kaflinn í Sturlungu. Hafliði var Másson og bjó á...
Eru til örnefni sem tengjast brennum?
Brennur og álfadans settu svip á hátíðahöld um áramót á 19. og 20. öld. Elsta þekkt frásögn um slíkt er frá árinu 1791 er Sveinn Pálsson segir frá því í Ferðabók sinni að piltar í Hólavallaskóla í Reykjavík hafi haldið brennu „á hæð einni skammt frá skólanum, sem þeir kalla Vulcan.“ Hæð þessi er að líkindum Landak...
Getið þið sett fram lista um stærðir í tölvum, til dæmis hvað eru mörg b í kb?
Því sem næst sömu reglur gilda um heiti forskeyta á stærðum í tölvum og í metrakerfinu að öðru leyti. Þannig er talað um kíló- fyrir þúsund, mega- fyrir milljón og svo framvegis. Þó ber að hafa tvennt í huga. Í fyrsta lagi eru tölvur byggðar upp á tvíundakerfi og því kemur talan 1024 í stað 1000, en 1024 er ei...
Hver var Björg C. Þorláksson og hvert var framlag hennar til vísindanna?
Björg C. Þorláksson var fyrsta íslenska konan sem lauk doktorsprófi. Það gerði hún árið 1926 en þann 17. júní það ár varði hún við Sorbonne-háskóla í París doktorsritgerð sína Le Fondement Physiologique des Instincts: Des Systemes Nutritif, Neuromusculaire et Genital. Ritgerðin fjallar um lífeðlisfræðilegan grundv...
Hvað merkir orðatiltækið „að bregða hampi í augu einhvers”?
Þetta orðatiltæki virðist sjaldgæft í íslensku. Þrátt fyrir nokkra leit hef ég aðeins fundið eitt dæmi í söfnum Orðabókar Háskólans úr Norðanfara 13. árgangi, bls. 70 en það rit kom út á síðari hluta 19. aldar. Dæmið er svona: „en ekki þarf hann að bregða hampi í augu almennings með því, þegar rjett er aðgætt.” Me...
Hvað voru gefin út mörg skáldrit árið '92?
Við höfum ekki nákvæma tölu við höndina en gera má ráð fyrir að árið 1992 hafi komið út rúmlega 2000 rit. Af þeim flokkast sennilega rúmlega 1800 sem bækur eða bæklingar og um 200 sem hljóðrit, það er geisladiskar, snældur, hljómplötur og margmiðlunardiskar. Hægt er að finna upplýsingar um nákvæma tölu í Ís...
Hvers konar uppeldisaðferðir boðaði heimspekingurinn Jean-Jacques Rousseau?
Átjándu aldar heimspekingurinn Jean-Jacques Rousseau er með merkustu mönnum í uppeldissögu Vesturlanda. Rousseau hélt því fram að maðurinn væri í eðli sínu góður frá hendi skaparans (því hann var ekki trúleysingi, þótt hann hafi lent upp á kant við kirkjuna), en úrkynjaðist þegar út í lífið kæmi vegna ríkjandi hug...
Getur þú raðað 9 peningum í 10 raðir en í hverri röð verða að vera 3 peningar?
Vilborg lenti í smá vandræðum í stærðfræði í dag. Hún var að raða níu 100 kr. peningum sem hún ætlaði að fara með í verslunarmiðstöðina eftir skóla, en missti þá alla á gólfið með ópum, skarkala og miklum látum. Þetta olli töluverðri truflun í tíma og kennarinn varð afar ósáttur. Hann lét Vilborgu því sitja inni í...
Hver var Lorenzo Valla og hvert var hans framlag til fræðilegrar textarýni?
Lorenzo Valla fæddist árið 1407 í Róm á Ítalíu og voru foreldrar hans af virtum borgaraættum. Hann nam guðfræði og sóttist eftir því að komast í þjónustu páfa. Það gekk ekki og í nokkur ár gegndi hann stöðu prófessors í mælskufræði (retórík) við háskólann í Pavía. Hann varð snemma deilugjarn og átti í útistöðum vi...
Hvað er spelti og hvert er næringarinnihald þess?
Spelti er ævaforn korntegund ræktuð í fjallahéruðum Mið-Evrópu, einkum á Spáni, í Frakklandi, Sviss og Austurríki. Tegundin gengur undir tveimur latneskum heitum: Triticum spelta og Triticum aestivum spelta og á íslensku kallast hún ýmist speldi, spelt eða spelti. Einnig hefur þýska heitinu Dinkel skotið upp kolli...