Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 946 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru sækýr sjónlausar og þá af hverju?

Rétt er að þær tegundir sem tilheyra ættkvíslinni Trichechus (eiginlegar sækýr; enska manatee) eiga það meðal annars sameiginlegt að sjón þeirra er ekki vel þróuð. Því er ekki auðsvarað hvers vegna svo er en sennilega má rekja það til aðlögunar að umhverfinu. Það er einkum tvennt sem gæti skýrt að ekki reynir ...

category-iconEfnafræði

Af hverju brennur natrín (natríum) þegar það snertir vatn?

Natrín eða natríum (enska sodium) er málmur úr fyrsta flokki lotukerfisins eða úr flokki alkalímálma. Bræðslumark natríns er 98°C og eðlismassi þess 0,97 g/cm3. Natrín er mjúkur málmur og það er auðvelt að skera hann í sneiðar með hníf. Þegar það er gert í andrúmslofti sést eitt andartak glansandi gráhvítur litur ...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað heitir hesturinn hennar Línu Langsokks?

Þessi spurning setti ritstjórnina í mikinn vanda. Starfsmenn ritstjórnar mundu ekki í fljótu bragði hvað hestgarmurinn hét en hölluðust helst að því að hann hlyti að heita eitthvað fyrst apinn hennar Línu hefur nafn. En eins og Línuaðdáendur muna heitir apinn hennar Línu Herr Nilsson á frummálinu, sænsku, en Herra...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er margmiðlun?

Margmiðlun er í raun sú aðferð að nota tvo eða fleiri miðla saman til að koma efni á framfæri. Þessir miðlar geta verið hljóð, myndir, kvikmyndir, texti, tónlist, gröf eða annað slíkt. Oftast þegar rætt er um margmiðlun er átt við margmiðlun í tölvum. Hún felur í sér getu tölva til að samþætta ofangreinda miðla í ...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju eru til svona margar dýrategundir?

Meginskýringin á þessu er fólgin í þróunarkenningunni. Tegundir dýra og jurta verða til með þróun þar sem tvær tegundir koma í stað einnar og verða til út frá henni. Til að skilja þetta betur skulum við líta á dæmi. Hugsum okkur hóp dýra sem teljast til sömu tegundar og hafa samgang innbyrðis, þannig að hvaða k...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað geta krókódílar hlaupið hratt?

Krókódílar virðast vera silalegar skepnur og það er óþekkt að þeir hafi hlaupið uppi bráð. Hins vegar búa krókódílar yfir óvenju mikilli snerpu og geta komið væntanlegri bráð sinni á óvart með árás úr launsátri. Þessi veiðiaðferð er nánast algild meðal landskriðdýra enda eru þau afar úthaldslitlar skepnur. Kr...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvers vegna tölum við?

Í grundvallaratriðum tölum við til þess að eiga samskipti við annað fólk. Tungumálið er leið okkar til þess að hafa tjáskipti við aðra, koma hugsunum okkar og skilaboðum á framfæri og eitt af því sem skilur okkur frá öðrum skepnum hér á jörðinni. Hæfileikinn til að tjá sig á þennan hátt er því afar mikilvægur og s...

category-iconHugvísindi

Hvaða tungumál ætli Nói og niðjar hans hafi talað?

Ellefti kafli fyrstu Mósebókar hefst á þessum orðum: "En jörðin hafði eitt tungumál og ein og sömu orð." Þetta er skrifað í framhaldi af lokum 10. kafla (32. versi) þar sem segir frá því að eftir syndaflóðið hafi ættkvíslir Nóa og sona hans og þær þjóðir sem frá þeim greindust dreifst um jörðina. Niðjar Nóa fóru v...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig á að beygja heiti bókstafanna í eintölu og fleirtölu?

Ef þörf er á að beygja bókstafina eru þeir allir auðbeygðir nema helst a-ið. Ef stafirnir d og f eru teknir sem dæmi beygjast þeir á eftirfarandi hátt í eintölu og fleirtölu: FallEintalaFleirtala Nf.dédé Þf.dédé Þgf.déidéum Ef.désdéa FallEintalaFleirtala Nf.effeff Þf.effeff Þgf...

category-iconFornfræði

Getið þið sagt mér frá uppbyggingu grískra leikhúsa til forna?

Grísk leikhús voru öll undir berum himni. Sviðið (orkestra) var hringlaga flötur þar sem altari Díonýsosar (þymele) stóð gjarnan. Engin leiktjöld voru fyrir sviðinu. Aðgangur að sviðinu (parodos) var á hliðum þess og þar gátu leikarar og kórinn farið inn og út af sviðinu. Fyrir aftan sviðið var annað rétthyrningsl...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er svartur sporðdreki hættulegur?

Allir sporðdrekar eru eitraðir. Stærri sporðdrekar eru sýnu hættulegri en þeir minni, enda geta stórir sporðdrekar yfirleitt komið meira eitri í fórnarlamb sitt. Spyrjandi spyr um svarta sporðdrekann en fjölmargar sporðdrekategundir eru svartar að lit. Þær þekktustu finnast í norðanverðri Afríku og vestanverðri...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju hafa ekki allar tegundir apa þróast alveg eins og menn?

Nokkur megineinkenni líffræðilegrar þróunar eru þau að hún er ekki fyrirfram ákveðin, hún felur í sér breytileika einstaklinga af sama stofni og síðan sundurleitni tegunda. Þetta er einna líkast því að við sáum fyrir fljótsprottnu tré á ákveðnum stað og komum síðan fyrir litlum bolta fyrir ofan staðinn í hæfilegri...

category-iconSálfræði

Er hægt að hafa meðfædda hæfileika?

Já það er alveg öruggt að við höfum öll einhverja meðfædda hæfileika. Sem dæmi má taka hæfileikann til að læra tungumál. Eins og fram kemur í svari við spurningunni Af hverju tala börn ekki þegar þau fæðast? kunnum við ekki tungumál þegar við fæðumst. Hins vegar hafa flestir hæfileika til þess að læra að tala ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er talað um að vera í sjöunda himni en ekki þeim áttunda?

Orðasambandið að vera í sjöunda himni ‛vera afar glaður’ þekkist í málinu að minnsta kosti frá síðari hluta 19. aldar. Þótt hugmyndin um sjö himna sé mjög gömul virðist þetta fasta orðasamband hafa borist hingað um það leyti, sennilega frá Danmörku, það er at være i den syvende himmel. Danir hafa líklegast f...

category-iconMálvísindi: íslensk

Á hvaða aldri er 103 ára gamall langafi minn?

Síðari liðurinn -ræður er vel þekktur í orðunum áttræður, níræður, tíræður og er í hljóðskiptum við liðinn -rað í hundrað. Fram að áttræðu er notaður síðari liðurinn -tugur, tvítugur, þrítugur, fertugur, fimmtugur, sextugur, sjötugur, það er taldir eru þeir tugir sem viðkomandi hefur lifað. Á x-tugs aldri merkir þ...

Fleiri niðurstöður